Síða 2 af 2

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 13:30
af vesley
ef þið haldið áfram að mæla með benzum get ég alveg eins mælt með volvo 850 . afi á eitt stk svoleiðis og hann er að skríða í 300þús núna. hann var að reikna um daginn og siðan 1995-6 hefur hann eytt um 500þus i viðgerðir í heildina.
mun samt aldrei mæla með þessum volvo.

þarft að taka til greina alla slithluti sem eru á bílum ekki bara vél dísel benz kemst til tunglsins og til baka á sama mótor en á leiðinni þarf að viðhalda legum, bremsur, girkassi, drif, hvað þá viðhald á body, topplugur a eldri benzum leka oft. allir gúmmíkantar verða slappir með tímanum og margt fleira nenni bara ekki að skrifa meir með símanum.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 13:37
af gissur1
Fádu thér toyota, bila lítid sem ekkert og eru einfaldir. 99 corolla er golden fyrsti bíll.

Mæli med ad skoda smáauglýsingar, keypti minn fyrsta bíl fyrir 3 árum úr smáauglýsingu. Thad var 99 avensis, keyrdur 230.000 (núna 260.000) og hann hefur gengid vandraedalaust í minni eigu, thad eina sem ég hef thurft ad skipta um var bensín tankurinn en thad var gat á honum. Keypti hann á 270.000kr og med honum fylgdu ný nagladekk.

Er reyndar kominn á volvo núna, hef bara heyrt góda hluti um thá.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:24
af CurlyWurly
CurlyWurly skrifaði:Ég veit að það er mjög mikið af hliðargjöldum, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég held að það verði erfitt fyrir mig að geta eytt meira en 200 þúsund í bílinn sjálfan. Þarf að sanfa/eiga svo mikið fyrir öllum þessum útgjöldum.


Ég sagði þetta fyrr í þræðinum. Ætla bara að henda því hingað aftur því það virðast allir halda að ég geri mér ekki grein fyrir því hversu hár rekstrarkostnaðurinn er.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:27
af dori
CurlyWurly skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Ég veit að það er mjög mikið af hliðargjöldum, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég held að það verði erfitt fyrir mig að geta eytt meira en 200 þúsund í bílinn sjálfan. Þarf að sanfa/eiga svo mikið fyrir öllum þessum útgjöldum.


Ég sagði þetta fyrr í þræðinum. Ætla bara að henda því hingað aftur því það virðast allir halda að ég geri mér ekki grein fyrir því hversu hár rekstrarkostnaðurinn er.

Það sem er verið að benda þér á er að 200 þúsund króna bíll er jafnvel með svo háan rekstrarkostnað að það borgar sig alls ekki að kaupa ekki aðeins dýrari bíl.

Bætt við: ég er bara að taka þetta fram því að ef ég hefði gert mér aðeins betri grein fyrir þessum hlutum þá hefði ég kannski farið öðruvísi að. Auðvitað eru bílar á 200 þúsund sem virka fínt og þarf lítið sem ekkert að gera við í nokkur ár. En það er mikill minni hluti, ég get alveg lofað þér því.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:35
af CurlyWurly
dori skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:
CurlyWurly skrifaði:Ég veit að það er mjög mikið af hliðargjöldum, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég held að það verði erfitt fyrir mig að geta eytt meira en 200 þúsund í bílinn sjálfan. Þarf að sanfa/eiga svo mikið fyrir öllum þessum útgjöldum.


Ég sagði þetta fyrr í þræðinum. Ætla bara að henda því hingað aftur því það virðast allir halda að ég geri mér ekki grein fyrir því hversu hár rekstrarkostnaðurinn er.

Það sem er verið að benda þér á er að 200 þúsund króna bíll er jafnvel með svo háan rekstrarkostnað að það borgar sig alls ekki að kaupa ekki aðeins dýrari bíl.

Bætt við: ég er bara að taka þetta fram því að ef ég hefði gert mér aðeins betri grein fyrir þessum hlutum þá hefði ég kannski farið öðruvísi að. Auðvitað eru bílar á 200 þúsund sem virka fínt og þarf lítið sem ekkert að gera við í nokkur ár. En það er mikill minni hluti, ég get alveg lofað þér því.


Jú það er kannski rétt, var ekki alveg búinn að hugsa þetta þannig. En hef svosem alveg ágætis tíma til þess að pæla í þessu þannig er ekkert að stressa mig :)

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:37
af Xovius
Taktu bara nokkur smálán og fáðu þér Mustang!

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:38
af Kjáni
Xovius skrifaði:Taktu bara nokkur smálán og fáðu þér Mustang!



:happy

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 15:47
af CurlyWurly
Xovius skrifaði:Taktu bara nokkur smálán og fáðu þér Mustang!

that was a joke right? :guy

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 16:08
af Orri
Það mætti halda að flestir sem eru búnir að skrifa hérna séu alveg á kúpunni..
Vissulega kostar það heilann helling að eiga bíl, og verðið á bílnum sjálfum er bara byrjunin, en það er enginn dauðadómur fjárhagslega að fjárfesta í bíl.

Á þessu eina og hálfa ári sem ég hef átt bílpróf hef ég náð að reka mína bíla auðveldlega, bara með vinnunni sem ég er í með skóla (notabene fór ekki í fullt starf í sumar, hélt hlutastarfinu frekar).
Ég gat keypt minn eigin bíl (Benz), borgað af honum öll gjöld, keypt felgur og sumardekk, átt nóg af bensíni (eyddi 12l/100km) og gat safnað mér upp í nýjann bíl ári seinna..
Ég hef reyndar ekki lent í neinum stórkostlegum bilunum, bara þetta helsta slit sem fylgir svona gömlum bílum (mótorpúðar, legur, gormar o.fl.).

Ég get ekki ímyndað mér að vera bíllaus og þurfa að taka strætó allt sem ég fer (bý í Mosfellsbæ þannig allt er langt í burtu...) :)

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 16:22
af dori
Orri skrifaði:Það mætti halda að flestir sem eru búnir að skrifa hérna séu alveg á kúpunni..
Vissulega kostar það heilann helling að eiga bíl, og verðið á bílnum sjálfum er bara byrjunin, en það er enginn dauðadómur fjárhagslega að fjárfesta í bíl.

Ég get ekki talað fyrir aðra en ég er mjög langt frá því að vera á kúpunni ;)

1. Ég get ímyndað mér yfir 9000 hluti sem ég myndi frekar eyða pening í en að reka bíl
2. Maður fjárfestir ekki í bíl - bíll er ekki fjárfesting nema í mjög fáum undantekningartilfellum (limited edition eitthvað...)

Það er ekki góð fjárfesting að kaupa eitthvað, sem fjárfestingu, sem þú getur aldrei átt von á öðru en að lækki um ~5% í verði á ári. Það er kallað neysla.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 16:39
af pattzi
Toyotu Corollu Si

Langar í Minn Aftur


Er svo sem í sama pakka og þú ekki með bílpróf en ég er að byrja aftur að læra fyrir það :money



Mynd

Mynd

Með Si Stuðara

Mynd

Kílómetratala ágúst 2011
Mynd

Mynd

[size=200]Ef einhver Veit um þennan bíl og hver eigandinn er þá væri ég til í að vita það ,Ætla þá að reyna að kaupa hann aftur [/size]



dori skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
dori skrifaði:Ekki blekkja sjálfan þig. Það kostar minnst 50 þúsund með öllu á mánuði að eiga bíl (tryggingar, viðhald, bensín) en 70 þúsund er eiginlega mun líklegri tala.

Ég veit að það er skemmtilegt að vera á bíl (sérstaklega rétt eftir bílprófið) en áttu efni á þessu? Það er kannski alveg nóg að kaupa bara strætókort og fá bílinn hennar mömmu lánaðan við og við.


Veit ekki alveg hvernig þú ert að eyða 70 kalli á mánuði í bílinn þinn.
Skoðaðu hvaða "reiknivél" sem er og veltu fyrir þér hvað þú eyðir í alla liði sem þeir taka fyrir. Og ekki gleyma afskriftum og viðgerðum. Þá ertu alveg snöggur að komast upp fyrir 50 þúsund kallinn.


Kostaði mig tryggingar 39 þúsund á ári sem er hvað á mánuði ekki mikið allavega


Viðhald 7000 kr á hverja 10000 kílómetra í smurningu,,,og svo kannski annað almennt viðhald sem er einhvað lítið. þó ég eyddi frá ágúst-des 2011 230 þúsund í viðgerðir á corrollunni minni enda er hún í toppstandi í dag að ég held ...

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 19:18
af biturk
ef þú kannt ekki að gera við og átt lítið af verkfærum þá skaltu gleima evrópskum bílum og fá þér frekar gamla corollu sem þú getur lært á, auðvelt og einfalt að komast að öllu og þarf bara allra mestu basic verkfæri.........og rosalega ódýrt að kaupa í þær nýtt eða notað

japanskt er langt best uppá viðgerðir að gera ef þú kannt lítið en langar að læra



og síðann eru þetta náttúrulega allt saman bara trúaarbrögð og ekkert er meira rétt en annað svo keiptu þér einhvern ódýrann bíl sem reinist vel, ég er til dæmis á daihatsu ferozu núna en á pontiac, skoda og hyundai fyrir utan hann..........lang best að gera við ferozuna og lang lang lang leiðinlegast að gera við skodan

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 19:52
af Joi_BASSi!
heima er til 1996 subaru legacy keyrður 320000 kílómetra. skipt hefur verið um olíu á honum reglulega og það er það eina sem að hefur verið gert fyrir þennan bíl.
hann hefur bókstaflega aldrei bilað og það eru engar ýkjur. hann er ennþá notaður hversdaglega.
ég get ekki mælt með neinum öðrum bíl

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 21:47
af audiophile
Subaru Legacy eða Toyota Corolla.

Endalaust til í þetta á partasölum og auðvelt að fá þetta viðgert. Ég á Corollu og Avensis og þeir eru báðir komnir yfir 260þ og detta alltaf í gang. Það eru bara gúmmí og fóðringar sem eru farin að slitna enda 14 ára gamlir bílar ennþá með orginal dót. Kostar skít og ekkert að gera við þetta. Ódrepandi vélar og ekki einu sinni tímareimaslit drepur þær því þær eru "non interference" vélar (1.6 4afe og 1.8 7afe) og stimplarnir rekast því ekki í ventlana ef reimin slitnar og hann ruglast á tíma.

Corollan er t.d. ennþá með orginal púst undir og hann er 1997 módel.

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 21:53
af GullMoli
vesley skrifaði:ef þið haldið áfram að mæla með benzum get ég alveg eins mælt með volvo 850 . afi á eitt stk svoleiðis og hann er að skríða í 300þús núna. hann var að reikna um daginn og siðan 1995-6 hefur hann eytt um 500þus i viðgerðir í heildina.
mun samt aldrei mæla með þessum volvo.

þarft að taka til greina alla slithluti sem eru á bílum ekki bara vél dísel benz kemst til tunglsins og til baka á sama mótor en á leiðinni þarf að viðhalda legum, bremsur, girkassi, drif, hvað þá viðhald á body, topplugur a eldri benzum leka oft. allir gúmmíkantar verða slappir með tímanum og margt fleira nenni bara ekki að skrifa meir með símanum.


Volvo POWER!

850 eru fínir, framhjóladrifnir, þægilegir og öryggir. Eyða vissulega sínu en fer vissulega eftir vélarstærð. Gömlu volvoarnir bila lítið og vélarnar þola allann fjandann :D Sama saga og með aðra góða bíla, ef viðahaldið er gott þá er bíllinn að fara endast í mööörg ár. Kílómetratalan segir ekki rassgat um þá, getur fengið hræðilegan bíl sem er ekinn 50þús km.

Er sjálfur á 940 1991 árg, afturhjóladrifinn (með læsingu), 2.3 L og hann er að eyða í kringum 11 lítrum innanbæjar. Mega þægilegur og gífurlega skemmtilegur í akstri, ljóst leður og fínerí ;)


Volvo mynda- og videoflóð;
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Og svoldið kjánaleg video :lol:




Sænskt eðal <3

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 21:55
af odduro
ef það er einhver áhugi fyrir bílnum og þú ert tilbúin að eyða tíma og pening í þetta þá færðu þér eitthvað í áttina að benz eða bmw (sjálfur búin að eiga 11 bimma síðan 2008)
annars færðu þér bara eitthvað sem kemur þér á milli a-b á ódýran hátt..

held að þetta eigi saman við með tölvur, þar að segja ef maður hefur áhuga fyrir því þá er maður tilbún að eyða svaka pening í eitthvað sem aðrir myndi líta á sem tilgangslaust og "overkill"

Re: Bílapælingar.

