Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 12. Ágú 2020 13:35

Sælir Vaktarar

Mig langaði að athuga hvort einhver hérna inni hefði keypt Volvo í gegnum smartbilar.is? Og ef svo hvernig það hefði gengið fyrir sig? Mér finnst bara svo útrúlega mikill verðmunur á þeim og svo Brimborg.

Kv. Elvar



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2697
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf SolidFeather » Mið 12. Ágú 2020 14:29

Ég hef svosem ekkert vit á þessu en eru þeir ekki að taka in USA spec bíla?




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 12. Ágú 2020 15:01

SolidFeather skrifaði:Ég hef svosem ekkert vit á þessu en eru þeir ekki að taka in USA spec bíla?

Þeir segjast flytja þessa bíla inn frá Evrópu.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1561
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf ColdIce » Mið 12. Ágú 2020 18:58

Bílasölur hafa sumar sleppt ryðvörn og fleira til að lækka verð en segja ekki frá því t.d.
Síðast breytt af ColdIce á Mið 12. Ágú 2020 18:59, breytt samtals 1 sinni.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Mið 12. Ágú 2020 19:19

Ef menn lenda í veseni, eins og það það kvikni í bílunum glænýjum, hver er þá neytendaverndin?




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf pepsico » Mið 12. Ágú 2020 19:37

Hvar kemur fram að þeir séu að flytja inn bíla frá Evrópu? Það er stór munur á því hvort það er gert eða ekki því Brimborg sinnir skilst mér 2 ára ábyrgð á bílum innfluttum frá Evrópu en ekki frá t.d. BNA.
Svo kostar ryðvörn kannski 100 þús. svo það fer ekki langt í að útskýra verðmuninn, t.d. miljón á XC60inum þarna.
Varðandi þriggja ára ábyrgðina sem maður fær til viðbótar við að kaupa af Brimborg og stunda þjónustuskoðanirnar í þessi þrjú auka ár vil ég minna á að líkurnar á að ábyrgðarmál komi upp hraðlækka með tíma og að þessar þjónustuskoðanir eru dýrar. Frekar dýr aukatrygging það.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197552/
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Mið 12. Ágú 2020 20:11

pepsico skrifaði:Hvar kemur fram að þeir séu að flytja inn bíla frá Evrópu?


https://smartbilar.is/kaupferli/




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 12. Ágú 2020 20:39

pepsico skrifaði:Hvar kemur fram að þeir séu að flytja inn bíla frá Evrópu? Það er stór munur á því hvort það er gert eða ekki því Brimborg sinnir skilst mér 2 ára ábyrgð á bílum innfluttum frá Evrópu en ekki frá t.d. BNA.
Svo kostar ryðvörn kannski 100 þús. svo það fer ekki langt í að útskýra verðmuninn, t.d. miljón á XC60inum þarna.
Varðandi þriggja ára ábyrgðina sem maður fær til viðbótar við að kaupa af Brimborg og stunda þjónustuskoðanirnar í þessi þrjú auka ár vil ég minna á að líkurnar á að ábyrgðarmál komi upp hraðlækka með tíma og að þessar þjónustuskoðanir eru dýrar. Frekar dýr aukatrygging það.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197552/
https://www.volvocars.com/is/thjonusta/ ... edi/abyrgd

Smartbílar segja að hægt sé að kaupa auka 3ja ára ábyrgð fyrir 300 þúsund.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 12. Ágú 2020 20:40

mikkimás skrifaði:
pepsico skrifaði:Hvar kemur fram að þeir séu að flytja inn bíla frá Evrópu?


https://smartbilar.is/kaupferli/

Ég líka spurði þá og fékk það svar að bílarnir væru að koma frá Evrópu.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Lexxinn » Mið 12. Ágú 2020 22:15

Sumar bílasölur hafa verið að flytja inn nýju hybrid bílana og skrá þá sem innflutta á fyrstu kaupendur. Málið er að skráður innflytjandi mun þurfa að greiða fyrir að farga rafhlöðunni ef þetta er slíkur bíll og sá kostnaður hleypur á ca 500þ sem umboðin taka í reikninginn hjá sér.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 13. Ágú 2020 07:28

Lexxinn skrifaði:Sumar bílasölur hafa verið að flytja inn nýju hybrid bílana og skrá þá sem innflutta á fyrstu kaupendur. Málið er að skráður innflytjandi mun þurfa að greiða fyrir að farga rafhlöðunni ef þetta er slíkur bíll og sá kostnaður hleypur á ca 500þ sem umboðin taka í reikninginn hjá sér.

