Síða 1 af 1

Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Lau 01. Nóv 2025 23:06
af falcon1
Fékk þennan andskota bara í götunni minni. Þetta er eitthvað sem maður ætti frekar von á nálægt iðnaðarsvæði.
Screenshot 2025-11-01 230301.png
Screenshot 2025-11-01 230301.png (354.97 KiB) Skoðað 1970 sinnum
Screenshot 2025-11-01 230538.png
Screenshot 2025-11-01 230538.png (278.75 KiB) Skoðað 1970 sinnum

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Lau 01. Nóv 2025 23:21
af falcon1
Ég geri ráð fyrir að dekkið sé ónýtt, eða hvað? Þarf ég þá að skipta um allan umganginn? Nýbúinn að skipta um dekk. :(

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Lau 01. Nóv 2025 23:41
af zedro
Skelltu bara varadekkinu undir og farðu með þetta á hjólbarðaverkstæði. Tekur ekki langan tíma að troða tappa í þetta.
Gefið að það séu ekki einhverjar skemmdir sem ég er ekki að sjá á myndinni.

Ef að dekkið er ónýtt þá væri alveg nóg að kaupa bara eitt nýtt þar sem þú varst að skipta. Minnir að maður miði við að hafa
amk parið (fram eða aftur) af sömu tegund.

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Lau 01. Nóv 2025 23:43
af Moldvarpan
falcon1 skrifaði:Fékk þennan andskota bara í götunni minni. Þetta er eitthvað sem maður ætti frekar von á nálægt iðnaðarsvæði. Screenshot 2025-11-01 230301.pngScreenshot 2025-11-01 230538.png


Trick or treat

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 16:13
af falcon1
Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 17:39
af zedro
Þarft bara felgulykil með lengjanlegu átaksskafti!
Screenshot 2025-11-02 at 17-38-11 Felgulykill 1_2 17 19 21 23mm Poulsen.png
Screenshot 2025-11-02 at 17-38-11 Felgulykill 1_2 17 19 21 23mm Poulsen.png (158.23 KiB) Skoðað 1671 sinnum

https://poulsen.is/verslun/verkfaeri-og-taeki/verkfaeri/handverkfaeri/toppar-og-bitar/hertir-toppar/felgulykill-1-2-17192123mm/
Losar allt!

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 18:21
af Gemini
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Þarft bara rör eða eitthvað sem getur lengt skaftið með. Því lengra því minna power þarftu. Rifja upp stærðfræðina hvernig ummál hrings stækkar því lengra sem radíusinn er :P

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 18:48
af einarhr
falcon1 skrifaði:Fékk þennan andskota bara í götunni minni. Þetta er eitthvað sem maður ætti frekar von á nálægt iðnaðarsvæði. Screenshot 2025-11-01 230301.pngScreenshot 2025-11-01 230538.png


Þetta gæti verið brot úr tönn á snjóruðningstæki.

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 20:48
af rostungurinn77
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Notaðu þyngdina. Stígðu á skaftið.

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 22:59
af Henjo
rostungurinn77 skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Notaðu þyngdina. Stígðu á skaftið.


Og eftirá, þegar verið er að setja dekk aftur á. Ekki stíga á skaftið, herða eins fast með höndunum dugar. Nema auðvitað "torque wrench" (hvað sem íslenska orðið er aftur) er til staðar.

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 23:22
af ABss
Henjo skrifaði:
rostungurinn77 skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Notaðu þyngdina. Stígðu á skaftið.


Og eftirá, þegar verið er að setja dekk aftur á. Ekki stíga á skaftið, herða eins fast með höndunum dugar. Nema auðvitað "torque wrench" (hvað sem íslenska orðið er aftur) er til staðar.


Herslumælir

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Sun 02. Nóv 2025 23:28
af Gunnar
hertu rærnar eins og þú getur og farðu svo á næsta dekkjaverkstæði t.d. n1 og spurðu fallega með bílinn fyrir utan hvort þeir geta hert rærnar með herslumæli fyrir þig. mögulega google-a hvað herslan á að vera á þínum bíl til að flýta fyrir

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Mán 03. Nóv 2025 00:57
af agust1337
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Ertu í bænum? Ég get reddað þér með að taka dekkið af

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Mán 03. Nóv 2025 13:50
af falcon1
agust1337 skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Ertu í bænum? Ég get reddað þér með að taka dekkið af

Takk fyrir boðið en ég náði í mann til að redda þessu fyrir mig, hann var með eitthvað tæki til að ná rónum af.

Re: Hvern fjandann fékk ég í dekkið?

Sent: Mán 03. Nóv 2025 13:53
af falcon1
rostungurinn77 skrifaði:
falcon1 skrifaði:Ég reyndi að skipta um dekkið sjálfur en það var gjörsamlega vonlaust fyrir mig að losa allar felgurærnar! Hvaða tæki væri gott að eiga í bílnum til að geta losað þær án þess að þurfa að vera kraftajötunn?


Notaðu þyngdina. Stígðu á skaftið.

Ég var bara með þetta litla drasl sem fylgdi bílnum, fæ mér felgulykil með miklu lengra skafti.