KaldiBoi skrifaði:oliuntitled skrifaði:
Það er svo annað mál að það er oft hægt að finna modded BIOS-a fyrir mikið af lenovo vörum.
Viltu útskyra þetta fyrir mér þannig ég skilji, er ekki alveg með puttann 100% á þessu

Ekki málið

Þegar þú kaupir þér móðurborð sjálfur frá hefðbundnum framleiðanda að þá ertu með nánast alveg ólæstann BIOS sem hefur features einsog overclocking (ef borðið styður það) sem og overclocking á minni í formi XMP prófíla.
Einnig er móðurborðs framleiðandinn ekki að skipta sér af því hvaða hardware þú tengir í borðið frá þeim á meðan það er sami standard og þeir auglýsa (intel borð tekur bara intel örgjörva og amd borð tekur bara amd örgjörva sem dæmi).
Lenovo hefur tekið sér mikið bessaleyfi í að takmarka þetta frjálsræði (ekki bara lenovo svosem en þeir eru þekktir fyrir þetta).
Sem dæmi að þá er yfirleitt ekki mögulegt að nota XMP prófíla til að fá hærri klukkutíðni á RAM og overclocking er ótrúlega sjaldan eitthvað sem þú getur gert.
Þar ofaná að þá takmarka þeir oft ennþá meira (sérstaklega í laptops) varðandi hvaða hardware þú getur sett í vélina.
Dæmið sem ég minntist á hér að ofan var laptop þar sem ég vildi skipta út HDD yfir í SSD, keypti samsung 970 sata SSD og fékk hann ekki upp í BIOS sama hvað ég reyndi (diskurinn virkaði í öðrum vélum), kom svo í ljós að SSD frá samsung sem var nýrri en 960 týpan var ekki whitelisted í BIOS hjá þeim (af því að 970 var ekki kominn út á þeim tíma)
Þegar ég var að díla við þetta vandamál að þá fann ég forum þar sem áhugamaður/fagmaður var að bjóða fólki uppá modded/hacked BIOS software til að unlocka features (einsog að disable-a þessa whitelists og fleira þvíumlíkt)
Ég fór ekki þá leiðina af því að það er ekki séns að ég treysti random gaur á internetinu til að púlla ekki eitthvað shady þegar um er að ræða eins mikinn grunn software einsog BIOS.
ok þetta varð aðeins meiri langloka en ég ætlaði mér en vonandi skýrir þetta eitthvað
