Möguleg ný leikjatölva


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 10:59

Daginn

Nú er ég að pæla í að uppfæra tölvuna hjá mér sem er orðin forngripur.
Hún inniheldur i5-3570k og rx580 skjákort.
Ætla mér líklegast að versla alveg nýja tölvu í vor og er svona að pæla mikið hvað maður ætti að fara í nákvæmlega.
Hafði hugsað mér eitthvað til framtíðar sem ég þarf ekki að vera að uppfæra endalaust þannig DDR5 er leiðin sem ég hafði hugsað mér.
Þessi vél yrði aðallega notuð fyrir leiki, hafði hugsað mér um 300 k í þetta.
Ég var búinn að taka eftirfarandi saman en er endilega að leita að uppástungum hvernig væri hægt að hafa þetta öðruvísi.
Eins og er 3080 kort kannski overkill og nóg að hafa 3070?
Er ryzen 5 7600x nóg?
Ætti ekki að þurfa að hafa örgjörvan yfirklukkanlegan, var með 15 og yfirklukkaði hann aldrei t.d.

Örgjörvi - Ryzen 7 7700 - https://www.computer.is/is/product/orgj ... c-16t-40mb - 57.900 kr
Vinnsluminni - G.Skill 32GB (2x16GB) Flare X5 6000MHz DDR5 https://kisildalur.is/category/10/products/2791 - 33.500 kr
Móðurborð - ASRock B650M-HDV/M.2 µATX AM5 https://kisildalur.is/category/8/products/3011 - 32.500 kr
Skjákort Palit GeForce RTX 3080 GamingPro LHR 10GB - https://kisildalur.is/category/12/products/1806 - 149.500 kr
SSD 1TB Samsung 980 M.2 NVM Express SSD https://kisildalur.is/category/11/products/2145 - 14.900 kr
Gamemax Fortress TG ATX turnkassi https://kisildalur.is/category/14/products/1396 - 15.500 kr
Be quiet! System Power 10 750W https://kisildalur.is/category/15/products/3005 - 17.500 kr
Deepcool LE500 MARRS vatnskæling https://kisildalur.is/category/13/products/2826 - 16.500 kr

Þetta er 337 þúsund kall
Ég á svosem eldgamlan tölvukassa Coolermaster 690 2 advanced sem ég gæti endurnotað og sparað þá þennan 15.500 kall
Síðast breytt af Vaktari á Mán 03. Apr 2023 11:00, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf TheAdder » Mán 03. Apr 2023 11:54

Sæll, ég myndi ráðleggja þér að bakka aðeins með AMD og fara niður í 5800X3D, hann er á svipuðu verði og 7700 örgjörvinn, en minnið og móðurborðið er ódýrara. Og ég veit ekki betur en hann sé betri í leikjum en 7700.
Ég myndi svo skoða að fara í RTX 4070Ti eða RX 7900XT kort í staðinn fyrir 3800, þau eru að mínu mati betri kaup í dag, þó þau séu um 30 þúsund dýrari.
Að öðru leiti sýnist mér þessi pakki vera fínn hjá þér.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 12:13

TheAdder skrifaði:Sæll, ég myndi ráðleggja þér að bakka aðeins með AMD og fara niður í 5800X3D, hann er á svipuðu verði og 7700 örgjörvinn, en minnið og móðurborðið er ódýrara. Og ég veit ekki betur en hann sé betri í leikjum en 7700.
Ég myndi svo skoða að fara í RTX 4070Ti eða RX 7900XT kort í staðinn fyrir 3800, þau eru að mínu mati betri kaup í dag, þó þau séu um 30 þúsund dýrari.
Að öðru leiti sýnist mér þessi pakki vera fínn hjá þér.


Þú ert semsagt að meina að fara frekar niður í DDR4 og eiga þá hættu á því að þurfa að uppfæra eftir 2 ár?
Er ekki DDR5 meira svona future proof upp á að þurfa ekkert að fara i einhverjar rosa uppfærslur á næstunni?
Er ekki beint að leitast eftir því að þurfa að uppfæra eftir 2-3 ár.
Annars er ég persónulega ekki búinn að skoða þetta 110% en auðvitað að leitast eftir ráðleggingum með þetta, þar sem ég setti mína eigin vél saman bara 2012 síðast... uppfært upprunalega kortið mitt sem ég var með í rx580.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB

Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 975
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 366
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Templar » Mán 03. Apr 2023 13:28

Það er rétt hjá Adder að 5800X3D er betri í leikina en þú ert ekki með upgrade path, ég sjálfur myndi fá mér 7700 því það er upgrade path EN Adder hefur lög að mæla, fólk uppfærir á 3-4 ára fresti og 5800X3D er við slíkar aðstæður í raun betri kaup þrátt fyrir að uppfærast ekki.
Myndi að því sögðu kaupa allt í Kísildalnum, láta þá setja þetta saman fyrir þig svo þú hafir aðgang að þeirra frábæru þjónustu.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf TheAdder » Mán 03. Apr 2023 13:31

Vaktari skrifaði:
TheAdder skrifaði:Sæll, ég myndi ráðleggja þér að bakka aðeins með AMD og fara niður í 5800X3D, hann er á svipuðu verði og 7700 örgjörvinn, en minnið og móðurborðið er ódýrara. Og ég veit ekki betur en hann sé betri í leikjum en 7700.
Ég myndi svo skoða að fara í RTX 4070Ti eða RX 7900XT kort í staðinn fyrir 3800, þau eru að mínu mati betri kaup í dag, þó þau séu um 30 þúsund dýrari.
Að öðru leiti sýnist mér þessi pakki vera fínn hjá þér.


Þú ert semsagt að meina að fara frekar niður í DDR4 og eiga þá hættu á því að þurfa að uppfæra eftir 2 ár?
Er ekki DDR5 meira svona future proof upp á að þurfa ekkert að fara i einhverjar rosa uppfærslur á næstunni?
Er ekki beint að leitast eftir því að þurfa að uppfæra eftir 2-3 ár.
Annars er ég persónulega ekki búinn að skoða þetta 110% en auðvitað að leitast eftir ráðleggingum með þetta, þar sem ég setti mína eigin vél saman bara 2012 síðast... uppfært upprunalega kortið mitt sem ég var með í rx580.


Ráðleggingin hjá mér byggir á að gamla tölvan hjá þér er ekki beint nýleg, það bendir mér á að þú sért líklegast ekki að leitast eftir uppfærslum reglulega, frekar pakka sem endist í 5-10 ár, og svo skipta öllu út aftur. Á þeim tíma ertu ekki að fara að nýta móðurborð aftur og líklegast ekki minnið, ef DDR5 verður ennþá nýjast þá, þá verður 6000MTU minni alveg pottþétt frekar úrelt. Ef þú vilt fara í meira afl en DDR4/5900X3D samsetning, þá myndi ég mæla með i7 13700K eða doka aðeins og athuga með 7800X3D.
Ef hins vegar þú sérð frá á að uppfæra nýju tölvuna reglulega, þá held ég, miðað við seinustu socket kyndslóð, að AM5 myndi henta vel í það. En þá myndi ég frekar fara í X týpu en A eða B týpu upp á meiri stuðning í framtíðinni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 13:36

Templar skrifaði:Það er rétt hjá Adder að 5800X3D er betri í leikina en þú ert ekki með upgrade path, ég sjálfur myndi fá mér 7700 því það er upgrade path EN Adder hefur lög að mæla, fólk uppfærir á 3-4 ára fresti og 5800X3D er við slíkar aðstæður í raun betri kaup þrátt fyrir að uppfærast ekki.
Myndi að því sögðu kaupa allt í Kísildalnum, láta þá setja þetta saman fyrir þig svo þú hafir aðgang að þeirra frábæru þjónustu.


