Síða 1 af 1

Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 12:37
af osek27
Vantar að wrappa teslu model 3 í matt rauðum, áttar einhver sig hvað það myndi kosta og einhver með reynslu af fyritækjum sem wrappa vel. Ætla ekki að eyða nær halfri miljon til að láta gera þetta verra en eg myndi gera það sjalfur úti skúr. Þarf að vera tip top

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 12:39
af Pandemic
Ég spjallaði einu sinni við strákana hjá Enso um þetta og þeir mæltu með Bílafötum. Finnur þá á Facebook.
Hef ekki prófað sjálfur en það eru þó meðmæli frá umboðinu á þessum filmum.

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 12:47
af bteddi
Best að sleppa því. Fer illa með lakk

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 13:00
af osek27
langar samt að breyta um lit ur hvitum yfir i matt rauðan svo nei eg vil ekki sleppa þvi. Það líka verndar lakkið mun meira heldur en að fara illa með það. Ef það er vel gert auðvitað

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 14:02
af DaRKSTaR
osek27 skrifaði:langar samt að breyta um lit ur hvitum yfir i matt rauðan svo nei eg vil ekki sleppa þvi. Það líka verndar lakkið mun meira heldur en að fara illa með það. Ef það er vel gert auðvitað


verndar ekkert lakkið.. þegar þú loks rífur þessa filmu af þá skemmist lakkið, fer af með filmunni í mörgum tilfellum.. getur séð þetta á youtube.
gætir þurft að sprauta bílinn þegar þú rífur filmuna af honum.

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 19:05
af arons4
DaRKSTaR skrifaði:
osek27 skrifaði:langar samt að breyta um lit ur hvitum yfir i matt rauðan svo nei eg vil ekki sleppa þvi. Það líka verndar lakkið mun meira heldur en að fara illa með það. Ef það er vel gert auðvitað


verndar ekkert lakkið.. þegar þú loks rífur þessa filmu af þá skemmist lakkið, fer af með filmunni í mörgum tilfellum.. getur séð þetta á youtube.
gætir þurft að sprauta bílinn þegar þú rífur filmuna af honum.

Á meðan filman er á bílnum þá ryðgar hann ekki, þótt þetta fari illa með lakkið þá ver þetta sjálft boddíið.

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 22:03
af Tiger
Bull og vitleysa að góð filma frá Avery eða 3M (sem Enso selur og bílaföt nota) fari illi með lakkið. Má vel vera að eitthvað rusl wrapp geri það, en ekki gæða vara.

Lét bílaföt wrappa minn BMW á sínum tíma, var geggjað og fær hann mín bestu meðmæli.

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 22:57
af osek27
Sammála. Bull og vitleysa. Ef eg a að taka filmuna af þa wrappa eg hann vara aftur. Lakkið a model 3 kemur hörmulegt ur verksmiðju, eins og bara a flestum bilum i dag eftir að það var breytt lögum með að hafa umhverfisvænt lakk. Takk eg fer til bílaföt

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 22:57
af osek27
Hvað kostaði að wrappa bilinn þinn nakvæmlega?

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Þri 15. Sep 2020 23:13
af kjartanbj
Það er heldur ekki sama hvernig svona filma er tekin af, maðir slítur hana ekkert af bara, verður að hita hana og þá rennur þetta yfirleitt af, ég tími samt ekki að láta wrappa mína Teslu, fáránlega dýrt

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Mið 16. Sep 2020 22:14
af osek27
vantar ennþa svona sirka verð a matt rauðum lit

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Mið 16. Sep 2020 23:33
af Klemmi
osek27 skrifaði:vantar ennþa svona sirka verð a matt rauðum lit


Viltu ekki bara spyrja Bílaföt um verð? Allavega 2 hér í þræðinum búnir að mæla með þeim...

Re: Hvar er best að wrappa bílinn

Sent: Fim 17. Sep 2020 13:24
af demaNtur
bteddi skrifaði:Best að sleppa því. Fer illa með lakk


:face
DaRKSTaR skrifaði:
osek27 skrifaði:langar samt að breyta um lit ur hvitum yfir i matt rauðan svo nei eg vil ekki sleppa þvi. Það líka verndar lakkið mun meira heldur en að fara illa með það. Ef það er vel gert auðvitað


verndar ekkert lakkið.. þegar þú loks rífur þessa filmu af þá skemmist lakkið, fer af með filmunni í mörgum tilfellum.. getur séð þetta á youtube.
gætir þurft að sprauta bílinn þegar þú rífur filmuna af honum.


:face