Síða 1 af 1

Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 20:16
af VJbob
Ég þarf bráðum að fara að panta og byggja tölvu sem að verður notuð til að streyma ráðstefnum/viðburðum, og ég er ekki alveg kominn með nógu góða hugmynd um hvaða hardware ég þarf fyrir slíka tölvu sem að verður "futureproof" í einhver ár.

Spurningin er s.s. hvaða requirements eru almennt fyrir CPU, móðurborð, GPU og vinnsluminni fyrir streymi í nútímanum?

Re: Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 20:19
af VJbob
Restin af íhlutunum er covered, s.s. capture kort, storage, power supply og peripherals... mig langar bara að heyra frá einhverjum sem að hefur meira vit á CPU/GPU/RAM hvað þarf fyrir svona tölvu

Re: Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 20:27
af russi
Þú þarft ekki tölvu, þú þarft ATEM frá Blackmagic
https://www.blackmagicdesign.com/produc ... s/W-APS-18

Er futureproof og er á geggjuðu prís, fæst til dæmis í reykjavikfoto - https://reykjavikfoto.is/vefverslun/hlj ... treme-iso/

Minni týpan gæti jafnvel verið meira en nóg - https://reykjavikfoto.is/vefverslun/hlj ... m-switcer/

Þetta er líka til í Origo sem dæmi

Re: Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 21:18
af VJbob
Já ég hef séð/skoðað ATEM og eins næs og það er þá þarf ég eitthvað sem ég get notað í mögulega myndvinnslu eftirá (gleymdi að taka það fram...) og í staðin fyrir að vera með þetta þennan https://reykjavikfoto.is/vefverslun/hlj ... treme-iso/ + tölvu til að vinna efnið eftirá þá þarf ég tölvu sem að höndlar bæði.

Re: Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 21:32
af JReykdal
russi skrifaði:Þú þarft ekki tölvu, þú þarft ATEM frá Blackmagic
https://www.blackmagicdesign.com/produc ... s/W-APS-18

Er futureproof og er á geggjuðu prís, fæst til dæmis í reykjavikfoto - https://reykjavikfoto.is/vefverslun/hlj ... treme-iso/

Minni týpan gæti jafnvel verið meira en nóg - https://reykjavikfoto.is/vefverslun/hlj ... m-switcer/

Þetta er líka til í Origo sem dæmi


RTMP er ekki "future proof" myndi ég segja. Dugir í dag en það vantar til dæmis alveg h265 í þann staðal.

SRT er að koma sterkt inn fyrir framtíðarmúsík í contribution streymi.

Re: Streymistölva fyrir Ráðstefnur/viðburði

Sent: Fös 19. Apr 2024 21:36
af SolviKarlsson
Ef þú speccar tölvu sem er með Nvidia GPU, þá geturðu nýtt þér nvenc hardware encoderinn þar og þá þarftu í raun bara specca fyrir hvaða capability sem þú vilt til að edita. Passaðu bara að velja Móðurborð sem er með nógu mörg lanes á hinum raufunum til að vera ekki flöskuháls fyrir capture kortið þitt. Hvaða capture kort muntu nota?

vMix er með góðan lista sem er hægt að nota sem reference fyrir builds. https://www.vmix.com/products/vmix-refe ... stems.aspx