Takk fyrir svarið
Nú kannski sé ég mögulega ekki fram á að ég sé að fara að uppfæra eftir 3-4 ár. Sambærilegt við vélina sem ég átti að það er örgjörvi sem er release ár 2012 og er búinn að hafa hann síðan. En mögulega væri ég samt til í að hafa uppfærslu möguleika en ekki þannig að maður þyrfti mögulega að skipta út móðurborði og örgjörva,vinnsluminni eða eitthvað slíkan pakka.
Síðast breytt af Vaktari á Mán 03. Apr 2023 13:37, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf TheAdder » Mán 03. Apr 2023 13:45

Vaktari skrifaði:
Templar skrifaði:Það er rétt hjá Adder að 5800X3D er betri í leikina en þú ert ekki með upgrade path, ég sjálfur myndi fá mér 7700 því það er upgrade path EN Adder hefur lög að mæla, fólk uppfærir á 3-4 ára fresti og 5800X3D er við slíkar aðstæður í raun betri kaup þrátt fyrir að uppfærast ekki.
Myndi að því sögðu kaupa allt í Kísildalnum, láta þá setja þetta saman fyrir þig svo þú hafir aðgang að þeirra frábæru þjónustu.


Takk fyrir svarið
Nú kannski sé ég mögulega ekki fram á að ég sé að fara að uppfæra eftir 3-4 ár. Sambærilegt við vélina sem ég átti að það er örgjörvi sem er release ár 2012 og er búinn að hafa hann síðan. En mögulega væri ég samt til í að hafa uppfærslu möguleika en ekki þannig að maður þyrfti mögulega að skipta út móðurborði og örgjörva,vinnsluminni eða eitthvað slíkan pakka.

Þá myndi ég ráðleggja þér að doka eftir 7800X3D ef það er möguleiki fyrir þig, annars að taka 7600X, þó hann sé bara 6 kjarna þá er hann örlítið hraðari en 7700 á hverjum kjarna og ætti því ekki að vera síðri en 7700 í leikjum í dag.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 13:52

TheAdder skrifaði:
Vaktari skrifaði:
Templar skrifaði:Það er rétt hjá Adder að 5800X3D er betri í leikina en þú ert ekki með upgrade path, ég sjálfur myndi fá mér 7700 því það er upgrade path EN Adder hefur lög að mæla, fólk uppfærir á 3-4 ára fresti og 5800X3D er við slíkar aðstæður í raun betri kaup þrátt fyrir að uppfærast ekki.
Myndi að því sögðu kaupa allt í Kísildalnum, láta þá setja þetta saman fyrir þig svo þú hafir aðgang að þeirra frábæru þjónustu.


Takk fyrir svarið
Nú kannski sé ég mögulega ekki fram á að ég sé að fara að uppfæra eftir 3-4 ár. Sambærilegt við vélina sem ég átti að það er örgjörvi sem er release ár 2012 og er búinn að hafa hann síðan. En mögulega væri ég samt til í að hafa uppfærslu möguleika en ekki þannig að maður þyrfti mögulega að skipta út móðurborði og örgjörva,vinnsluminni eða eitthvað slíkan pakka.


Þá myndi ég ráðleggja þér að doka eftir 7800X3D ef það er möguleiki fyrir þig, annars að taka 7600X, þó hann sé bara 6 kjarna þá er hann örlítið hraðari en 7700 á hverjum kjarna og ætti því ekki að vera síðri en 7700 í leikjum í dag.


