Síða 1 af 1

Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 10. Nóv 2023 14:51
af jonfr1900
Hvernig vélbúnað þarf ég til þess að getað keyrt VM tölvur almennilega. Þá væntanlega með Windows 11 Pro hóst stýrikerfi. Þá þarf ég að getað keyrt Linux gesta kerfi ásamt FreeBSD gestakerfi, auk annara þegar tíminn líður. Ég ætla að fjárfesta í slíku í Desember en ég þarf að átta mig á því hvað það kostar og hversu öflugur slíkur búnaður er.

Ég er ætla að færa tvær tölvur sem ég er með núna inn í VM umhverfi (til að spara pláss, minnka notkun á rafmagni, spara pening og fleira).

Takk fyrir aðstoðina.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 10. Nóv 2023 15:30
af kornelius
Er með þrjár svona sem ég smíðaði sjálfur https://www.aliexpress.com/item/4000525 ... 1802dAWrxC

10 kjarna 20 þræðir 32G RAM tilvalið sem VM host

Uppfært: sennilega enn betri díll https://www.aliexpress.com/item/1005005 ... 1348132%21


K.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 10. Nóv 2023 16:02
af gnarr
jonfr1900 skrifaði:Hvernig vélbúnað þarf ég til þess að getað keyrt VM tölvur almennilega. Þá væntanlega með Windows 11 Pro hóst stýrikerfi. Þá þarf ég að getað keyrt Linux gesta kerfi ásamt FreeBSD gestakerfi, auk annara þegar tíminn líður. Ég ætla að fjárfesta í slíku í Desember en ég þarf að átta mig á því hvað það kostar og hversu öflugur slíkur búnaður er.

Ég er ætla að færa tvær tölvur sem ég er með núna inn í VM umhverfi (til að spara pláss, minnka notkun á rafmagni, spara pening og fleira).

Takk fyrir aðstoðina.


Ég hef nokkrar spurning sem geta hjálpað okkur að sníða þetta vélina betur að þínum aðstæðum.

Hvernig vinnsla er á þessum vélum sem þú vilt virtualize'a?
Í hvernig rými verður host vélin, Skiptir útlit og hávaði máli?
Ert búinn að skoða aðra hypervisor'a en Hyper-V á Windows?
Er vefviðmót til þess að sýsla með virtual vélar eitthvað sem þú ert spenntur fyrir?
Ætlarðu að keyra routing í gegnum virtual vél (pfSense, opnsense, untangle, etc)?
Er eitt 1Gbps networking port nóg eða viltu mörg port og/eða hærri hraða?
Viltu að virtualized vélarnar hafi aðgang að skjákortum eða einhverjum öðrum vélbúnaði?
Hvað viltu eyða miklum pening í að byggja hypervisor'inn ?

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 10. Nóv 2023 17:52
af jonfr1900
gnarr skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Hvernig vélbúnað þarf ég til þess að getað keyrt VM tölvur almennilega. Þá væntanlega með Windows 11 Pro hóst stýrikerfi. Þá þarf ég að getað keyrt Linux gesta kerfi ásamt FreeBSD gestakerfi, auk annara þegar tíminn líður. Ég ætla að fjárfesta í slíku í Desember en ég þarf að átta mig á því hvað það kostar og hversu öflugur slíkur búnaður er.

Ég er ætla að færa tvær tölvur sem ég er með núna inn í VM umhverfi (til að spara pláss, minnka notkun á rafmagni, spara pening og fleira).

Takk fyrir aðstoðina.


Ég hef nokkrar spurning sem geta hjálpað okkur að sníða þetta vélina betur að þínum aðstæðum.

Hvernig vinnsla er á þessum vélum sem þú vilt virtualize'a?
Í hvernig rými verður host vélin, Skiptir útlit og hávaði máli?
Ert búinn að skoða aðra hypervisor'a en Hyper-V á Windows?
Er vefviðmót til þess að sýsla með virtual vélar eitthvað sem þú ert spenntur fyrir?
Ætlarðu að keyra routing í gegnum virtual vél (pfSense, opnsense, untangle, etc)?
Er eitt 1Gbps networking port nóg eða viltu mörg port og/eða hærri hraða?
Viltu að virtualized vélarnar hafi aðgang að skjákortum eða einhverjum öðrum vélbúnaði?
Hvað viltu eyða miklum pening í að byggja hypervisor'inn ?


Ég er með núna Windows hugbúnað sem ég keyri á Debian (32 bit). Gamall hugbúnaður. Nota þetta til þess að búa til myndir frá jarðskjálftamælum og vefþjón tengdu því.

Síðan mundi ég þurfa FreeBSD fyrir dhcp þjónustu, mrtg vöktun og slíkt. Síðan einn FreeBSD þjón fyrir Minecraft þjón, sem er það keyrslufrekasta í þessu.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 10. Nóv 2023 18:52
af Langeygður
https://www.aliexpress.com/i/1005004653477884.html
Ein svona er nóg, með AMD 5800H og 64GB af minni, tekur M2 og SSD diska, er með nokkrum USB 10GB. Kostar bara $295 frá kína plús meira minni harðadiska og annað sem þú villt tengja. Taka lykilinn af Win 11 Pro sem er á og setja bara upp Proxmox.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Lau 11. Nóv 2023 09:01
af sigurdur
Ég keypti notaða Dell Optiplex hér á vaktinni til að keyra Proxmox með nokkrum sýndarvélum.

