Nú er farið að bera meira á bílum með svona led línu, bæði hvít að framan og rauð lína að aftan. Er þetta nóg aðalljós og bremsuljós?
Ein led lína?
Ég þekki ekki reglugerðir með þessi ljós, en mér finnst þetta mjög óþægilegt í umferðinni.
Mér finnst til að mynda erfiðara að hraðagreina bíla sem aka með svona ljós línu frekar en 2 stök ljós sitthvoru megin.
Er ég bara að röfla í poka eða afhverju er þetta leyfilegt?
Ljós á bílum
-
Moldvarpan
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2831
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 537
- Staða: Ótengdur
Re: Ljós á bílum
Efast um að Musk og aðrir LEDlínularfar stöðvi framleiðslu eftir þennan póst, þó við séum báðir sammála.
Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.
Talandi um ljós, þá er eitthvað vopnakapphlaup í LED framljósum í gangi. Allir að blinda alla með brjálæðislega sterkum geislum. Og þá á ég við framleiðendur bílanna, ekki aftermarket sem er mislélegt og illa frágengið.
Síðast breytt af ABss á Mán 15. Des 2025 17:07, breytt samtals 1 sinni.
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 209
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 43
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ljós á bílum
Hef ekki orðið var við að þessar led línur trufli mig eitthvað en hinsvegar eru þessi nýju ljós sum hver gífurlega blindandi. Maður þarf nánast að horfa frá bílum ef þeir eru að fara yfir hraðahindrun eða eitthvað.
-
Sinnumtveir
- Gúrú
- Póstar: 597
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 181
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ljós á bílum
Ég hef ekki meðvitað velt sérstaklega fyrir mér hraðatilfinningardæminu í þessu en mér finnst þessi heila rauða lína yfir bakhlutann á mörgum rafmagnsbílum vera mjög pirrandi.
Sem sagt, frá mínum sjónarhóli ertu ekki að röfla í poka.
Sem sagt, frá mínum sjónarhóli ertu ekki að röfla í poka.