Takk fyrir svarið, ég myndi í raun ekkert fara í þetta fyrr en mánaðarmót maí/júní líklegast.
Þá væri ég svosem bara með 300k þak í gangi fyrir þetta. Þannig eitthvað þyrfti eflaust að taka smá skell af því eflaust.
En þetta eru auðvitað bara pælingar hjá mér þangað til og flott að fá ráð frá öðrum svona sem hafa verið mun meira inn í svona tölvuíhlutum nýlega.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


KristinnK
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf KristinnK » Mán 03. Apr 2023 14:53

Annað sem ég myndi hafa í huga eru nýju skjákortin sem eru að fara að koma í þessum verðflokki í vor og sumar. T.d. mun 4070 kortið koma 13. apríl samkvæmt orðrómum, og á bæði að vera öflugra og ódýrara en 3080. Svarið frá AMD við því korti mun svo líklega koma innan tveggja eða þriggja mánaða hugsanlega vera ennþá betri díll.

Ef það liggur ekki á myndi ég bíða haustsins.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 15:01

KristinnK skrifaði:Annað sem ég myndi hafa í huga eru nýju skjákortin sem eru að fara að koma í þessum verðflokki í vor og sumar. T.d. mun 4070 kortið koma 13. apríl samkvæmt orðrómum, og á bæði að vera öflugra og ódýrara en 3080. Svarið frá AMD við því korti mun svo líklega koma innan tveggja eða þriggja mánaða hugsanlega vera ennþá betri díll.

Ef það liggur ekki á myndi ég bíða haustsins.



Liggur svosem ekkert á alveg hægt að bíða i nokkra mánuði til viðbótar miðað við öll þessi ár.
En ekki það að maður geti endalaust beðið eftir nýju og ákveðnu hardware
Svo fyrir utan það er budget svona 300 k ekki meira en það. Þannig 180 k kort er kannski ekki að fitta i það budget
Síðast breytt af Vaktari á Mán 03. Apr 2023 16:50, breytt samtals 2 sinnum.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 03. Apr 2023 17:28

Verandi sjálfur endalaust í þessum "wait for best price/performance" þá þá er ekki vitlaust að skoða AM5 platform þó menn segja þau "dýrari"

7600X er þrusu örgjörvi út af fyrir sig og er að koma svipað út í benchmark miðað 5800X3D
- https://www.techspot.com/review/2592-ry ... zen-7600x/

Þú gætir td sparað í kælingu og farið í aircool og tekið í staðinn gen4 nvme disk.

Skjákort er eitthvað sem auðvelt er að skipta út seinna þegar eitthvað betra kemur og því vel hægt að velja eitthvað sem er betra fyrir budgetið þar heldur en að þurfa að splæsa í DDR5 build seinna.

Sama gildir um CPU ef þú ferð í AM5 build.

Allt er þetta auðvitað þitt val á endanum, hvar viltu hafa easy upgrade'ability

PS ég var sjálfur að setja nýtt build í eeeeeld gamlan Antec P150 kassa, á meðan búnaðurinn fittar þá úreldist skelin ekki.


IBM PS/2 8086


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mán 03. Apr 2023 18:13

gRIMwORLD skrifaði:Verandi sjálfur endalaust í þessum "wait for best price/performance" þá þá er ekki vitlaust að skoða AM5 platform þó menn segja þau "dýrari"

7600X er þrusu örgjörvi út af fyrir sig og er að koma svipað út í benchmark miðað 5800X3D
- https://www.techspot.com/review/2592-ry ... zen-7600x/

Þú gætir td sparað í kælingu og farið í aircool og tekið í staðinn gen4 nvme disk.

Skjákort er eitthvað sem auðvelt er að skipta út seinna þegar eitthvað betra kemur og því vel hægt að velja eitthvað sem er betra fyrir budgetið þar heldur en að þurfa að splæsa í DDR5 build seinna.

Sama gildir um CPU ef þú ferð í AM5 build.

Allt er þetta auðvitað þitt val á endanum, hvar viltu hafa easy upgrade'ability

PS ég var sjálfur að setja nýtt build í eeeeeld gamlan Antec P150 kassa, á meðan búnaðurinn fittar þá úreldist skelin ekki.


