Síða 1 af 1

Intel ARC búið að vera ?

Sent: Fös 25. Nóv 2022 21:40
af jonsig
Sælir. Ég var að vonast eftir þriðja fyrirtækinu inná GPU markaðinn fyrir Desktop.
Eftir smá googl, þá lýtur út eins og ARC sé hreinlega dautt í fæðingu eftir endalausar tafir og vesen.
Eiga ekki að vera komin út einhver kort eins og a770 sem átti að vera RTX 3070Ti killer en er samt bara í sama flokki og RTX3060 ?

Intel Arc GPU effectively cancelled: 'decision has been made'
Read more: https://www.tweaktown.com/news/88393/in ... index.html

Mynd

Re: Intel ARC búið að vera ?

Sent: Fös 25. Nóv 2022 21:50
af appel
Vá, bara nokkrir mánuðir þar sem þetta var hyped í botn. Ég var fyrir stuttu að furða mig á því afhverju kortin væru ekki komin í sölu, en núna er skýringin komin.

Mikið svekkelsi, en sýnir virkilega hvað þessi tækni er erfið, svona high-end microchips.

Sá umfjöllunarvídjó á youtube um ástand microchip tækni hjá rússum og kínverjum og þeir eru langt á eftir þessum sem leiða í dag, rússland svona 20 árum á eftir, kína aðeins styttra en samt mjög langt.

En intel hefði átt að vera það fyrirtæki sem ætti að geta þetta, þeir eru með mjög þróaða tækni.

Re: Intel ARC búið að vera ?

Sent: Fös 25. Nóv 2022 22:37
af Sinnumtveir
appel skrifaði:Vá, bara nokkrir mánuðir þar sem þetta var hyped í botn. Ég var fyrir stuttu að furða mig á því afhverju kortin væru ekki komin í sölu, en núna er skýringin komin.

Mikið svekkelsi, en sýnir virkilega hvað þessi tækni er erfið, svona high-end microchips.

Sá umfjöllunarvídjó á youtube um ástand microchip tækni hjá rússum og kínverjum og þeir eru langt á eftir þessum sem leiða í dag, rússland svona 20 árum á eftir, kína aðeins styttra en samt mjög langt.

En intel hefði átt að vera það fyrirtæki sem ætti að geta þetta, þeir eru með mjög þróaða tækni.


Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar. Á þessu stigi held ég að alveg sé óhætt að líta á þessar dauðasögur
sem hreinræktaðan uppspuna. Intel hefur lagt gríðarlega mikið í grafísku kortin hvort sem litið er til vélbúnaðar
eða hugbúnaðar. Þessi kort sem nú eru í sölu áttu að koma á markað fyrir, tja ef ég man rétt, tveimur árum
og geta kortanna ber því vitni.

Intel lenti í vandræðum með framleiðsluna (eins og annað þar á bæ) og hugbúnaðarþróunin og slípunin dróst
og dróst. Af því sem ég hef lesið er hugbúnaðurinn nú kominn, eiginlega, furðu langt. Næsta kynslóð korta er
svo rétt handan við hornið, þeas 2023 og að 3ja kynslóð gæti komið út 2024.

Semsagt, örvæntið eigi ef þér hafið skjákortsvæntingar til Intel, amk ekki strax :)

Re: Intel ARC búið að vera ?

Sent: Lau 26. Nóv 2022 00:06
af jonsig
Já, vonandi. Annars alveg hættur að taka mark þeim með öll þessi sölu hype sín.

Re: Intel ARC búið að vera ?

Sent: Lau 26. Nóv 2022 00:19
af urban
Sinnumtveir skrifaði:
Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar. Á þessu stigi held ég að alveg sé óhætt að líta á þessar dauðasögur
sem hreinræktaðan uppspuna. Intel hefur lagt gríðarlega mikið í grafísku kortin hvort sem litið er til vélbúnaðar
eða hugbúnaðar.
Þessi kort sem nú eru í sölu áttu að koma á markað fyrir, tja ef ég man rétt, tveimur árum
og geta kortanna ber því vitni.

Intel lenti í vandræðum með framleiðsluna (eins og annað þar á bæ) og hugbúnaðarþróunin og slípunin dróst
og dróst. Af því sem ég hef lesið er hugbúnaðurinn nú kominn, eiginlega, furðu langt. Næsta kynslóð korta er
svo rétt handan við hornið, þeas 2023 og að 3ja kynslóð gæti komið út 2024.

Semsagt, örvæntið eigi ef þér hafið skjákortsvæntingar til Intel, amk ekki strax :)


Vissulega, gallinn er bara að hin fyrirtækin tvö eru að gera það líka og hafa gert í tugi ára.

Auðvitað þarf að slaka aðeins á að segja að þessi framleiðsla sé bara dauð núþegar, en miðað við hina og þessa á youtube sem að hafa þessi kort, þá eru þau bara langt frá því að vera nógu góð.

Því miður, vegna þess að það þarf alveg endilega meiri samkeppni.