Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 13. Okt 2021 14:03

Sælir,
ég keypti mér minn fyrsta bíl núna fyrir nokkrum mánuðum og þá er komið að því að þurfa kaupa ný dekk undir bílinn fyrir veturinn. Er búinn að vera skoða nagladekk á helstu íslenskum síðum og búðum og fæ rándýr verð fyrir 4stk af dekkjum. Talandi um yfir 200k fyrir dekkin, svo á eftir að skipta um dekk sem kostar sitt.
Er að velta því fyrir mér hvort að það taki sér að vera á vetrar/heilsársdekkjum ef ég er að keyra oft til keflavíkur/utan höfuðborgarsvæðisins eða hvort það sé skást að vera á negldum? :-k

Svo er ég líka að pæla hvort ég komi ákveðnum stærðum undir bílinn sem eru stærri en "eiga" að vera undir bílnum. Ég er s.s. á Volvo V60 sem eiga að vera með 235/40R18 undir honum, en spá hvort að 235/55R18 passi undir. Er það eitthvað sem hægt er að tjekka á? :^o


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Secondary:
Ryzen 5 3700x | Asus Prime X370 | Trident Z 2x16gb | Asus ROG Strix GTX 1070 | Phanteks P400s | RM650i | Samsung 970 EVO Plus

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf GuðjónR » Mið 13. Okt 2021 14:12

Nagladekk eru ofmetin og óþörf.
Mér finnst best að keyra á heilsársdekkjum.




MrIce
Gúrú
Póstar: 587
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf MrIce » Mið 13. Okt 2021 14:21

Ef þú ert ekki að fara mikið útá land eða á vegi sem eru ekki dauðsaltaðir til helvítis á veturna þá er engin þörf á nöglum.
Góð heilsársdekk eða vetrardekk duga fínt. Mér finnst persónulega best að vera með 2 sett af dekkjum, 1 sumarsett á heilsárs og 1 vetrarsett á vetrardekkjum. Keflavíkurleiðin og þessar helstu stofnæðar til og frá höfuðborginni eru saltaðar til andskotans þannig að góð vetrar/heilsárs ættu allveg að virka


-Need more computer stuff-


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Tengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Klemmi » Mið 13. Okt 2021 14:29

Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.
Síðast breytt af Klemmi á Mið 13. Okt 2021 14:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Henjo » Mið 13. Okt 2021 14:34





Einar Ásvaldur
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Mán 02. Des 2019 17:53
Reputation: 8
Staðsetning: 210
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Einar Ásvaldur » Mið 13. Okt 2021 14:36

Fennimar002 skrifaði:Sælir,
ég keypti mér minn fyrsta bíl núna fyrir nokkrum mánuðum og þá er komið að því að þurfa kaupa ný dekk undir bílinn fyrir veturinn. Er búinn að vera skoða nagladekk á helstu íslenskum síðum og búðum og fæ rándýr verð fyrir 4stk af dekkjum. Talandi um yfir 200k fyrir dekkin, svo á eftir að skipta um dekk sem kostar sitt.
Er að velta því fyrir mér hvort að það taki sér að vera á vetrar/heilsársdekkjum ef ég er að keyra oft til keflavíkur/utan höfuðborgarsvæðisins eða hvort það sé skást að vera á negldum? :-k

Svo er ég líka að pæla hvort ég komi ákveðnum stærðum undir bílinn sem eru stærri en "eiga" að vera undir bílnum. Ég er s.s. á Volvo V60 sem eiga að vera með 235/40R18 undir honum, en spá hvort að 235/55R18 passi undir. Er það eitthvað sem hægt er að tjekka á? :^o


Kæmir alldrei 235/55-18 undir v60 mjög hæpið að þú kæmir 235/45-18 undir hann
Hann myndi allveg keyra en þegar það kæmi að því að dempararnir færu saman myndu dekkin fara upp undir,

235 eru millimetra á breydd dekksins svo er seinni talan % af fyrri tölunni svo 235/40-18 er 23.5cm á breydd og svo frá felgu i enda á gúmmí (prófill) er það 9.4 cm en 235/55 væri 12.925 cm prófill
Þá væri bilinn 2cm hærri og myndi líklegast rekast strax uppundir

Sérð þetta betur henta ef þú setur inn tölurnar
https://tiresize.com/comparison/
Síðast breytt af Einar Ásvaldur á Mið 13. Okt 2021 14:38, breytt samtals 1 sinni.


