Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K


Höfundur
gunnihall
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 14. Apr 2023 17:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf gunnihall » Fös 12. Maí 2023 17:49

Ég ætla að setja saman tölvu með i9-13900K og RTX 4090. Ég hélt að ég væri búinn að velja alla íhluti og að allt væri á góðu róli þar til að ég áttaði mig á að setja saman kælingu og kassa er töluvert meira vesen en ég bjóst við.

Mér líst best á Liquid Freezer línuna frá Arctic og hafði ætlað mér að taka 360mm stærðina en tók þá eftir að 420mm stærðin er aðeins 5þús kr dýrari sem mér finnst vel þess virði ef það getur skofið af 3°C.
Þá fyrst fattaði ég hvað það eru fáir kassar sem koma 420mm radiator í toppinn. Meira að segja 360mm er of stór fyrir flesta kassa - sérstaklega þar sem ég hef hug á að kaupa G.Skill Trident vinnsluminni sem er 44mm hátt. Ég er meira hikandi við að taka stærri gerðina ef það kostar 30þús kr aukalega í stærri kassa.

Ég skoðaði Completed Builds á pcpartpicker og af þeim sem nota 420mm sýnist mér enginn hafa notað kassa sem verslanir hérlendis eru með til sölu.

Annars leist mér nokkuð vel á þennan frá Kísildal:
https://kisildalur.is/category/14/products/2661
Nema að ég er ekki viss um að ég komi fyrir nógu mörgum intake viftum til að halda positive pressure. Finn heldur ekki mikið af umsögnum um hann á netinu.

Ég hef aldrei sett saman tölvu í þessum gæðaflokki áður og hef notað Noctua NH-D15 í tæpan áratug. Ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti gefið mér góð ráð væri það afar vel þegið. Ég er þegar kominn með Thermalright Contact Frame sem ég vona að fari langleiðina með að halda hitastiginu í skefjum.

Ég ætla að fikta mig eitthvað áfram með yfirklukkun en það er ekkert sem ég mun alveg missa mig í.

Ætti ég að panta risa kassa að utan og setja 420mm í push+pull config í toppinn?
Eða eru þetta of miklar áhyggjur og ég gæti allt eins keypt ódýran kassa og skellt 360mm að framan og kallað það gott?



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1554
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 36
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf Benzmann » Fös 12. Maí 2023 19:17

Ég fór í Corsair 7000d kassa og Corsair h170 vatnskælingu, bætti við 3x auka viftum á vatnskælingun


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 316
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf Templar » Fös 12. Maí 2023 19:26

Kældu vel, það er svaka hiti frá kortinu í leikjum, mun meira en cpu. Nóg 360mm á 13900k, keyptu gott móðurborð svo þú getir undirvoltað, cpu er í kringum 90 til 110w í leikjum á meðan kortið er með 200 til 400w.

Push pull skefur aftur 5c, nota svo washer mod eða contact frame, 5c+ aftur þar. Góð kassa kæling gerir þetta svo skemmtilega hljóðlátt en super öflugt.


--
|| 13900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


agnarkb
Gúrú
Póstar: 535
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 81
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf agnarkb » Fös 12. Maí 2023 20:12



Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M

Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 316
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf Templar » Fös 12. Maí 2023 21:28

Annað sem þú getur gert er fyrir utan að undirvolta, eitthvað sem er mjög auðvelt og á flestum intel móðurborðum er tilbúið undirvolt því að Intel speccarnir eru svo langt yfir því sem þarf. Asus útskýrði þetta sem svo að Intel leyfði móðurborðsframleiðendum að framleiða mun verri borð en þeir gera, markaðurinn er hins vegar komin hraðar en Intel ætlaðist til. Auto volt fyrir 13900K í flestum tilfellum tekur unlimited notkun frá 320W niður í 270W. Svo er hægt að setja bara t.d. 225W cap með undervolt, færð fleiri FPS per W en AMD non 3d gummíburnir CPUs og jafnvel líka 3d gúmmibirnir CPUs.
Kísildalur selur svo Silent PC Silent Wings 4 vifturnar, nýju kóngana í viftum.
Síðast breytt af Templar á Fös 12. Maí 2023 22:03, breytt samtals 2 sinnum.


--
|| 13900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


andriki
spjallið.is
Póstar: 448
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 26
Staða: Tengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf andriki » Fös 12. Maí 2023 22:38

deliddar bara cpuinn og direct die mountar vatnsblockina, fær um 23c lægri hita með því :happy



Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 316
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf Templar » Lau 13. Maí 2023 16:33

agnarkb skrifaði:https://elko.is/voruflokkar/frystikistur-310

Bara alls ekki, 13900K er hanga í 75-120W í flestum leikjum. Það er hins vegar frábært að eiga CPU sem hægt er að tjúna upp ef menn vilja. Að því sögðu er i9 ekki consumer CPU, þetta er prosumer stöff sem og lang skemmtilegasta CPUið að eiga því þarna er hægt að gera svo margt eins og látið CPUið vera ultra effecient eða akkurat öfugt, ultra hraðvirkt á kostnað orku. Ekkert af þessu er hægt að gera með Ryzen kubbunum.


