Síða 1 af 1

TS: Húsbíll Ford Transit 1989 - þarfnast ástar SELDUR

Sent: Fös 31. Mar 2023 11:37
af birgirs
SELDUR

Sæl öll.

Sökum tímaleysis og nýlegra skemmdarverka þá vill ég losna við húsbílinn. Þetta er kannski ekki besti vettvangurinn til að auglýsa svona ferðatæki en ég vildi helst sleppa við kaósið í kringum Facebook og Bland.

Þetta er 1989 módel af Ford Transit með háþekju. "Þarf" að bletta í hann og mála hús. Laga þarf glugga farþegamegin og plastglugga við eldhús.
Skráður 4 manna - geta 3 verið frammí og svo eru "belti" í sætum afturí en þau eru fest í innréttingar sem eru örugglega ekki lögleg.
Sennilega ekin 166þús (66þús á mæli) - man ekki alveg en mögulega hægt að rekja söguna, fullt af gögnum fylgir bílnum.
Svefnrými uppi og setukrókur breytist í rúm.
Stórt bað með sturtu.
Gashitari fyrir vatn
Gaseldavél
Gasmiðstöð
Ísskápur sem keyrir á 12V og 220V, á að virka á gasi en hef ekki komið því í gang.
220V tengill til að koma honum í samband á tjaldsvæðum

Bremsur lagaðar 2021
Startari endurbyggður 2022

Hann virkaði fínt við síðustu notkun og fór í gegnum skoðun í fyrra.

Þetta er gamall bíll sem þarfnast eiganda sem hefur tíma til að sinna honum, fer því ódýrt.

Reikna með að í góðu standi færi hann á svona 600þús. Ég kaupi hann 2021 á 550þús með bilaðar bremsur.

Ásett verð 300þús - engin ábyrgð.

EP eða síma - er staðsettur í 101 Reykjavík.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd