Síða 1 af 1

Óska eftir (helst) ódýrum hljóðfærum

Sent: Mán 24. Nóv 2025 11:54
af T-bone
Góðan daginn Vaktarar.

Hljóðfæra- og tónlistaráhuginn hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá mér svo mér datt í hug að athuga hvort að einhverjir Vaktarar lægju ekki með gömul hljóðfæri eða því tengdar græjur sem væru bara fyrir.

Hef hug á rafmagns- og kassagíturum, bössum, trommudóti, gítar- og bassamögnurum, jafnvel hljóðkerfisdóti eða hverju svosem sem tengist þessu dóti.

Er ekki eitthvað sem menn eða konur vantar eða langar að losna við?
má vera bilað eða laskað.
Hef bæði áhuga og kunnáttu til að laga og setja upp hvort sem er raftæki eða hljóðfæri.

Endilega verið í bandi ef þið viljið losa ykkur við eitthvað af ofangreindu eða því tengt.

Kv. Anton.