Síða 1 af 1

[TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Mið 10. Nóv 2010 13:16
af starionturbo
Set inn þessa auglýsingu fyrir félaga minn

Nissan Primera SLX
1997
Blásans
Aflgjafi: Bensín
1996cc - 125 hestöfl -
Skipting: Sjálfskipting
Ekinn 184.000 km.
Eyðsla 10 l/100 Innanbæjar, 7 l/100 utanbæjar


Verðhugmynd 185.000 eða tilboð.

Búnaður:

Rafmagn í rúðum frammí
Sjálfskipting
CD spilari með aux tengi
Armpúði milli aftursæta
Ný vetrardekk að framan



Ástand:

Nýskoðaður 2011 (9.11.2010)
Rafgmagnsrúða bílstjóramegin virkar ekki(ónýtur mótor)
Húdd, frammbretti h/m og stuðari ekki í sama lit og bíllinn
Bíllinn hikstar smá við botngjöf en ekkert sem fer í taugarnar á manni, þetta er nú engin spíttkerra hvort sem er.

Virkilega fínn að innan og gott að keyra hann, vélbúnaður og hjólabúnaður í fínu lagi, það er bara útlitið sem er ekkert uppá marga fiska.

Frekari upplýsingar:

Það sem er nýtt/nýlegt:
Stýrisendar báðu megin
Efri stífur báðu megin að framan
Demparar að framan
Dekk
Ballansstangarendar framan
Bremsudiskar að aftan og bremsuklossar
Bremsuklossar að framan
Skipt um olíu og síu fyrir 4 mánuðum síðan
Splúnkuný frammljós ásamt stefnuljósum

Nánari upplýsingar:

Axel Jóhann Helgason
695-7205 eða axeljo@simnet.is


Myndir


Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Mið 10. Nóv 2010 13:29
af Black
fæ ég ekki örugglega Borgað 185.000 fyrir að losa þig við bílinn :besserwisser

Srsly ég myndi ekki borga 50þ fyrir þennan bíl..

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Mið 10. Nóv 2010 13:36
af AndriKarl
er þetta tape á stuðaranum? :o

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Mið 10. Nóv 2010 14:12
af starionturbo
Já þetta er rape-tape :evillaugh

Þessi bíll er í topp standi, hefur alls ekki útlitið með sér, en ef þú skoðar málið betur getur þú séð að svona bílar eru ekki að fara undir 400 þúsund á bílasölum. Með ódýrari bílum sem þú finnur, sem hafa skoðun.

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:28
af Glazier
starionturbo skrifaði:Já þetta er rape-tape :evillaugh

Þessi bíll er í topp standi, hefur alls ekki útlitið með sér, en ef þú skoðar málið betur getur þú séð að svona bílar eru ekki að fara undir 400 þúsund á bílasölum. Með ódýrari bílum sem þú finnur, sem hafa skoðun.

Þætti gaman að sjá þennan bíl metinn á yfir 400.000 kr. á bílasölu.
Hangir saman á teipi, beyglaður eins og ég veit ekki hvað og svo er húddið/nokkrir aðrir hlutir ekki í sama lit og bíllinn sjálfur.. :roll:

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Fim 11. Nóv 2010 00:32
af kucharz214
40,000isk?

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Fim 11. Nóv 2010 09:36
af appel
Oh my.. :shock:

Ef einhverjum finnst þetta flottur bíll, látið athuga í ykkur augun.

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Fim 11. Nóv 2010 10:45
af AntiTrust
Þetta eru frábærir bílar, koma oftast á óvart hvað það er þæginlegt og létt að keyra þetta.

185kall er ekki svo vitlaust verð fyrir þennan bíl, ef kram og annað er í góðu standi. Ódýrasta SLX primeran til sölu er á 420 þús, sama árgerð og ekinn 420þús, eða rúmlega til tunglsins.

Stuðari af partasölu + sprautun + sprautun á húddi og bretti gæti easy verið undir 100þ, meira segja langt undir því með smá samböndum.

Þótt að margir hérna séu þokkalegar verðlöggur á tölvutengdum hlutum, þá þýðir það ekki að það verðvit sé sambærilegt í öðrum flokkum. Þegar verið er að versla 10 ára+ gamlan bíl á þessu verði, skiptir útlit litlu sem engu. Ef hann virkar, kemst í gegnum skoðun og er með þokkalegt viðhald - þá ræður það verðinu, ekki litir eða beyglur.

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Fim 11. Nóv 2010 16:59
af biturk
AntiTrust skrifaði:Þetta eru frábærir bílar, koma oftast á óvart hvað það er þæginlegt og létt að keyra þetta.

185kall er ekki svo vitlaust verð fyrir þennan bíl, ef kram og annað er í góðu standi. Ódýrasta SLX primeran til sölu er á 420 þús, sama árgerð og ekinn 420þús, eða rúmlega til tunglsins.

Stuðari af partasölu + sprautun + sprautun á húddi og bretti gæti easy verið undir 100þ, meira segja langt undir því með smá samböndum.

Þótt að margir hérna séu þokkalegar verðlöggur á tölvutengdum hlutum, þá þýðir það ekki að það verðvit sé sambærilegt í öðrum flokkum. Þegar verið er að versla 10 ára+ gamlan bíl á þessu verði, skiptir útlit litlu sem engu. Ef hann virkar, kemst í gegnum skoðun og er með þokkalegt viðhald - þá ræður það verðinu, ekki litir eða beyglur.

:happy

ef mig vantaði bíl þá myndi ég bjóða 150.........en því miður á ´rg :santa

Re: [TS] Nissan Primera SLX - 185.000

Sent: Fös 12. Nóv 2010 14:38
af starionturbo
AntiTrust veit hvað hann er að tala um. Takk vinur :D

Bíllinn er þó seldur og FYI þá fór hann á 150 þúsund sem ég tel alveg við hæfi fyrir bíl með fulla skoðun og búið að skipta um flesta slithluti sem bílar hafa.