Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 01. Okt 2020 12:42

Sælir vaktarar

Er að spá í kaupum á Bmw 3 línu (E90) 2006 módeli og er ekkert endilega viss hvort það sé bluetooth í bílnum fyrir síma og tónlist. Goggi frændi segir að þetta hafi ekki verið staðalbúnaður í þessum bílum. Ef það er ekki bluetooth í bílnum er þá hægt að láta græja svoleiðis í bílinn hérna á klakanum?

Ég er búinn að finna nokkur flott tæki t.d. þetta: https://avinusa.com/9-multimedia-naviga ... 2-e93.html

Þá væri ég semsagt að skipta original tækinu út. Hef bara ekkert vit á þessu enda rúm 20 ár síðan ég hef látið skipta út hljómtækjum í bíl :)

Er eitthvað verkstæði hérna á landi sem tekur svona að sér, hvort sem er að ég komi með tæki til þeirra og þeir setja í eða að þeir selji samskonar tæki og setji þau í?

Kv. Elvar



Skjámynd

Hjaltifr123
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 24. Sep 2020 14:45
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf Hjaltifr123 » Fim 01. Okt 2020 12:53

Nesradio er mikið í þessu. Hvort að konan í afgreiðslunni gúdderi að þú komir með eitthvað sem þú kaupir sjálfur annars staðar er svo annað mál :D


i7 7700K [4.8GHz] - NH-D15 - GTX 980 Ti - Gigabyte Z270 K3 - Vengeance LPX 16GB 3000MHz


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf pepsico » Fim 01. Okt 2020 14:56

Ég var einu sinni í nákvæmlega sömu pælingum með E46 BMW. Ég keypti bara Bluetooth FM útvarpssendi sem tengdist sjálfkrafa við símann minn þegar ég settist inn í bílinn og gerði mér kleift að spila tónlist úr símanum í bílahljóðkerfinu sem og taka símtöl. Stillti sendinn bara á útvarpstíðni sem var ekki í notkun og hafði útvarpið stillt á hana. Ég notaði þetta daglega og var aldrei ósáttur--og borgaði 10.000 krónur fyrir tækið. Í dag eru þessi tæki ennþá ódýrari og eflaust betri. Þetta er svo mikið ódýrari lausn að ég myndi telja það þess virði að prófa þetta fyrst áður en þú settir ca. 100 þús. í að uppfæra fjórtán ára gamlan bíl (ef þú endar á að kaupa hann).




gunnji
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 21. Des 2008 19:28
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf gunnji » Fim 01. Okt 2020 16:02

Ég fór í miklar og dýrar aðgerðir til að fá Bluetooth í M5-inn minn. Keypti á svipuðum tima Bluetooth 5.0 fm sendi. Kostaði 400 kr.
Ég vsr svo sár og svekktur að hafa eytt tugum þúsunda og mörgum tímum í bílskúrnum því hljómurinn og virkni fm sendsins var lygileg. Merkið var það sterkt að það tók yfir allar helstu tíðnir. Skiptir ekki máli að þú setjir á fm 95.7 á sendinum, það tók bara yfir það og yfirgnæfði venjulegu utvarpssendinguna. Miklar framfarir í þessari tækni miðað við fyrir 10 árum.
Ef þú vilt eyða tugum þúsunda fyrir sömu virkni og kannski 1000 kr geta gefið þér, þá er það í lagi, en bruðl




Thomzen1
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mið 13. Feb 2019 19:26
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf Thomzen1 » Fim 01. Okt 2020 16:36

Ef það er Jack í bílnum þínum þá mæli ég með þessu
ISK 295 12% Off | Bluetooth 5.0 Car Kit Mini 3.5mm Jack AUX Handsfree Stereo Music Audio Receiver Adapter for Car Headphone Speaker #2
https://a.aliexpress.com/_mrwSPNl

Kostar baunir og virkar vel í E70 x5



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1539
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf andribolla » Fim 01. Okt 2020 20:29

Hafðu samband við Halla hja hljóðlausnum (770-6212)
Hann reddar þessu :)

https://hljodlausnir.is/
Síðast breytt af andribolla á Fim 01. Okt 2020 20:30, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth í BMW 3 línu 2006

Pósturaf Danni V8 » Mán 05. Okt 2020 03:31

Allt bluetooth sem var OEM í E90 var einungis til að tala í síma, ekki spila tónlist.

Þessi Avin tæki eru full dýr, looka asnalega og það þarf að færa control panelið fyrir miðstöðina niður á asnalegan stað.

Held að besta í stöðunni er að nota annað hvort aux-ið beint í símann (það gerði ég á mínum E91) eða kaupa einhverskonar adapter sem tengist í Aux tengið.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x