Takk fyrir svarið

Er 3080 bara orðið úrelt í raun eftir þessi 2 ár síðan þetta kom út?
Ég væri svosem alltaf að horfa í DDR5 vél
Auðveld uppfærsla væri þá eflaust annaðhvort örgjörvi eða skjákort en myndi helst vilja geta sleppt því en haft samt möguleika á því


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1217
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 98
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf nonesenze » Mán 03. Apr 2023 20:43

svo kemur ddr6 út eftir 2 ár, verður þetta allt ekki orðið úrelt þá?


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Bequiet straight 1200w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 611
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 95
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Dr3dinn » Mán 03. Apr 2023 20:47

sæll.

Grundvallar spurning hver er notkunin á þessari vél? Hvernig leikir etc ef þeir eru spilaðir.

Myndi velja parts út frá því líka ekki bara budgeti.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Þri 04. Apr 2023 00:10

nonesenze skrifaði:svo kemur ddr6 út eftir 2 ár, verður þetta allt ekki orðið úrelt þá?


Það er auðvitað eitthvað sem á við allt í þessum bransa.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Þri 04. Apr 2023 00:14

Dr3dinn skrifaði:sæll.

Grundvallar spurning hver er notkunin á þessari vél? Hvernig leikir etc ef þeir eru spilaðir.

Myndi velja parts út frá því líka ekki bara budgeti.


Mun pottþétt spila CS2. Gamall source spilari
Hugsað mér COD líka, Battlefield, rocket league,
Svo eflaust eitthvað meira sem dettur ekki til hugar akkúrat núna, enda ekki von þegar maður hefur ekki haft vél til að spila eitthvað annað af viti nema cs:go i low settings


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6419
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 280
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf gnarr » Þri 04. Apr 2023 00:37

Vaktari skrifaði:Mun pottþétt spila CS2. Gamall source spilari
Hugsað mér COD líka, Battlefield, rocket league,
Svo eflaust eitthvað meira sem dettur ekki til hugar akkúrat núna, enda ekki von þegar maður hefur ekki haft vél til að spila eitthvað annað af viti nema cs:go i low settings


Ef CS skiptir þig einhverju máli, þá viltu 7000 línuna og alsekki X3D. CS er roslega vel optimized, bæði CS:GO og CS2 og hann nýtir X3D nákvæmlega ekki neitt. CS er meira að segja hægari á 5800X3D heldur en 5800X eða 7800X3D heldur en 7800X, vegna þess að það er hærri klukkutíðni á X útgáfunum en X3D.

7600 er circa 30-35% hraðari en 5800X3D í CS:GO.

336624169_1015922596479585_5143346725753425462_n.png
336624169_1015922596479585_5143346725753425462_n.png (128.99 KiB) Skoðað 5488 sinnum

336604727_1244618102848155_70381842098921819_n.png
336604727_1244618102848155_70381842098921819_n.png (240.29 KiB) Skoðað 5488 sinnum
Síðast breytt af gnarr á Þri 04. Apr 2023 00:39, breytt samtals 1 sinni.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 975
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 366
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Templar » Þri 04. Apr 2023 07:15

DDR6 kemur út eftir ca. 5-6 ár sem nothæft fyrir neytendur, verið að leggja línurnar nú þegar en DDR 5 verður í einhver ár áfram og eflaust lengur en mönnum grunar því að bandvíddinn er það mikil í því að þörfin fyrir uppfærslur hjá notendum verður eflaust ekki til staðar fyrr en 2030+, allir að hætta með DDR4 móðurborðin hins vegar núna hægt og rólega því að framleiðslukostnaður á DDR5 hefur fallið hraðar en flestir áttu von á.

