Bluetooth to FM í bíl

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 286
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 09. Okt 2020 07:43

Sælir Vaktarar

Svona í framhaldi af minni spurningu um daginn varðandi að setja Bluetooth í BMW E90 bíl þá var mér bent á að setja bara Bluetooth to FM thingy í bílinn í staðinn fyrir að eyða fullt af peningum í hitt.

Því spyr ég ykkur, hvað hefur fólk verið að kaupa í þessu? Hvað eru góð kaup? Hef séð að einhver svona tæki eru með mic fyrir símtöl. Hvernig er það að koma út?

Kv. Elvar



Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2462
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 212
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf GullMoli » Fös 09. Okt 2020 09:07

Ég og 3 aðrir sem ég þekki erum að nota þennan https://www.aliexpress.com/item/3267472 ... 4c4dt1QwEE

Virkar merkilega vel sem FM sendir. Getur haft hann bæði á kínversku og ensku með hreim :lol: Símtöl eru hræðileg í þessu þar sem míkrafónninn er í sjálfri græjunni sem er vanalega á fáránlegum stað. Hinsvegar tengist þetta símanum alltaf strax.

Fyrstu sekúndurnar sem tækið er að fara í gang þá sýnir það voltin í bílnum, getur komið sér vel ef maður heldur að bíllinn sé ekki að hlaða geyminn nægilega vel (taka græjuna úr sambandi og stinga aftur í samband til að sjá núverandi volt).
Síðast breytt af GullMoli á Fös 09. Okt 2020 13:26, breytt samtals 1 sinni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf raggos » Fös 09. Okt 2020 10:32

Ég á svona gaur eins og Gullmoli er að vísa í. Virkaði mjög vel í bílnum sem ég var að nota þetta í en hef ekki not fyrir þetta lengur ef þú vilt kaupa þetta á 1500kall.
Bara enska röddin með kínverska hreiminum í þessari græju þegar þú tengir er krónanna virði :)



Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf kusi » Fös 09. Okt 2020 13:22

Ég keypti Roidmi 3S um daginn.

Hljóðið úr honum er ágætt - en...

Appið sem þú átt að nota til að breyta um FM rás er ekki lengur í boði á App Store og eitthvað "Xiaomi Home" app sem maður á að nota í staðinn styður ekki þennan kubb! Ég er því fastur á FM 96,4 með miklum truflunum frá Létt Bylgjunni eða hverju sem er þarna nálægt sem gerir kubbinn í raun ónothæfann.

Þá er hann mjög lengi að bípa og dingla eitthvað þegar ég set bílinn í gang, jafnvel eftir að ég er búinn að para og byrjaður að spila eitthvað í gegnum hann.

Veit ekki hvort þessi kaup séu lágpunktur ársins en sennilega í öðru sæti á eftir heimsfaraldri.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf littli-Jake » Fös 09. Okt 2020 16:29

Svona FM sendar eru ekkert frábærir. Eiginlega pínu drasl. En þessir 2k ali sendar eru ekkert mikið verri en 8k elko dót


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


gunnji
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 21. Des 2008 19:28
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Bluetooth to FM í bíl

Pósturaf gunnji » Lau 10. Okt 2020 10:35

Ég er algjörlega ósammála því að þetta sé drasl.
Ég er búinn að kaupa núna tvö stykki seinasta árið. Gaf annað því mér fannst svo mikil snilld hvað það væri mikil framför í þessu seinustu ár og vildi deila gleðinni.

Ef ég ætti að kaupa í dag þá fengi ég mér eitt af BT 5.0 af Ali frá Baseus