360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?


Höfundur
vordur23
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Lau 20. Ágú 2022 03:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf vordur23 » Þri 23. Ágú 2022 05:16

Var að uppfæra örgjörvan hjá mér og er að spá í nýrri vatnskælingu fyrir LGA 1700. Einhver meðmæli? Er Arctic Liquid freezer II kóngurinn í dag?
Var með augastað á Lian Li Galahad en þetta pumpuískur sem ég hef lesið um er ekki að kveikja í mér.




Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf Brimklo » Þri 23. Ágú 2022 08:32

Ég var með Galahad 360 í minni og er núna með 240, hef ekki orðið var við neitt ískur, en kannski er ég bara heppinn.


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf jonsig » Þri 23. Ágú 2022 19:42

Custom loop 360mm með fancy dælu eins og D5 er algjörlega málið. Þetta AIO dót er yfirleitt eitthvað rusl með ál kössum og kopar cpu blokk sem býður uppá vesen.



Skjámynd

hoaxe
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 00:06
Reputation: 9
Staðsetning: Interweb
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf hoaxe » Mið 24. Ágú 2022 00:51

Er sjálfur með coolermaster 360ML úr tölvulistanum, bjóst ekki við miklu en þrusufín kæling sem kom á óvart,(skemmir ekki fyrir að með fylgir template fyrir coverið á pumpunni fyrir 3D prentara)


Ryzen 5600x - CM ML360R aio - Asus ROG Strix x570-e - Trident Z 32gb 3200mhz CL14 - RedDevil 6900XT - Seasonic Focus+ Gold 850w - Corsair iCue QL120 - BeQuiet! 500dx - Samsung Odyssey G7 32" 240hz - Logitech G-Pro Wireless - Custom built keyboard - Steelseries Arctis Pro Wireless.


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf agnarkb » Mið 24. Ágú 2022 14:15

vordur23 skrifaði:Var að uppfæra örgjörvan hjá mér og er að spá í nýrri vatnskælingu fyrir LGA 1700. Einhver meðmæli? Er Arctic Liquid freezer II kóngurinn í dag?
Var með augastað á Lian Li Galahad en þetta pumpuískur sem ég hef lesið um er ekki að kveikja í mér.


LFII er góður en athugaðu hvort þetta hafi verið lagað fyrst


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Pure Base 500

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf jojoharalds » Fim 25. Ágú 2022 17:38

Mæli allan daginn með "custom loop",
flottara,betra og þú getur viðhaldað því á auðveldan hátt,

Já það er smá "learningcurve" en ekkert sem er geimvisindi,og auðveld að finna á youtube.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S


Gemini
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: 360mm vatnskælingar. Með hverju mælir fólk?

Pósturaf Gemini » Fös 26. Ágú 2022 04:29

Er með Arctic Cooler II 360mm, hann kælir mjög vel en það koma smá vein frá dælunni þegar hún er að breyta um hraða og þegar hún stoppar í ákveðnum rpm(%). Tók töluverðan tíma að vinna í kringum það þannig hún veini bara einu sinni þegar maður setur smá vinnslu á CPU. Með default fancurve var hún stanslaust að fara smá upp og niður með hita á örgjörva og veinaði í hvert sinn. Endaði með fancurve sem er bara tvær mismunandi stillingar, ein svona í lausagangi og leikjaspilun en fer svo í 100% ef það er mikið í gangi (þá veinar hún nokkrum sinnum þegar hún skiptir upp en er svo nokkuð hljóðlát í 100%)
Keypt hjá computer.is, sendi þeim póst/video um þetta þegar ég keypti en þeir svöruðu honum ekki einu sinni.