CPU : Ryzen 7 5800x - MBO : Gigabyte Aorus B550M PRO-P - Mem : 32GB 3600Mhz Corsair Vengeance RGB PRO - Cooler : Liquid Freezer II 280 -
Kassi : Cooler Master Silenco S600 - PSU : Corsair RM750x 80+ Gold - GPU : RTX 3070 ti AMP HOlOBLACK - M.2 : Samsung EVO 970 1TB
SSD : 250 Gb Crusial -HDD : 3 Tb WD Red -

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf DaRKSTaR » Mið 13. Okt 2021 14:42

GuðjónR skrifaði:Nagladekk eru ofmetin og óþörf.
Mér finnst best að keyra á heilsársdekkjum.


alveg hárrétt hjá þér ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá hefurðu ekkert með þetta að gera, allt saltað í rusl þarna ef þú ert úti á landi þá er ekkert saltað engir vegir eða neitt.

margir skilja ekki dekk og kunna ekki að lesa á miðana sem er á þeim, viss dekk eru framleidd fyrir vissar aðstæður t.d ónelgd mikróskorin dekk eru góð á þurru malbiki eða í miklu frosti, gera ekkert gagn í blautu svelli enda eru þau ratuð mjög látt í því frá framleiðanda.

svo koma nelgd dekk sem eru hönnuð fyrir að keyra á blautu svelli sem er nánast alltaf á íslandi á veturnar út á landi og nagladekkin eru hönnuð til að ná gripi einmitt við þær aðstæður, mikroskorin dekk ná engu gripi, svona eins og að keyra yfir þetta á sumardekkjum, fyrir þá sem vilja þræta fyrir því keyrið upp á heiði þegar það er það er blautt svell og þú getur speglað þig í veginum á ónelgdum dekkjum, sjáðu hvað þú ferð lángt,, sá sem er á nöglunum fer upp hinn ekki.

ég bý á akureyri, keyri mikið austur,, ég er með michelin ice x north 4 undir bílnum hjá mér, 250 naglar í dekki.. pottþétt grip, þetta snýst allt um öryggi ekki um slit á vegum, svona eins og að segja mönnum að sleppa því að vera með bílbelti.. það bara meikar ekki sens.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Tbot » Mið 13. Okt 2021 15:20

Henjo skrifaði:https://www.visir.is/g/20212166957d/-nagladekk-eru-bara-urelt-


Því miður dæmigerðar yfirlýsingar frá aðila sem er ekki með dekkjamálin á hreinu.




Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Mossi__ » Mið 13. Okt 2021 15:27

Nagladekk eða uppfæra tryggingarnar.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Tbot » Mið 13. Okt 2021 15:28

Ef þú keyrir bara í bænum eftir klukkan 6:00 á morgnanna og fyrir miðnætti þá duga vetrardekkin.

Að mig minnir þá byrjar söltun í bænum ekki fyrr en 5:00 (velkomið að leiðrétta ef það er rangt) og hættir á kvöldin rétt áður en strætó fer í síðustu ferðir.

Þannig að akstur á nóttunni og út á land þá er alltaf betra að vera á nagladekkjum eða loftbóludekkjum, hef prófað loftbóludekk frá bridgestone og þau voru góð, verst er hvað þau eru dýr miðað við nagladekkin og voru ekki að endast eins vel.

Eins og var nefnt hér á undan, þá snýst þetta alltaf um öryggi þitt og þinna en ekki einhverja þráhyggju hjá liði sem hatar bíla.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Hauxon » Mið 13. Okt 2021 15:38

Skoðaðu vipdekk.is og dekk1.is, ódýr dekk þar. Ættir að geta notað 225/45 og mögulega 235/45, best að reikna stærðina út.



Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 13. Okt 2021 15:49

Klemmi skrifaði:Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.



Já. Það er planið fyrir sumardekkin \:D/


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Secondary:
Ryzen 5 3700x | Asus Prime X370 | Trident Z 2x16gb | Asus ROG Strix GTX 1070 | Phanteks P400s | RM650i | Samsung 970 EVO Plus


Einar Ásvaldur
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Mán 02. Des 2019 17:53
Reputation: 8
Staðsetning: 210
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Einar Ásvaldur » Mið 13. Okt 2021 15:53

Fennimar002 skrifaði:
Klemmi skrifaði:Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.



Já. Það er planið fyrir sumardekkin \:D/

Ef þú ert qð íhuga að kaupa aðrar felgur myndi ég kaupa 17” á volvo dekkin stundum odyrari og betra að vera með stærri prófill á veturnar væri þá 225/50-17 eða 235/45-17


CPU : Ryzen 7 5800x - MBO : Gigabyte Aorus B550M PRO-P - Mem : 32GB 3600Mhz Corsair Vengeance RGB PRO - Cooler : Liquid Freezer II 280 -
Kassi : Cooler Master Silenco S600 - PSU : Corsair RM750x 80+ Gold - GPU : RTX 3070 ti AMP HOlOBLACK - M.2 : Samsung EVO 970 1TB
SSD : 250 Gb Crusial -HDD : 3 Tb WD Red -

Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 13. Okt 2021 15:59

Einar Ásvaldur skrifaði:
Fennimar002 skrifaði:
Klemmi skrifaði:Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.



Já. Það er planið fyrir sumardekkin \:D/

Ef þú ert qð íhuga að kaupa aðrar felgur myndi ég kaupa 17” á volvo dekkin stundum odyrari og betra að vera með stærri prófill á veturnar væri þá 225/50-17 eða 235/45-17


Planið var nú að kaupa stærri og flottari felgur fyrir sumardekkin og þessar sem eru undir bílnum núna yrðu fyrir veturinn. En hvað veit ég, ég kann lítið sem ekkert á dekk og felgur :^o


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Secondary:
Ryzen 5 3700x | Asus Prime X370 | Trident Z 2x16gb | Asus ROG Strix GTX 1070 | Phanteks P400s | RM650i | Samsung 970 EVO Plus

Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 13. Okt 2021 16:08

Miðað við hvernig flestir svöruðu, þá held ég að það sé skást að kaupa vetrardekk þar sem ég keyri ekkert út á land um veturinn. Verð bara á suðurnesjunum og höfuðborgarsvæðinu.

Hvernig vetrardekkjum mynduði mæla með? Harðskelja dekk? (Veit ekkert hvað harðskelja dekk eru)


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Secondary:
Ryzen 5 3700x | Asus Prime X370 | Trident Z 2x16gb | Asus ROG Strix GTX 1070 | Phanteks P400s | RM650i | Samsung 970 EVO Plus


Einar Ásvaldur
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Mán 02. Des 2019 17:53
Reputation: 8
Staðsetning: 210
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Einar Ásvaldur » Mið 13. Okt 2021 16:09

Fennimar002 skrifaði:
Einar Ásvaldur skrifaði:
Fennimar002 skrifaði:
Klemmi skrifaði:Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.



Já. Það er planið fyrir sumardekkin \:D/

Ef þú ert qð íhuga að kaupa aðrar felgur myndi ég kaupa 17” á volvo dekkin stundum odyrari og betra að vera með stærri prófill á veturnar væri þá 225/50-17 eða 235/45-17


Planið var nú að kaupa stærri og flottari felgur fyrir sumardekkin og þessar sem eru undir bílnum núna yrðu fyrir veturinn. En hvað veit ég, ég kann lítið sem ekkert á dekk og felgur :^o


Getur svosem allaveg keyot 19” felgur fyrir sumarið en þá eru dekkin orðin dýrari myndi ég halda,
Oftast wr það þannig því minni prófill og stærri felgu stærð því dýrari dekk
Myndi allavega skoða þessa síðu sem ég setti inn aðan og fara eftir stærðinni sem a að vera (235/40-18)
Og fynna dekk sem eru í með sama ummal þótt það sé þá 17”,18” eða 19” bara að ummál sé nokkurn vegin það sama


