Needed specs í tölvunarfræði?

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf KaldiBoi » Fim 09. Maí 2024 12:10

Kæru vaktarar.

Ég ætlaði mér að fara í Tölvunarfræði í HR/HÍ núna í haust.

Ég er að velta fyrir mér specs, mig langar helst í Apple merki aftur, myndi M1/256/8gb duga, eða væri hærra vinnsluminni must?

Öll svör vel þegin!



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 205
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf cocacola123 » Fim 09. Maí 2024 12:20

Ég held að þú munir alveg finna fyrir 8gb vinnsluminnis flöskuháls þegar þú ert með 1-2 glugga af kóða opnum og svo 10 Chrome tabs opna þegar þú ert að googla error message-ið sem kemur í kóðanum.
Ég var með M1 og 16gb minni í HR og fannst það bara geggjað.


Drekkist kalt!

Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf KaldiBoi » Fim 09. Maí 2024 12:44

cocacola123 skrifaði:Ég held að þú munir alveg finna fyrir 8gb vinnsluminnis flöskuháls þegar þú ert með 1-2 glugga af kóða opnum og svo 10 Chrome tabs opna þegar þú ert að googla error message-ið sem kemur í kóðanum.
Ég var með M1 og 16gb minni í HR og fannst það bara geggjað.


Jáá, mér einmitt datt það í hug, ekkert þreyttara en að vera "in-zone" og þarft endalaust að bíða eftir að kóði runni ](*,).

Hvernig var samt með forrit sem skólinn veitir aðgang að, er ekkert compability ef þau eru bara gerð fyrir Intel örgjörva?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3116
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 533
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 09. Maí 2024 12:54

Ef þér langar að einfalda þér lífið ef þú ert mikið að vinna á fartölvunni einni og sér og tengir þig ekki við skjá þá mæli ég klárlega með að skoða að versla þér spjaldtölvu og spjaldtölvustand til að horfa á fyrirlestra eða námsefni. Þá geturu notað fartölvuskjáinn alfarið í að kóða og vinna verkefni. Sumar spjaldtölvur geta einnig virkað sem Secondary skjár á móti fartölvu ef það er það sem þú ert að leita að (veit að það er hægt á Samsung Galaxy tab spjaldtölvum á móti Windows).

Ég er t.d með ódýra Lenovo Tab spjaldtölvu sem ég hendi uppá borð á fartölvustand sem ég verslaði frá Ikea og þá get ég skoðað kennsluefni á þeim skjá.

https://ikea.is/is/search/?q=spjaldt%C3%B6lvustandur

Myndi líka spá í hvaða skjástærð á fartölvunni myndi henta þér.


Just do IT
  √


ABss
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf ABss » Fim 09. Maí 2024 13:04

Það er raun ekkert þarna sem krefst krafts, nema t.d. ef þú tekur leikjaáfanga í vali.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf chaplin » Fim 09. Maí 2024 16:31

Ég var fenginn í það verkefni að athuga hvort M línan frá Apple myndir virka fyrir dev teymin (notuðum docker ofl tól sem voru ekki komin með official M support).

Löng saga stutt, ég kaus frekar Air með M1/8GB umfram mest speccuðu Intel MacBook Pro 16" vélina mína með 32GB vinnsluminni. Þróunarumhverfið var umtalsvert þyngra en það sem ég vann í skólanum.

Ef þú hefur tök á að taka 16 GB þá augljóslega mæli ég með því, en 8GB útgáfan ætti vel að duga ef þú ert ekki með 50 Chrome tabs opna.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf SolviKarlsson » Fim 09. Maí 2024 20:34

Alveg klárlega reyna að taka stærra geymslupláss en 255GB nema þú viljir ganga með utanáliggjandi drif fyrir gögn. Þetta er enga stund af fyllast.


No bullshit hljóðkall


frr
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf frr » Fös 10. Maí 2024 12:28

8GB og 256GB endar með eftirsjá.




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 110
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf Televisionary » Fös 10. Maí 2024 12:58

Undirritaður er með M1 Pro + 16GB og 1TB af diskplássi.

Keyri sýndarvélar bæði AMD og ARM á henni. Nota Docker heilmikið.

Ég er tab "hoarder" í vöfrum og ég finn mikið fyrir 16GB múrnum. Er einnig með MBP 13" M1 8/256GB heima, get alveg þróað á henni þegar þannig stendur á.

Er með Intel vélar heima með 16GB / 32GB / 64GB af vinnsluminni. Mér finnst ég finna minna fyrir því að rekast í þakið í Windows og Linux.

Ég myndi telja vænlegast að láta 8GB tölvur eiga sig alveg sama hver framleiðandinn er.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf chaplin » Fös 10. Maí 2024 13:35

frr skrifaði:8GB og 256GB endar með eftirsjá.

Ódýrasti MacBook með 512/16 kostar 310.000kr, 256/16 kostar 250.000 kr , hægt er að fá M1 Air 256/8 á 160.000 kr.

OP spyr hvort M1 Air m. 256/8 sé nóg, ég notaði nákvæmlega þessa vél til að keyra 4 x Docker containers, 2 þróunarumhverfi í VS code og Cypress, hún er meira en nóg fyrir tölvunarfræðina þótt 16GB vinnsluminni sé betri vél, þá kostar hún 56% meira.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


frr
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Needed specs í tölvunarfræði?

Pósturaf frr » Fös 10. Maí 2024 13:38

Televisionary skrifaði:Undirritaður er með M1 Pro + 16GB og 1TB af diskplássi.

Keyri sýndarvélar bæði AMD og ARM á henni. Nota Docker heilmikið.

Ég er tab "hoarder" í vöfrum og ég finn mikið fyrir 16GB múrnum. Er einnig með MBP 13" M1 8/256GB heima, get alveg þróað á henni þegar þannig stendur á.

Er með Intel vélar heima með 16GB / 32GB / 64GB af vinnsluminni. Mér finnst ég finna minna fyrir því að rekast í þakið í Windows og Linux.

Ég myndi telja vænlegast að láta 8GB tölvur eiga sig alveg sama hver framleiðandinn er.


Þetta er akkúrat málið, Ef þú ferð á kaf í þetta, þá þarftu vinnsluminni/diskapláss fyrir allt grúsk í Goggle/ChatGPT/Whatever, VS/önnur IDE/library/3D þróunarumhverfi, Virtual vélar/Docker. Svo er það málið með stærð á binary á ARM vs X64....