Semsagt ef ég myndi flytja inn hybrid Volvo prívat og persónulega og nota hann í einhvern tíma. Svo myndi ég selja hann einhverjum öðrum aðila og eftir nokkur ár í viðbót af notkun þá þarf að farga þessum rafhlöðum. Ertu þá að segja að ég myndi sitja uppi með kostnaðinn af förgun á rafhlöðum bara af því að ég flutti inn bílinn á sínum tíma?




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf kjartanbj » Fim 13. Ágú 2020 09:57

Ég myndi aldrei borga fyrir að farga rafhlöðu sem er mjög verðmæt hvað þá 500þ, hægt að selja rafhlöður úr rafbílum þegar þær eru orðnar slappar fyrir notkun í rafbílum í aðra notkun td sem varaafl í sumar bústaði



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Lexxinn » Fim 13. Ágú 2020 16:32

B0b4F3tt skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Sumar bílasölur hafa verið að flytja inn nýju hybrid bílana og skrá þá sem innflutta á fyrstu kaupendur. Málið er að skráður innflytjandi mun þurfa að greiða fyrir að farga rafhlöðunni ef þetta er slíkur bíll og sá kostnaður hleypur á ca 500þ sem umboðin taka í reikninginn hjá sér.

Semsagt ef ég myndi flytja inn hybrid Volvo prívat og persónulega og nota hann í einhvern tíma. Svo myndi ég selja hann einhverjum öðrum aðila og eftir nokkur ár í viðbót af notkun þá þarf að farga þessum rafhlöðum. Ertu þá að segja að ég myndi sitja uppi með kostnaðinn af förgun á rafhlöðum bara af því að ég flutti inn bílinn á sínum tíma?


Svo skilst mér frá aðilum sem vinna í kringum bílaumboðin - hefði kannski átt að skrifa þetta fyrst með aðeins meiri fyrirvara en ég lofa þetta ekki 100%, heyrði þetta bara undan mér.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fim 13. Ágú 2020 17:10

Langar svo að nefna tvö atriði.

Nýir bílar bila líka. Er ekki að segja viðhaldskostnaðurinn sé sá sami og með gamlan bíl, en þeir bila líka. Að halda annað er barnaskapur.

Svo kemur líka fyrir að nýir bílar séu standsettir illa. Séu þessir smartbílar illa standsettir úti, þá hlýtur eigandinn að bera kostnaðinn hjá Brimborg.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 57
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf demaNtur » Fim 13. Ágú 2020 17:25

Myndi ekki kaupa mér bíl innfluttan af öðrum en umboði, hreinlega bara treysti ekki fólki.

Gæti hafa verið keyptur hvaðan sem er (sem er svosem allt í lagi), gæti hafa verið tjónabíll úti - flóðabíll, hvað sem er.

En það er svosem bara mín sérviska :)



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf pattzi » Fim 13. Ágú 2020 17:51

demaNtur skrifaði:Myndi ekki kaupa mér bíl innfluttan af öðrum en umboði, hreinlega bara treysti ekki fólki.

Gæti hafa verið keyptur hvaðan sem er (sem er svosem allt í lagi), gæti hafa verið tjónabíll úti - flóðabíll, hvað sem er.

En það er svosem bara mín sérviska :)



Ef bíllinn er ódýrari er ekkert að því...

Margar skoda octaviur c.a 2010-2013 árgerð eru innfluttar utan umboðs og það af nokkrum aðilum þó einn aðili hafi verið mjög stór...

Ég á tvær octaviur eina 2006 influtt af heklu og annan 2012 innfluttan af bílasölu sem flutti inn marga svona.

Virðast mjög margar svona octaviur og örugglega suberb líka fluttir inn af bílasölum ... og ekkert verri bílar fyrir vikið... en minn er 2012 og fluttur in 2016 frá belgíu samkvæmt ökutækjaskrá.. Móðir mín einnig með 2013 árg fluttur inn 2016 af bílasölu....oft bara betra allavega með notaða bíla hehe minna ryðgaðir í undirvagni ;)

En Myndi hiklaust kaupa mér nýjan bíl utan umboðs ef hann er ódýrari þar að segja ... bara skoða bílinn vel og fara með í ástandsskoðun ..



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf urban » Fim 13. Ágú 2020 19:41

B0b4F3tt skrifaði:Sælir Vaktarar

Mig langaði að athuga hvort einhver hérna inni hefði keypt Volvo í gegnum smartbilar.is? Og ef svo hvernig það hefði gengið fyrir sig? Mér finnst bara svo útrúlega mikill verðmunur á þeim og svo Brimborg.