Sent: Þri 16. Okt 2012 23:15
af CurlyWurly
odduro skrifaði:ef það er einhver áhugi fyrir bílnum og þú ert tilbúin að eyða tíma og pening í þetta þá færðu þér eitthvað í áttina að benz eða bmw (sjálfur búin að eiga 11 bimma síðan 2008)
annars færðu þér bara eitthvað sem kemur þér á milli a-b á ódýran hátt..

held að þetta eigi saman við með tölvur, þar að segja ef maður hefur áhuga fyrir því þá er maður tilbún að eyða svaka pening í eitthvað sem aðrir myndi líta á sem tilgangslaust og "overkill"

Ég er nú svosem ekkert tilbúinn að sverja einhvern eið upp á áhugann minn en hef það á tilfinningunni að það sé ekki það leiðinlegasta sem maður gerir í frítímanum sínum að hugsa um bíl.

Svo er kannski spurning að henda því inn hérna að pabbi er með mjög mikla reynslu í bílaviðgerðum og háskólagráðu í vélaverkfræði þannig að það ætti ekki heldur að vera neitt mál fyrir mig að fá hjálp ef eitthvað er að.
Ætti ekki heldur að skorta aðstöðu þó ég sé ekki alveg jafn viss með hana.

Re: Bílapælingar.

Sent: Mið 17. Okt 2012 00:25
af CurlyWurly
Jæja, núna finnst mér ég vera búinn að fá það svar nokkuð oft að ég ætti ekki að kaupa bíl eða að ef ég kaupi bíl og vilji fá eitthvað almennilegt þá þurfi ég helst að eyða meiri pening.
Gætuð þið þá gefið mér smá "feedback" á hvað ég þyrfti að eyða miklu í bíl sem að ykkur finnst almennilegur og hvernig bíll það væri þá? Man t.d. eftir einum sem að sagði að ég fengi ekki þokkalegan Benz eða BMW á þennan pening þannig það væri líka pæling hvað það myndi kosta að fá þokkalegan Benz eða BMW (draumabílarnir mínir sem fyrsti bíll).

Re: Bílapælingar.

Sent: Mið 17. Okt 2012 01:55
af Páll
Getur fengið fínustu bmw'a á 200-300þ á bmwkraftur.is, kannski ekki í toppstandi enn þurfa ekki mikið til þess að vera það.

Re: Bílapælingar.

Sent: Mið 17. Okt 2012 07:54
af blitz
Mjög hæpið að fá góðan BMW undir 500.000.

Re: Bílapælingar.

Sent: Mið 17. Okt 2012 10:39
af Ripparinn
Get nú ekki verið sammála þér með hæpið, ég er buinn að eiga nokkra e36 og allir kostuðu þeir 500 og niður, leðraður cruize control 2.0-2.5L vélar 150-192hp topplúgu og ágætar 17"felgur keyrðir 200k og stundum minna :)
Þarft bara að leita á réttu stöðunum

Re: Bílapælingar.

Sent: Fim 18. Okt 2012 01:20
af Danni V8
Alltaf hægt að finna góðan E36 316i compact á góðu verði. Margir hverjir mjög flottir, frábærir fyrstu bílar. Ef það er ekki nógu öflugt þá er hægt að fá t.d. 320i líka. En 316i compact eru oftast yngri og mjög oft, en þó alls ekki alltaf, í betra standi.

Re: Bílapælingar.

Sent: Fim 18. Okt 2012 01:29
af bjornvil
Nokkrir búnir að nefna Toyota Corolla og ég tek heilshugar undir það!

Beinskiptir flestir, sparneytnir, ódýrir, ódýrt að laga, bila lítið sem ekkert...

Ég keyrði um á Toyota Corolla 1994 árgerð í einhver 4 ár. Keypti hana á 100. þúsund og keyrði hana 90. þúsund km nær daglega KEF-RVK-KEF. Fór aldrei yfir 8,5 lítra á hundraðið, eina sem ég eyddi í hana var venjulegt viðhald (kúpling og frambremsur).

Besti bíll sem ég hef nokkurntíman átt, og ég hef átt BMW, VW, Suzuki, Subaru m.a.