Um að gera að taka tillit til þess sem er að koma út nýtt og mögulega kaupa ekki high end búnað 3 vikum áður en næsta kynslóð kemur en fyrir utan það þá ef menn ætla að bíða eftir því nýjasta þá bíða menn endalaust.
Þú ert í þeirri frábæru stöðu sem að frjálsi kapítalisminn hefur fært þér, þú hefur nokkra kosti um búnað sem var aðeins vísindaskáldsaga fyrir nokkrum áratugum og allir kostirniru eru frábærir, til hamingju að lifa á bestu tímum mankynsins.
Viðbót: Var að lesa fyrr í dag um DDR5 og næstu skref, það kemur nýtt skref sem fellur undir DDR5 staðalinn sem mun gera hann langlífann sem er gott fyrir iðnaðinn og neytendur, DDR5 fær viðbætur á næstu árum sem mun tvöfalda hraðann, erum að tala um allt að DDR 17400 MT/s.
DDR 6 mun því vera í gangi á sama tíma rétt eins og GDDR6X er í gangi núna sem VRAM osf. DDR5 er og verður consumer RAM í mörg ár greinilega.
Síðast breytt af Templar á Þri 04. Apr 2023 17:36, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| 14900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Trihard » Þri 04. Apr 2023 08:23

Hérna geturðu sparað þér 60 þús kall á 3080 kortinu: https://www.ebay.com/itm/256029804761?e ... Q&LH_BIN=1

$520 (kortið + flutningskostnaður). $520*1.24 = $645 USD ( 24% VAT ) = 89.000 kr.
Í flestum tilfellum er ekkert að notuðum búnaði ég keypti mér notað RTX A4000 kort af Ebay þar sem hvorki Advania né Origo flytja þetta inn fyrir mann nema í samsettum vélum.




Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mið 05. Apr 2023 10:54

Templar skrifaði:DDR6 kemur út eftir ca. 5-6 ár sem nothæft fyrir neytendur, verið að leggja línurnar nú þegar en DDR 5 verður í einhver ár áfram og eflaust lengur en mönnum grunar því að bandvíddinn er það mikil í því að þörfin fyrir uppfærslur hjá notendum verður eflaust ekki til staðar fyrr en 2030+, allir að hætta með DDR4 móðurborðin hins vegar núna hægt og rólega því að framleiðslukostnaður á DDR5 hefur fallið hraðar en flestir áttu von á.

Um að gera að taka tillit til þess sem er að koma út nýtt og mögulega kaupa ekki high end búnað 3 vikum áður en næsta kynslóð kemur en fyrir utan það þá ef menn ætla að bíða eftir því nýjasta þá bíða menn endalaust.
Þú ert í þeirri frábæru stöðu sem að frjálsi kapítalisminn hefur fært þér, þú hefur nokkra kosti um búnað sem var aðeins vísindaskáldsaga fyrir nokkrum áratugum og allir kostirniru eru frábærir, til hamingju að lifa á bestu tímum mankynsins.
Viðbót: Var að lesa fyrr í dag um DDR5 og næstu skref, það kemur nýtt skref sem fellur undir DDR5 staðalinn sem mun gera hann langlífann sem er gott fyrir iðnaðinn og neytendur, DDR5 fær viðbætur á næstu árum sem mun tvöfalda hraðann, erum að tala um allt að DDR 17400 MT/s.
DDR 6 mun því vera í gangi á sama tíma rétt eins og GDDR6X er í gangi núna sem VRAM osf. DDR5 er og verður consumer RAM í mörg ár greinilega.



Takk fyrir svarið, það er frábært. Þá ætti það að vera auðveldari ákvörðun að fara bara i DDR5 þótt það sé örlítið dýrari kostur.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mið 05. Apr 2023 10:54

Trihard skrifaði:Hérna geturðu sparað þér 60 þús kall á 3080 kortinu: https://www.ebay.com/itm/256029804761?e ... Q&LH_BIN=1

$520 (kortið + flutningskostnaður). $520*1.24 = $645 USD ( 24% VAT ) = 89.000 kr.
Í flestum tilfellum er ekkert að notuðum búnaði ég keypti mér notað RTX A4000 kort af Ebay þar sem hvorki Advania né Origo flytja þetta inn fyrir mann nema í samsettum vélum.


