Síða 1 af 1

PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Mið 11. Jan 2023 17:07
af peturthorra
PS5 tölvan mín sem ég hef átt síðan desember 2020 (keypt í Elko) var bönnuð í dag án útskýringa, ekkert mail ekkert heyrt.
Svo ég hef verið að reyna að leita ráða hvernig sé hægt að fá svör, fór í gegnum chattið og það tók ekki nema 45 mín að fá samband við manneskju sem sagði mér að hún gæti ekki supportað mig þar sem accountinn minn væri ekki í USA.
Ath: Accountinn minn er ekki bannaður, en vélin er það og er sumsé ekki hægt að logga sig inn á PSN með neinum account.
Hvernig er hægt að hafa samband við þetta blessaða lið hjá "Sony" Playstation?

Re: PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Mið 11. Jan 2023 17:22
af Atvagl
Góða fólkið hjá Senu hefur aðstoðað mig við áður með Playstation account vesen.

Á þessum hlekk stendur Playstation 4, en þau hljóta að geta hjálpað þér alveg jafn mikið með PS5.
Gangi þér vel!

Re: PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Mið 11. Jan 2023 17:38
af appel
Þetta er nú bara brot á neytendarétti myndi ég telja, eiginlega bara vörusvik. Búið að selja þér vöruna, og svo "slökkva" þeir á henni svo hún sé ónothæf án útskýringa.

En ertu viss um að svo sé í pottinn búið? Að þetta sé ekki eitthvað annað vandamál, t.d. network issue?

https://www.youtube.com/watch?v=Pg8lWN6ny_U

Kannski þarftu eitthvað að fikta í network stillingum, reyna resetta eitthvað.

Re: PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Fim 12. Jan 2023 09:26
af oliuntitled
PS vísar á Senu fyrir Ísland

https://www.playstation.com/en-is/support/

Re: PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Fim 12. Jan 2023 10:30
af fedora1
tjékkaðu á hvort þú sért á einhverjum bann listum.
ef einhver tölva á netinu þínu er með vírus eða opinn proxy gæti ip talan þín lent á lista. lenti í að ps5 hætti að geta downloadað uppfærslum eftir config issue hja mer.
lagaði, fékk mér nýja iptölu og þá virkaði þetta.

Re: PS5 bönnuð og veit ekki afhverju

Sent: Fim 12. Jan 2023 19:00
af peturthorra
Takk fyrir viðbrögðin!
Ég er búinn að heyra í Senu og þeir ætla að rannsaka málið.
Vonandi kemur eitthvað gott út úr því :popeyed