CPU : Ryzen 7 5800x - MBO : Gigabyte Aorus B550M PRO-P - Mem : 32GB 3600Mhz Corsair Vengeance RGB PRO - Cooler : Liquid Freezer II 280 -
Kassi : Cooler Master Silenco S600 - PSU : Corsair RM750x 80+ Gold - GPU : RTX 3070 ti AMP HOlOBLACK - M.2 : Samsung EVO 970 1TB
SSD : 250 Gb Crusial -HDD : 3 Tb WD Red -

Skjámynd

Höfundur
Fennimar002
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fennimar002 » Mið 13. Okt 2021 16:12

Einar Ásvaldur skrifaði:
Fennimar002 skrifaði:
Einar Ásvaldur skrifaði:
Fennimar002 skrifaði:
Klemmi skrifaði:Getur svo borgað sig að kaupa auka felgur fyrir vetrardekkinn, svo þú þurfir ekki að borga fyrir umfelgun 2x á ári.

Ef þú treystir þér til geturðu þá líka tjakkað upp og skipt sjálfur og sloppið við mögulega traffík á dekkjaverkstæðum.



Já. Það er planið fyrir sumardekkin \:D/

Ef þú ert qð íhuga að kaupa aðrar felgur myndi ég kaupa 17” á volvo dekkin stundum odyrari og betra að vera með stærri prófill á veturnar væri þá 225/50-17 eða 235/45-17


Planið var nú að kaupa stærri og flottari felgur fyrir sumardekkin og þessar sem eru undir bílnum núna yrðu fyrir veturinn. En hvað veit ég, ég kann lítið sem ekkert á dekk og felgur :^o


Getur svosem allaveg keyot 19” felgur fyrir sumarið en þá eru dekkin orðin dýrari myndi ég halda,
Oftast wr það þannig því minni prófill og stærri felgu stærð því dýrari dekk
Myndi allavega skoða þessa síðu sem ég setti inn aðan og fara eftir stærðinni sem a að vera (235/40-18)
Og fynna dekk sem eru í með sama ummal þótt það sé þá 17”,18” eða 19” bara að ummál sé nokkurn vegin það sama


Takk fyrir þetta! Skoða það


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Secondary:
Ryzen 5 3700x | Asus Prime X370 | Trident Z 2x16gb | Asus ROG Strix GTX 1070 | Phanteks P400s | RM650i | Samsung 970 EVO Plus

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 13. Okt 2021 16:17

Nagladekk geta verið mjög hentug á suðvesturhorninu, seinni part vetursins...

Þegar það kemur klaki, þegar það þiðnar.. frystir... þiðnar oog frystir, og klaki myndast víða og er mjööög lengi að fara.

Er búinn að fara með bílinn í dekkjaskipti og ég sé það strax á eyðslunni hvað hann hefur mikið meira grip.
Síðast breytt af Moldvarpan á Mið 13. Okt 2021 16:18, breytt samtals 1 sinni.




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf danniornsmarason » Mið 13. Okt 2021 16:38

Oft er hægt að lækka verð á dekkjum töluvert með því að kaupa mjórri/breiðari þynnri/þykkari
gott að hafa í huga að
Breiðari dekk=meira grip
Mjórri = minna grip
Þykkari = meira comfort, minni líkur á að dekkin springa/rifna á á gróti (eins og low profile gerir) og hækkar bílinn
þynnri = finnur fyrir öllu á veginum og lækkar bílinn

mæli með að prófa að skoða hvort það sé pláss í hjólaskálinni fyrir stærra dekk (og að dempara turninn sé ekki fyrir), hvort sem það er á breidd eða hæð

gott að nota þessa vefsíðu til að átta sig á stærðar mun á orginal og dekkjum sem þú vilt koma undir https://tiresize.com/comparison/

235 talan er breiddin á dekkinu 40 er prósentan á hæð (40% af 235)