Þetta er i5-7500T með 32GB RAM og 250GB SSD.

Er með 5 sýndarvélar í gangi núna, m.a. 2 Debian og 2 Ubuntu sem keyra m.a. Plex og Unifi console. Pínulítil og ódýr vél sem notar lítið rafmagn og blæs varla úr nös við álagið. Proxmox nýtir aflið mjög vel, m.a. iGPU til að transkóða í plex. Held þú þurfir ekki að fara í neitt flókið custom build til að setja upp fínan virtual server.

kv,
Siggi

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Lau 11. Nóv 2023 16:32
af Hjaltiatla
Sammála Sigurðuri að Budget mini pc og keyra Promox virtual environment lausnina sé líkleg flott lending fyrir þig þar sem það er mjög lightweight.Það er einnig lítið mál að setja upp Proxmox backup server ef þér langar að afrita umhverfið á einfaldan máta.

Sjálfur keyri ég mitt VM umhverfi 7 VM vélar á VMware vSphere 8 (ESXi) og keyri VMware vCenter Server 8 sem appliance á Intel nuc 12 vél með 64 gb í vinnsluminni og afrita umhverfi með Veeam Backup and replication 12.
Borga 200$ fyrir VMUG advantage aðgang til að fá Vmware leyfi : https://www.vmug.com/membership/membership-benefits/ og er með frítt Veeam NFR leyfi fyrir afritunina : https://go.veeam.com/free-nfr-veeam-data-platform

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Sun 12. Nóv 2023 23:58
af Televisionary
Jón það eru margar leiðir færar eins og sést hérna í þræðinum.

Ég keypti nokkrar Lenovo Thinkcentre Tiny setti upp FreeBSD og nota bhyve til að hýsa sýndarvélar af öllum tegundum á þeim.

Einnig keyri ég eitthvað af sýndarvélum á Arch Linux og Debian, það eru bara venjulegir turnar með 2.5" SSD diskum.

Myndi halda að Proxmox væri álitlegur kostur fyrir þig. Það er nóg til af fróðleik ef þig vantar upplýsingar/aðstoð.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Mán 13. Nóv 2023 10:38
af drengurola
Hef verið að nota HP/Lenovo smátölvur til að leika mér með þetta, Proxmox og svo bara VMware á Windows 10 pro líka. Hef verið að hugsa um að kaupa E5 xeon dót frá Ali (Machinist) - en hef ekki fundið afsökun fyrir því ennþá því. Annars er Proxmox klárlega málið fyrir það sem þú ert að spá, bara spurning um hvaða vélbúnaður dugar.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Mán 13. Nóv 2023 18:47
af jonfr1900
Ég var að velta því fyrir mér, þar sem ég er byrjaður á þessu. Hvort að þetta kerfi væri hentugt til þess að keyra leikjatölvu (Windows) og síðan Linux tölvur hjá mér. Þetta nefnilega mundi spara mér að setja upp leikjatölvur með Windows XP eða eldri stýrikerfi. Ásamt því að vera með Linux kerfi fyrir eitt og annað sem ég er að gera.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Mán 13. Nóv 2023 19:35
af kornelius
jonfr1900 skrifaði:Ég var að velta því fyrir mér, þar sem ég er byrjaður á þessu. Hvort að þetta kerfi væri hentugt til þess að keyra leikjatölvu (Windows) og síðan Linux tölvur hjá mér. Þetta nefnilega mundi spara mér að setja upp leikjatölvur með Windows XP eða eldri stýrikerfi. Ásamt því að vera með Linux kerfi fyrir eitt og annað sem ég er að gera.


Þá þarftu það sem ég var að benda þér á, hef sjálfur prufað NUC og allskonar mini tölvur og þær einfaldlega duga ekki nema þú viljir að heimilið hljómi eins og að ryksugan sé alltaf í gangi.

K.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 05. Jan 2024 02:30
af jonfr1900
Dugar 2TB harður diskur fyrir Promox til þess að keyra Windows 11 Pro, Debian Linux (32bit) og síðan FreeBSD stýrikerfi (bara skipanalína). Ég er að spá í að bæta við 6TB hörðum disk seinna en ég þyrfti þá að setja þetta upp rétt til að byrja með einhverri raid uppsetningu í upphafi ef það er hægt. Þá þannig að ég geti bætt við diskum í framtíðinni.

Re: Tölva til að keyra VM tölvur

Sent: Fös 05. Jan 2024 09:01
af drengurola
jonfr1900 skrifaði:Dugar 2TB harður diskur fyrir Promox til þess að keyra Windows 11 Pro, Debian Linux (32bit) og síðan FreeBSD stýrikerfi (bara skipanalína). Ég er að spá í að bæta við 6TB hörðum disk seinna en ég þyrfti þá að setja þetta upp rétt til að byrja með einhverri raid uppsetningu í upphafi ef það er hægt. Þá þannig að ég geti bætt við diskum í framtíðinni.


Já, það dugar og vel það. Ég er ekki góður í svona diskaævintýrum, en væntanlega einhverjir gagnasafnarar hérna sem segja þér allt um það.