Síða 1 af 1
Blossi úr aflgjafa
Sent: Lau 17. Des 2022 17:30
af mikkimás
Sælir.
Ég þurfti að færa turninn minn í dag, tók allt úr sambandi, kom snúrum betur fyrir o.s.frv.
Svo þegar ég sting ég snúrunni inn í PSU kemur blossi úr honum. N.b. það var slökkt á honum og það sló ekkert út.
Mistökin voru kannski að snúran var þegar tengd beint í vegginn, en ég hélt að það skipti ekki máli því það væri svissað af.
Ég prófaði nokkrum sinnum að tengja fyrst við PSU og svo í vegginn, og samt kom þessi blossi.
Svo prófaði ég að tengja í gegnum fjöltengi með aðeins tölvuna tengda, og þá enginn blossi. Ég svissaði á hann og kveikti á tölvunni og hún fór í gang án vandræða.
Svo prófaði ég að skipta um snúru og tengja við aðra dós. Aftur blossi.
Nú kemur alltaf blossi þegar ég tengi við vegg eða kveiki á fjöltenginu, og ég hef litla löngun í að svissa á PSU.
Getur verið að ég hafi skemmt eitthvað þegar ég tók snúruna úr upphaflega? Hún var frekar stíf í. Eða að það hafi farið ryk á óheppilegan stað þegar ég blés úr turninum? Ég bara veit ekki hvað hefur gerst.
Þetta er ekki það sem ég þurfti korteri fyrir jól.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Lau 17. Des 2022 21:46
af TheAdder
Ég er enginn sérfræðingur í rafeindavirkjun, en ég myndi giska á að mögulega geti verið farinn þéttir í aflgjafanum hjá þér, ekkert sem þú hefur gert olli því, ef hann er farinn þá er hann bara farinn með tímanum.
Ef ég hef rétt fyrir mér, þá giska ég á að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu alveg í núinu, en ég myndi athuga með að skipta aflgjafanum út svona í nánustu framtíð.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 08:07
af mikkimás
TheAdder skrifaði:Ég er enginn sérfræðingur í rafeindavirkjun, en ég myndi giska á að mögulega geti verið farinn þéttir í aflgjafanum hjá þér, ekkert sem þú hefur gert olli því, ef hann er farinn þá er hann bara farinn með tímanum.
Ef ég hef rétt fyrir mér, þá giska ég á að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu alveg í núinu, en ég myndi athuga með að skipta aflgjafanum út svona í nánustu framtíð.
Gæti vel verið.
Er að velta fyrir mér hvort það hafi verið mistök að vera með aflgjafann tengdan beint við vegg en ekki með fjöltengi með rofa á milli. Ég hélt að það nægði að svissa af aflgjafanum sjálfum.
Það kom blossi en ég kveikti samt á tölvunni og allt virðist í lagi.
Ég versla samt aflgjafa í næstu viku. Er þetta nokkuð annað en plug-and-play, þ.e.a.s. fyrir utan að grafa þann gamla úr turninum?
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 09:48
af jonsig
Hvaðan kom blossinn ?! Er þetta að koma úr innstungunni ?
Ef þú ert með þriggja póla innstungu (með jarðsnertu) og ert að stinga í samband við pottþétt jarðtengda innstungu þá er útleiðsla líklega ekki að fara drepa þig. Hinsvegar getur komið svakaleg sprenging og læti sem gæti brugðið manni all svakalega.
Venjulega ef PSU deyr ,þá kemur bara einn kvellur síðan ekki söguna meir því það er einnota bræðivar inní þeim.
Ef þú stingur strax aftur í samband eftir "neistann" og ekkert gerist, myndi segja manni að þá eru afgáruþéttarnir að valda þessu. Þeir haldast hlaðnir í nokkrar sekúntur eftir að hafa verið hlaðnir. Og margar klst á ódýrum Aflgjöfum.
Annars gæti verið eitthvað rusl ofaní aflgjafanum eða einhver íhlutur er að neista, frekar ólíklegt. En best að hætta að nota aflgjafan ef það er málið.
Getur þú tekið video eða mynd af neistanum ? Þá ætti ég að geta sagt þér hvað er í gangi.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 10:05
af mikkimás
Sæll.
Þessi blossi kom úr aflgjafanum sjálfum. Það er pottþétt jarðtenging í veggnum.
Ég kaupi aflgjafa við fyrsta tækifæri, en fyrir forvitnissakir skal ég taka video næst þegar ég kveiki á tölvunni.
Takk fyrir öll svörin.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 10:11
af TheAdder
Það er btw engin ástæða til þess að hafa frekar fjöltengi á milli tengils í vegg og aflgjafa, ekki nema þú sért með Surge protector fjöltengi.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 13:56
af Hlynzi
Það svona fer eftir því hvar blossinn er að koma, ég reglulega lendi í smá skruðningum (hef nú ekki orðið var við blossa samt) þegar ég set PSU í samband, hvort hann er að hlaða upp þétti t.d. það er almennt betra að tengja tölvuna fyrst og síðan setja í samband (ef það er rofi einhversstaðar á milli er best að hafa slökkt á honum og kveikja þegar snúran er tengd), en fyrst hann virkar eftir þetta grunar mig að það sé ekkert að honum, en væri áhugavert að sjá video af þessu.
Re: Blossi úr aflgjafa
Sent: Sun 18. Des 2022 14:23
af jonsig
Hlynzi skrifaði:Það svona fer eftir því hvar blossinn er að koma, ég reglulega lendi í smá skruðningum (hef nú ekki orðið var við blossa samt) þegar ég set PSU í samband, hvort hann er að hlaða upp þétti t.d. það er almennt betra að tengja tölvuna fyrst og síðan setja í samband (ef það er rofi einhversstaðar á milli er best að hafa slökkt á honum og kveikja þegar snúran er tengd), en fyrst hann virkar eftir þetta grunar mig að það sé ekkert að honum, en væri áhugavert að sjá video af þessu.
Líklegra lóðning að klikka, skruðningar í þétti sem er á síðustu metrunum varir stutt og endar með látum.
FIY þá er mesta stressið á aflgjafanum þegar hann er settur í samband eftir að bulk þéttarnir fá að tæmast. Nema þú sért auðvitað að reyna keyra 3x3080Ti í SLI með 600W psu.