Kv. Elvar


Eðlilega er óhemju verðmunur á milli umboðs með óhemju yfirbyggingu og lítillar bílasölu staðsettar í bakhúsi einhver staðar og starfar aðalega á netinu.
Síðan er bara spurning hvort að mönnum þyki verðmunurinn nægur.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 351
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 62
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Diddmaster » Fim 13. Ágú 2020 20:47

Síðast er ég vissi var ríkið búið að banna influtning á bílum sem eru skráðir tjòna bílar (ég veit að sumir "tjòna" bílar fara ekki í gegnum kerfið fá þá ekki skráningu sem slíkir)


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Fös 12. Mar 2021 20:19

mikkimás skrifaði:Langar svo að nefna tvö atriði.

Nýir bílar bila líka. Er ekki að segja viðhaldskostnaðurinn sé sá sami og með gamlan bíl, en þeir bila líka. Að halda annað er barnaskapur.

Svo kemur líka fyrir að nýir bílar séu standsettir illa. Séu þessir smartbílar illa standsettir úti, þá hlýtur eigandinn að bera kostnaðinn hjá Brimborg.

https://www.visir.is/g/20212084206d/sel ... if-reidina

Gott að komin er (vonandi fordæmisgefandi) niðurstaða í þetta mál, en til þess þurfti auðvitað dómstóla.
Síðast breytt af mikkimás á Fös 12. Mar 2021 22:30, breytt samtals 1 sinni.




himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 386
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf himminn » Lau 13. Mar 2021 15:33

mikkimás skrifaði:
mikkimás skrifaði:Langar svo að nefna tvö atriði.

Nýir bílar bila líka. Er ekki að segja viðhaldskostnaðurinn sé sá sami og með gamlan bíl, en þeir bila líka. Að halda annað er barnaskapur.

Svo kemur líka fyrir að nýir bílar séu standsettir illa. Séu þessir smartbílar illa standsettir úti, þá hlýtur eigandinn að bera kostnaðinn hjá Brimborg.

https://www.visir.is/g/20212084206d/sel ... if-reidina

Gott að komin er (vonandi fordæmisgefandi) niðurstaða í þetta mál, en til þess þurfti auðvitað dómstóla.


Er eitthvað sem kemur i veg fyrir að þeir útfæri þetta bara á annan hátt þannig þeir séu bara milligönguaðili eins og þeir vilja meina í þessu máli?




mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf mikkimás » Lau 13. Mar 2021 16:52

himminn skrifaði:Er eitthvað sem kemur i veg fyrir að þeir útfæri þetta bara á annan hátt þannig þeir séu bara milligönguaðili eins og þeir vilja meina í þessu máli?

Veit ekki, er ekki lögfræðingur og veit ekkert meira um þetta mál en það sem stendur í fréttinni.

En mér þykir ólíklegt að svona gaukar vilji til lengdar standa í svona bissness ef þeir þurfa á endanum að bera ábyrgð á standsetningu erlendis, tala nú ekki um tjón við flutning til landsins.




Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Predator » Lau 13. Mar 2021 17:29

mikkimás skrifaði:
himminn skrifaði:Er eitthvað sem kemur i veg fyrir að þeir útfæri þetta bara á annan hátt þannig þeir séu bara milligönguaðili eins og þeir vilja meina í þessu máli?

Veit ekki, er ekki lögfræðingur og veit ekkert meira um þetta mál en það sem stendur í fréttinni.

En mér þykir ólíklegt að svona gaukar vilji til lengdar standa í svona bissness ef þeir þurfa á endanum að bera ábyrgð á standsetningu erlendis, tala nú ekki um tjón við flutning til landsins.


Standsetning á bílum er einfalt og idiot proof ferli sem kemur því ekkert við hvort þeir bili svo eftir á eða ekki. Stundum er maður einfaldlega óheppinn með það hvað kemur af færibandinu. En það eru nú flestir framleiðendur held ég í dag með einhverjar grunn alheimsábyrgðir en svo eru umboðin hérna heima, og annarsstaðar, oft að bjóða upp á lengri ábyrgðir annaðhvort gegn aukagjaldi eða innifalið.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf Dúlli » Lau 13. Mar 2021 17:41

Bara flott að kaupandinn vann gegn seljandanum. Hver væri þá annars tilgangur að versla við svona millilið og fá svona svakalega galla. Auk þessi 900þ fyrir viðgerð á 9-11m króna bíl myndi ég segja vera mjög vel sloppið.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf rapport » Lau 13. Mar 2021 18:41

Keypti Town&Country 2007 í gegnum - http://sparibill.is/

Hef mælt með þeim síðan og þessir 2-3 sem maður þekkir sem hafa keypt af þeim hafa verið sáttir.

Gætir kannað hvort það sé hægt að fá Volvo í gegnum þá á svipuðum kjörum.




Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á Volvo í gegnum Smartbilar.is

Pósturaf B0b4F3tt » Sun 14. Mar 2021 19:24

Jæja það kemur í ljós fljótlega hvernig þetta fer. Pantaði nýjan Volvo í gegnum Smartbíla fyrir mánuði síðan.