--
|| 13900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1612
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 294
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf jojoharalds » Lau 13. Maí 2023 20:03

gunnihall skrifaði:Ég ætla að setja saman tölvu með i9-13900K og RTX 4090. Ég hélt að ég væri búinn að velja alla íhluti og að allt væri á góðu róli þar til að ég áttaði mig á að setja saman kælingu og kassa er töluvert meira vesen en ég bjóst við.

Mér líst best á Liquid Freezer línuna frá Arctic og hafði ætlað mér að taka 360mm stærðina en tók þá eftir að 420mm stærðin er aðeins 5þús kr dýrari sem mér finnst vel þess virði ef það getur skofið af 3°C.
Þá fyrst fattaði ég hvað það eru fáir kassar sem koma 420mm radiator í toppinn. Meira að segja 360mm er of stór fyrir flesta kassa - sérstaklega þar sem ég hef hug á að kaupa G.Skill Trident vinnsluminni sem er 44mm hátt. Ég er meira hikandi við að taka stærri gerðina ef það kostar 30þús kr aukalega í stærri kassa.

Ég skoðaði Completed Builds á pcpartpicker og af þeim sem nota 420mm sýnist mér enginn hafa notað kassa sem verslanir hérlendis eru með til sölu.

Annars leist mér nokkuð vel á þennan frá Kísildal:
https://kisildalur.is/category/14/products/2661
Nema að ég er ekki viss um að ég komi fyrir nógu mörgum intake viftum til að halda positive pressure. Finn heldur ekki mikið af umsögnum um hann á netinu.

Ég hef aldrei sett saman tölvu í þessum gæðaflokki áður og hef notað Noctua NH-D15 í tæpan áratug. Ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti gefið mér góð ráð væri það afar vel þegið. Ég er þegar kominn með Thermalright Contact Frame sem ég vona að fari langleiðina með að halda hitastiginu í skefjum.

Ég ætla að fikta mig eitthvað áfram með yfirklukkun en það er ekkert sem ég mun alveg missa mig í.

Ætti ég að panta risa kassa að utan og setja 420mm í push+pull config í toppinn?
Eða eru þetta of miklar áhyggjur og ég gæti allt eins keypt ódýran kassa og skellt 360mm að framan og kallað það gott?


Myndi ekki setja vatnskassa að framan ef þú vilt ná besta árangri í kælingu,
vatnskassinn er til að koma hítanum frá kassanum (er það ekki ) svo þú vilt væntanlega ekki blása heita loftið sem kemur af vatnskassanum beint á íhlutina þína.
mæli með að setja vatnskassan á toppin og láta loftið blása beint út og setja bara viftur að framan sem blása loft inn,
og til að kæla örran þá bara eins og menn eru búnir að leggja til delidda,direct die mount eru að skíla besta árangri.


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S


the hooker
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Fim 28. Maí 2015 18:35
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf the hooker » Þri 16. Maí 2023 00:06

Ég byggði eina með sömu pörtum fyrir stuttu og gerði myndband.

https://www.youtube.com/watch?v=vBq6N6eRDes

Allar helstu upplýsingar eru í description, þetta vonandi gefur þér einhverjar hugmyndir.


| GPU Gainward RTX 4090 24GB - CPU i9-13900K - MBO Gigabyte Z790 Gaming X AX - RAM Aorus 2x16GB DDR5 @6000MHz - HDD 1TB PCIe Gen4 x4 NVMe SSD M.2 AORUS 7000s - 2TB PCIe Gen4 x4 NVMe SSD M.2 AORUS 7000s - AIO ARCTIC Liquid Freezer II 360 - CASE Lian-Li O11 Dynamic XL - PSU Gigabyte Aorus AP1200PM Platinum 1200W |


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2321
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 121
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K

Pósturaf littli-Jake » Þri 16. Maí 2023 13:27

the hooker skrifaði:Ég byggði eina með sömu pörtum fyrir stuttu og gerði myndband.

https://www.youtube.com/watch?v=vBq6N6eRDes

Allar helstu upplýsingar eru í description, þetta vonandi gefur þér einhverjar hugmyndir.


Var að horfa á þetta. Geggjað allt saman.

Ég var sérstaklega ánægður með hvíta power kapalinn :sleezyjoe


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180