Síða 1 af 1

AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fim 25. Jún 2020 19:16
af worghal
sælir.
mig grunar að það þurfi að fylla á AC kerfið hjá mér þar sem mér finnst það ekki kæla neitt.
hvert er best að fara í slík mál?

Re: AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fim 25. Jún 2020 19:53
af Frost
KAPP sér um allar áfyllingar á AC kerfum hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá.
Getur prófað að heyra í Íshúsið og Ísfrost líka.
Bifvélavirkinn getur fyllt á AC kerfi líka og ég hef bara góða hluti um hann að segja.

Re: AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fös 26. Jún 2020 07:22
af roadwarrior
N1 Fellsmúla td.

Re: AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fös 26. Jún 2020 15:11
af gnarr
Hvað hafið þið verið að borga fyrir áfyllingu?

Re: AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fös 26. Jún 2020 15:50
af worghal
gnarr skrifaði:Hvað hafið þið verið að borga fyrir áfyllingu?

ég sendi fyrirspurn á Bifvélavirkinn ehf og hann sagði að það kosti um 30þús að fylla á fólksbíl.
ekki veit ég hvort þetta sé dýrt eða ekki þar sem ég veit ekkert um þetta

Re: AC Hleðsla á bíl (loftkælingin)

Sent: Fös 26. Jún 2020 15:57
af joker
Hef gert þetta sjálfur. Hægt að kaupa græjur t.d. hjá AB varahlutum og nota YouTube