Tilboð í bíl á bílasölu

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
gaui-
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 13:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf gaui- » Þri 25. Maí 2021 13:39

Sælir veriði,

Er að velta fyrir mér hvað þykir eðlilegt að bjóða mikið undir uppsettu verði á bíl á bílasölu.

Segjum meðalbíll sem ásett verð er um 3 millur?

Er einhver þumalputtaregla sem er hægt að nota, eða fer þetta eftir tugum breytna hverju sinni?



Skjámynd

Úlvur
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 30. Jan 2018 13:52
Reputation: 7
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf Úlvur » Þri 25. Maí 2021 13:48

getur gert ráð fyrir að þeir lækka sig eitthvað allavega. hef fengið bíl á 100k þegar hann var verðmerktur 200k.
bauð 4.7m í bíl sem var á TILBOÐI hjá þeim á 5mil. fékk það ekki.... hringdu í mig 3 dögum seinna sögðu
ég gæti fengið hann á 4.8mil. sagði ég myndi koma og sækja hann strax ef ég fengi hann á 47.5mil. þeir samþykktu það.

fer eftir eftirspurn. er ekki bílasölur að hrynja hér og þar þessa daganna?
er enginn sérfræðingur, en því minni eftirspurn því meira gætiru átt von á því að þeir lækki sig.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 520
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf DabbiGj » Þri 25. Maí 2021 14:01

Það er engin þumalputtaregla, það getur alltaf verið gott að prútta.

Það er best að skoða hvernig bílinn er verðlagður miðað við svipaða bíla, er hann búinn að vera lengi á sölu o.s.f.

Liggur eiganda á að selja o.s.f.

Þú tekur alla þessa þætti, setur í vasareikninn og kemur upp með boð í bílinn




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1750
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf blitz » Þri 25. Maí 2021 14:14

Engin regla.

Minn reiknaðist í kerfinu hjá Heklu á 2.856.000 (sem miðast þá við söluverð á sambærilegum bílum), ásett verð 2.990.000. Til samanburðar var uppítökuverð 2.450.000.


PS4

Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf kusi » Þri 25. Maí 2021 14:20

Fyrir nokkuð löngu síðan keypti ég bíl á bílasölu. Eftir langt og strembið prútt tókst mér að lækkað verðið um 10% en fékk að heyra frá buguðum bílasalanum að ég hefði heldur betur fengið góðan afslátt. Daginn eftir mætti ég með gamla bílinn minn á sömu bílasölu og fékk matsverð fyrir hann. Þá bætti bílasalinn við: "já, og svo veistu að það er standard að gefa 10% af ásettu verði".

Veit annars ekki hversu almenn þessi 10% regla er...

Bendi á að það eru oft möguleikar á að semja um annað en verðið, t.d. hvaða dekk fylgja, felgur eða e-ð slíkt. Báðir aðilar geta grætt á slíku.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1561
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 94
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf ColdIce » Þri 25. Maí 2021 16:51

2.6 hiklaust
Nóg til af notuðum bílum


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 14 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Zero 10X | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf Predator » Þri 25. Maí 2021 22:17

Engin regla á þessu en það er alltaf í góðu lagi að fara 10-15% amk niður. Í dag er samtals rosalegur seljanda markaður, sérstaklega í jeppum og jepplingum, svo ég myndi ekki sitja of lengi á mér ef þú ert með augastað að góðum bíl.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Höfundur
gaui-
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 25. Maí 2021 13:30
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tilboð í bíl á bílasölu

Pósturaf gaui- » Fös 28. Maí 2021 13:08

Þakka góð svör, hef þá einhverja hugmynd áður en ég byrja að bjóða