Sækja gögn af "biluðum" disk

Skjámynd

Höfundur
neydarkallinn
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 01. Nóv 2013 14:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sækja gögn af "biluðum" disk

Pósturaf neydarkallinn » Mið 11. Jan 2023 17:39

Hæhæ,

Ég er með harðan disk (gamall sata, 3tb) sem er fullur af mestmegnis drasli sem mér er alveg sama um.

En þar er ein mappa með gömlum ljósmyndum sem mér er vænt um hluta af.

Það gengur mjög erfiðlega að afrita þetta yfir á annan disk þar sem þessi er bilaður þó ég komist inn í flestar möppurnar.

Er einhver sem tekur svona að sér? Fagaðili eða einstaklingar?

Mbk,
S



Skjámynd

Höfundur
neydarkallinn
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 01. Nóv 2013 14:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sækja gögn af "biluðum" disk

Pósturaf neydarkallinn » Mið 11. Jan 2023 17:43

Tek það kannski fram að þótt einstaka myndir séu beyond saving þá er það í lagi. Vill bara síður glata öllu.



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 784
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Sækja gögn af "biluðum" disk

Pósturaf jericho » Fim 12. Jan 2023 11:22




5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 910
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sækja gögn af "biluðum" disk

Pósturaf methylman » Fim 12. Jan 2023 12:44

Geturðu tengt diskinn með SATA og straumtengi við PC vél og keyrt R-Studio https://www.r-studio.com/ gæti borgað sig að kaupa þennan hugbúnað bara 50$ ég notaði þetta mikið hér á árum áður. Þá gat ég valið file type og látið endurheimta eingöngu myndir ef það var beiðni um þannig vinnu. Mæli með þessu :-)


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sækja gögn af "biluðum" disk

Pósturaf jonsig » Fim 12. Jan 2023 17:16

Er diskurinn dauður ? eða er hann að hiksta ?

Mér var kennt í den af reynslubolta að frysta diskinn áður en þú setur hann í tölvuna og þetta prófaði ég á disk sem hikstaði og nái öllu af honum í hollum. Auðvitað virkar þetta eins og grín en greinilega stundum amk.

Ef diskurinn er steindauður þá eru ágæts líkur á að laga hann eins og ef t.d. PSU hefur drepist og tekið diskinn með sér.