Takk fyrir ábendinguna.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Mið 12. Apr 2023 15:18

Hvaða skjákort ætti maður eiginlega að fá sér? Sem væri kannski kringum 150 k
Ég einhvernveginn næ engan veginn að ákveða radeon eða nvidia.
Hvort það væri 3000 línan eða 4000 frá nvidia eða fara bara i radeon 6800 eða 7... línuna

Einnig er þorandi að versla íhluti frá t.d. usa eða annarstaðar ef það endar ódýrara en hérna heima?
Síðast breytt af Vaktari á Mið 12. Apr 2023 23:45, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf TheAdder » Fös 14. Apr 2023 11:18

Með fjárhagsáætlun upp á 150 þúsund, þá myndi ég mæla með RTX 4070. 180 þúsund, myndi ég mæla með RX 7900 XT.
Ég efast um að það borgi sig að versla erlendis frá í dag, ekki nema þú eða einhver sem þú þekkir sé á ferðinni og geti gripið með sér.
4070 hefur mér sýnst vera að standa sig svipað og 3080 í dag, en hafa vinninginn með DLSS 3. (Nema minnið sé að bregðast mér)


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 229
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf Vaktari » Fös 14. Apr 2023 11:58

TheAdder skrifaði:Með fjárhagsáætlun upp á 150 þúsund, þá myndi ég mæla með RTX 4070. 180 þúsund, myndi ég mæla með RX 7900 XT.
Ég efast um að það borgi sig að versla erlendis frá í dag, ekki nema þú eða einhver sem þú þekkir sé á ferðinni og geti gripið með sér.
4070 hefur mér sýnst vera að standa sig svipað og 3080 í dag, en hafa vinninginn með DLSS 3. (Nema minnið sé að bregðast mér)



Já sýnist 4070 vera á um 180 k eins og RX 7900 XT.
Þekki reyndar engan sem er akkúrat þar sem þetta væri ódýrara en hérna heima.
Er líka bara að pæla hvort það væri ekki vitleysa að fara að kaupa 3080 kort á 150 þúsund frekar en að eyða bara örlítið meira og fara þá upp í 180k fyrir þá nýrra kort.
Er ennþá að bíða og sjá hvað 7800X3D mun kosta hérna heima. Virðist enginn allavega vera kominn með það á verslun hjá sér.
Væri þá samt svona á milli steins og sleggju hvort maður ætti þá að taka 4070 eða frekar 7900 XT


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Möguleg ný leikjatölva

Pósturaf TheAdder » Fös 14. Apr 2023 12:11

Vaktari skrifaði:
TheAdder skrifaði:Með fjárhagsáætlun upp á 150 þúsund, þá myndi ég mæla með RTX 4070. 180 þúsund, myndi ég mæla með RX 7900 XT.
Ég efast um að það borgi sig að versla erlendis frá í dag, ekki nema þú eða einhver sem þú þekkir sé á ferðinni og geti gripið með sér.
4070 hefur mér sýnst vera að standa sig svipað og 3080 í dag, en hafa vinninginn með DLSS 3. (Nema minnið sé að bregðast mér)



Já sýnist 4070 vera á um 180 k eins og RX 7900 XT.
Þekki reyndar engan sem er akkúrat þar sem þetta væri ódýrara en hérna heima.
Er líka bara að pæla hvort það væri ekki vitleysa að fara að kaupa 3080 kort á 150 þúsund frekar en að eyða bara örlítið meira og fara þá upp í 180k fyrir þá nýrra kort.
Er ennþá að bíða og sjá hvað 7800X3D mun kosta hérna heima. Virðist enginn allavega vera kominn með það á verslun hjá sér.
Væri þá samt svona á milli steins og sleggju hvort maður ætti þá að taka 4070 eða frekar 7900 XT

4070 er á 150 þúsund, samanber:
https://kisildalur.is/category/12/products/3024

4070 Ti er svo á sama verði og 7900 XT. Af þessum þremur hefur mér sýnst 7900 XT bera almennt af, en dala í RT.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo