Síða 1 af 1

PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 07:24
af runarthor
Sælir snillingar.

Mig langar að gefa syni mínum PC leikjatölvu í fermingargjöf.

Hvaða tölvu mælið þið með sem er samsett. Ath. Þetta yrði fyrsta PC tölvan hans og hann er að spila aðalega COD, EA sport leiki...

Verðbil er ca. 250.000 kr.
Ég er að pæla í Lenovo frá Origo en skjákortið er ekki að heilla mig. Kannski vitleysa í mér?

Takk fyrir.
Rúnar

Re: PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 08:13
af TheAdder

Re: PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 08:44
af rostungurinn77
runarthor skrifaði:Sælir snillingar.

Mig langar að gefa syni mínum PC leikjatölvu í fermingargjöf.

Hvaða tölvu mælið þið með sem er samsett. Ath. Þetta yrði fyrsta PC tölvan hans og hann er að spila aðalega COD, EA sport leiki...

Verðbil er ca. 250.000 kr.
Ég er að pæla í Lenovo frá Origo en skjákortið er ekki að heilla mig. Kannski vitleysa í mér?

Takk fyrir.
Rúnar


Tvennt sem er aldrei tekið fram með þessum vélum og það er hvaða móðurborð er í þeim og hvaða aflgjafi er í þeim.

Fyrir suma skiptir það máli en fyrir aðra þá opna þeir kannski aldrei tölvukassann allan þann tíma sem þeir eiga tölvuna.

Re: PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 11:07
af CendenZ
Myndi allan daginn gera þetta með honum á þessu budgetti en þabbaraég,

Velja cool kassa og nýtt modular PSU, kaupa notað 3070 kort, snáka 240hz skjáinn af vesley, kaupa nýtt ddr5 móðurborð sem styður 12th gen, finna svoleiðis hérna...og undirbúa hann um að uppfæra í 4070 ti lok sumars.. og uppfæra aftur í 14th eftir jól. Þá er hann kominn með drullugott rigg og skilur búnaðinn betur. Skrúfar íhlutina sjálfur í með þér og installar stýrikerfi og allt að gerast og á fullri ferð \:D/

Það er ekki eins og þessar rándýru nýju tölvur endist eitthvað mikið lengur, það er líka allt öðruvísi að setjast niður með honum og segja að hann fái x mikin pening og hvernig ætlarðu að gera sem mest og best úr honum ? O:)

en algjört möst vera með turnkassa sem er kúl, kaupa nýtt psu og hafa það modular, móðurborð sem styður uppfærslur og DDR5

En svo er náttúrulega eitt í þessu, kannski er hann bara drullusáttur við controller og heilalaust EA drasl. Þetta er svo allt annað í PC

Re: PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 15:50
af Moldvarpan
Ef þú hefur þekkinguna, þá er best að gera þetta sjálfur eins og CendenZ útskýrir.

En svona miðað við innleggið, þá hugsa ég að það sé ekki málið.

Hér er eins sem gæti hentað ykkar þörfum.
https://elko.is/vorur/hp-omen-25l-i5161tb4060ti-leikjaturn-342898/HP8R8N1EAUUW

Kísildalur er með fínar tölvur, en finnst samsetningarnar þar oft óspennandi. En alltaf hægt að kíkja við í verslunina og ræða við þá.

Re: PC leikjatölva (samsett)

Sent: Þri 19. Mar 2024 16:26
af gunni91
Ef þú vilt spara smá aur og fara í notað og fengið RGB veislu fyrir drenginn í leiðinni ( þykir oft mjög vinsælt) þá er ég með þessa til sölu.

viewtopic.php?f=11&t=96582

Get pakkað henni inn í orginal pappakassann og látið fylgja með 120 daga ábyrgð.