225/45r18 ætti t.d. að vera nokkuð safe, enn alltaf reyna að mæla og skoða hvort það kemst undir,

Eða, kaupa bara rétta stærð og ekki spá neitt í þessu, fer eftir hvernig týpa þú ert :happy


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |


falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf falcon1 » Mið 13. Okt 2021 16:54

Ég keypti mér ónelgd Michelin X-Ice Snow því ég vildi fá góð dekk en líka hljóðlát. Ég býð spenntur eftir vetrinum til að sjá hvernig þau reynast. Ég er reyndar á töluvert minni bíl en þú, þ.e. Yaris. :D Ég er aðallega að keyra hérna á SV-horninu.
Ég var á nöglum í fyrra og það var nánast aldrei sem voru aðstæður sem ég þurfti á nöglum að halda þannig að ég ákvað að prófa - í versta falli sel ég þessi og skipti á nagla ef mér finnst ég ekki nógu öruggur.



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1312
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 103
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Fletch » Mið 13. Okt 2021 17:22

ég þoli ekki nelgd vetrardekk en hálf neyðist til að vera á þeim því reykjavíkurborg saltar ekki né sandar afleggjarann sem ég bý í (þeir fara götuna en ekki hliðarafleggjara), er í töluverðum halla og þegar frystir í bleytu er bara hættulegt að vera ekki á nöglum (oft horft á eftir bílum (á vetrardekkjum) renna niður allabrekkun, sem betur fer hefur ekki orðið slys á fólki enn)

hef kvartað við reykjavíkurborg en þeir segja ef við þurfum að taka þennan hliðarafleggjara þurfum við að taka alla og það tæki of langan tíma ( sem er náttla kjaftæði, þurfa bara fara þar sem er halli/brekka)
Síðast breytt af Fletch á Mið 13. Okt 2021 17:22, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen 7900X3D * Nvidia GTX 4090 * Asus ROG STRIX B650E-ITX * 32GB DDR5
LianLi * Seasonic Vertex1200w * Alienware 34" OLED AW3423DWF


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Hlynzi » Mið 13. Okt 2021 17:39

Ég er með Michelin Alpine heilsársdekk á báðum mínum bílum, þau eru 16" (undir slyddujeppa) og þau kostuðu 85 þús. kr. gangurinn í Costco með ásetningu. Þau hafa verið mjög fín, ég er nú mest innanbæjar, þar sem naglar eru oftast algjörlega óþarfir. Ásamt því að ég er bara með 1 dekkja og felgugang, svo það þarf ekki að vera að umfelga eða geyma stafla af dekkjum einhversstaðar.


Hlynur


mikkimás
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 102
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf mikkimás » Mið 13. Okt 2021 18:29

Er búinn að vera suðvesturhornsflakkaralúði alla mína ævi.

Hef ekki notað nagladekk í ca. 15 ár (djö ég er gamall) og hef ekki saknað þeirra heldur.

Ætla ekki að þykjast hafa neitt vit á dekkjum eða keyrslu yfir höfuð, en nagladekk minnka grip við þurrar aðstæður eins mikið og þau auka grip á blautum klaka.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf rapport » Mið 13. Okt 2021 18:41

Ég leik alltaf þann leik að taka einu númeri of stórt af dekkjum, nota tire Size calculator.

Finnst það hjálpa að fá breiðari og belgmeiri dekk, sérstaklega undir smábíla.

Það asnalegasta sem ég sé eru bílar á of litlum dekkjum + minni dekk = meira afl út í veg = meiri líkur á að spóla og skrika

Þessi dekkjavísindi mín eru meira hjátrú en vísindi.

Svo gleymi ég ekki þegar ég keypti einn veturinn loftbóludekk og fannst þau endast illa. Bróðir minn hló og sagði "það eru loftbólur í þeim, við hverju bjóstu?"... Mæli ekki með þeim...



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?

Pósturaf Lexxinn » Mið 13. Okt 2021 19:15

Buy nice or buy twice - ódýr dekk spænast hraðar upp.