Kominn tími á nýtt lyklaborð, hvað er í boði?


Höfundur
agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 110
Staða: Tengdur

Kominn tími á nýtt lyklaborð, hvað er í boði?

Pósturaf agnarkb » Fös 17. Nóv 2023 20:48

Jæja, nú er mitt gamla Corsair K70 orðið vel þreytt og kominn tími á nýtt lyklaborð. Hélt að það yrði lítið mál að kaupa nýtt en annað hefur komið á daginn og finnst mér úrvalið hérna vera heldur lítiðfjörlegt. Virðist vera mest til af litlum tkl borðum en mig vantar full size. Vanur Cherry brown switchum en opinn fyrir öðru.
Hvað eru þið að nota, hverju er mælt með í dag?


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Uncredible
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á nýtt lyklaborð, hvað er í boði?

Pósturaf Uncredible » Fös 17. Nóv 2023 22:19

Ég var með Windows Sidewinder X6 og þar var hægt að færa numpad á milli vinstri og hægri en ég tók hann oftast af þegar ég sá ekki framá að nota numpaddið og átt það síðan það kom út og var mjög ánægður með það, en í fyrra ákvað ég að það væri kannski kominn tími fyrir einhvað nýtt. Mér leyst mjög vel á Steelseries Apex 7 og keypti ég mér Apex 7 TKL.

Ég var strax ánægður með lyklaborðið mér fannst ég finna mun á viðbragði takkanna sem ég hélt að ég myndi ekki finna, er ánægður með stærðinni en sakna stundum numpadsins þegar maður þarf að slá inn mikið af tölum þá er numpaddin alltaf hraðari.

Ég allavega mæli með því lyklaborði,líka auðvelt að þrífa það. Versta við það er wrist restið, hægt er að taka það af, en það finnst mér frekar óþægilegt að vera án þess, kannski er ég bara of vanur góða wrist restinu á Sidewindernum.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kominn tími á nýtt lyklaborð, hvað er í boði?

Pósturaf Hlynzi » Sun 19. Nóv 2023 20:51

Ég nota Logitech K860 Ergo (+M705 mús frá logitech), lyklaborðið er tvískipt og mjög þægilegt að skrifa á, það er ekki nálægt því jafn hávært og þessir Cherry rofar og mér finnst fínasta feedback af tökkunum á því.
Setupið hjá mér er frekar miðað út frá vinnuaðstöðu sem ég stekk af og til í einhverja leiki á svo þetta lyklaborð hentar mjög vel og er snyrtilegt í útliti líka.


Hlynur