Síða 1 af 1

Network Rack Cabinet?

Sent: Sun 10. Des 2023 20:53
af Snaevar
Sælir vaktarar

Ég er að leita að nokkrum hlutum fyrir smá verkefni sem ég er að dunda mér í, eitt af því sem vantar er ,,Network Rack Cabinet" og tilheyrandi til að festa rackmount tölvubúnað og network búnað.

Þeir sem hafa kynnt sér þetta, hvar hafið þið verið að kaupa þetta? Á íslandi? Láta senda til Íslands? o.s.frv.

Mér vantar einhvern 8U til 12U rack, eitthvað sem er ekki of stórt. Hvaða reynslu hafið þið af þessu?

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Sun 10. Des 2023 21:09
af hagur
Ég keypti 12U rack hjá Öreind í Kópavogi fyrir c.a 3 árum, mér fannst verðið hjá þeim á skápum og aukahlutum bara ansi sanngjarnt. Skápurinn kostaði eitthvað á milli 20-30 þús ef ég man rétt. Það borgaði sig amk ekki þá að panta þetta sjálfur að utan og fá sent hingað.

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Sun 10. Des 2023 21:13
af Snaevar
Já, var einmitt að skoða þetta hjá Öreind rétt í þessu. Sýnist þeir vera sanngjarnir m.v. markaðsaðstæður í dag. Kíki á þetta!

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 10:26
af Dr3dinn
Mjög ódýrir og fínir kassar í pronet í ögurhvarfi

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 11:52
af CendenZ
second á öreind... borgar sig ekkert að kaupa að utan fyrir svona project nema það séu sérþarfir og eitthvað.

btw, spill the beans .. í hvað ætlarðu að nota þetta svo við getum gefið ráðleggingar ;)

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 13:35
af Snaevar
Planið er í raun að setja upp svona All-in-one Homelab, ætlaði að setja upp Virtualization server með Proxmox, VPN server fyrir Remote Access, Mögulega setja upp Kubernetes cluster fyrir seinna meir :)

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 15:01
af CendenZ
Ertu búinn að redda þér 2u/4u kassa ?
Ég keypti á ebay notaðan plink 2u kassa fyrir slikk, flaskaði svo aðeins á hljóðdempandi svömpum þannig það heyrist smávegis titringur frá diskum en ekkert til að stressa sig á. Ég er með noctua viftur í kassanum og í skápnum sem lulla bara og heldur samt öllu köldu

inn í skápnum er ég með UDM pro, 24 poe switch, patch panel, skúffu og 1u fjöltengi þannig það eru þarna hlutir sem gefa frá sér hita en þessar viftur halda hitanum í burt með lágmarkshljóði. Það er einmitt aio server

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 15:51
af Snaevar
Reyndar ekki búinn að því, en það er einmitt næsta skref eftir að ég redda kassa, það og patch panel :)

Flott setup CendenZ, hvaða stærð Noctua viftur ertu að nota?

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 17:01
af Dropi
Vantar þig netskáp eða server skáp? Ef þig vantar grannan netskáp (ekki djúpan) þá á ég einn eins og nýjan sem ég get selt þér

Edit: hann er 12U

Re: Network Rack Cabinet?

Sent: Mán 11. Des 2023 18:27
af Snaevar
Var að hugsa á milli 24" - 30" dýpt.
Veistu hvað skápurinn er djúpur?