Síða 1 af 1

LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 14:02
af peturm
Fyrir nokkrum árum fiktaðu maður við að setja aftermarket Xenon perur í venjuleg aðalljós og fékk yfirleitt skammir fyrir hjá skoðunarmönnum.

Núna hafa menn hinsvegar verið að setja LED perur í aðallajósin og að því er virðist hangið innan regluverksins.
Þá er spurningin, hvað hafa menn prófað af þessu dóti? Mér finnst eitthvað blóðugt að borga 20kall fyrir þetta hérna heima ef þetta kostar 8-10$ á Ali og 30-40$ á Amazon. Hinsvegar nennir maður ekki að vera með þetta í höndunum stöðugt og kaupir heldur eitthvað sem virkar.

Hefur fólk hér reynslu af einhverju svona dóti?

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 14:29
af Náttfari
Ég skoðaði þetta mikið á sínum tíma. Það er til fullt af drasli sem lýsir í allar áttir.

Ég endaði á að kaupa þetta hér: Philips X-tremeUltinon Gen2 H7 LED Bulbs 5800K.
Kostar hér heima ca. 26 þús í stillingu, var dýrara að panta þetta að utan.

Ég tók mitt úr bílnum eftir 3 vikur því ég fékk tilboð í bílinn og seldi hann.

Það er til sölu með canbus leiðrétti á 20 k ef einhver hefur áhuga.

Mynd

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 16:53
af halli7
Ég er einmitt með svona Philips kerfi, pantaði það reyndar frá Aliexpress.
Búið að vera í bílnum í tæp tvö ár og bara algjör snilld, í aðalljósum og þokuljósum í stuðara (2 sett).

Svona sett með kælingunni í svona borðum, sum þessi kerfi eru með viftu aftaná, ég hafði ekki pláss fyrir svoleiðis.

https://www.aliexpress.com/item/3305138 ... web201603_

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 18:16
af kjartanbj
Lang flestum tilvikum algerlega óþolandi að mæta liði sem er með eitthvað svona aftermarket Led/Xenon í halogen ljóskerjum sem lýsa í allar áttir , peran þarf að passa nákvæmlega rétt í ljóskerið til þess að lýsa ekki í allar áttir, geislin í perunni þarf að vera á nákvæmlega réttum stað til að þetta virki rétt sem það gerir í flestum tilvikum ekki

rétt að benda á að td með þetta kit sem er bent á hérna fyrir ofan stendur á pakkanum "Not for use on public roads" og "Designed for rally and race tracks" ergo þetta er ekki viðurkennt í götubíla

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 18:18
af Fumbler
Fannst þetta video áhugavert um þessar pælingar.
https://www.youtube.com/watch?v=FPcE-fWHmww

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 18:47
af Náttfari
Hefur þú mætt nýjum Mitsúbitchí PHEV eða XC90 nýlega í myrkri. Ég verð alveg staurblindur.

Þessi philips pera er með stilliskrúfu fyrir geislann og þetta er mögulega vandaðasti skurður sem ég hef séð að fràtöldum Audi LÉÐ ljósnunum.

Vert er að benda á að til þessi pera virki best þá þarf að vera CAt-ey ljóskúpull í aðalljósnunun.

kjartanbj skrifaði:Lang flestum tilvikum algerlega óþolandi að mæta liði sem er með eitthvað svona aftermarket Led/Xenon í halogen ljóskerjum sem lýsa í allar áttir , peran þarf að passa nákvæmlega rétt í ljóskerið til þess að lýsa ekki í allar áttir, geislin í perunni þarf að vera á nákvæmlega réttum stað til að þetta virki rétt sem það gerir í flestum tilvikum ekki

rétt að benda á að td með þetta kit sem er bent á hérna fyrir ofan stendur á pakkanum "Not for use on public roads" og "Designed for rally and race tracks" ergo þetta er ekki viðurkennt í götubíla

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 21:04
af Kiddi84
Ég er að flytja svona inn og selja, búinn að vera í þessu í tæp 14 ár. Fyrst xenon svo led, það var talsvert framfaraskref að fara úr xenon í led þegar það fór að virka almennilega.

Getur heyrt í mér ef þú vilt og ég er ekki að selja neitt á 20 þús sem kostar 8-10$ á Ali, reyndar er ég ekki að selja neitt stakt kerfi á 20 þús. Það dýrasta er á 15 þús og það ódýrasta á 4 þús.

Er með síma 860-4400 ef þú eða einhver annar vill forvitnast.

Re: LED aðalljósaperur

Sent: Fös 29. Jan 2021 21:46
af kjartanbj
Náttfari skrifaði:Hefur þú mætt nýjum Mitsúbitchí PHEV eða XC90 nýlega í myrkri. Ég verð alveg staurblindur.

Þessi philips pera er með stilliskrúfu fyrir geislann og þetta er mögulega vandaðasti skurður sem ég hef séð að fràtöldum Audi LÉÐ ljósnunum.

Vert er að benda á að til þessi pera virki best þá þarf að vera CAt-ey ljóskúpull í aðalljósnunun.

kjartanbj skrifaði:Lang flestum tilvikum algerlega óþolandi að mæta liði sem er með eitthvað svona aftermarket Led/Xenon í halogen ljóskerjum sem lýsa í allar áttir , peran þarf að passa nákvæmlega rétt í ljóskerið til þess að lýsa ekki í allar áttir, geislin í perunni þarf að vera á nákvæmlega réttum stað til að þetta virki rétt sem það gerir í flestum tilvikum ekki

rétt að benda á að td með þetta kit sem er bent á hérna fyrir ofan stendur á pakkanum "Not for use on public roads" og "Designed for rally and race tracks" ergo þetta er ekki viðurkennt í götubíla



Það er stór munur að setja svona perur í projector ljós eða halógen ljósker