Tesla þolir ekki að keyra á 70km hraða ofan í vatn

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Tesla þolir ekki að keyra á 70km hraða ofan í vatn

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 21:09

Síðast breytt af Viktor á Fös 07. Okt 2022 08:23, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf appel » Fim 03. Mar 2022 21:17

Það er eitthvað stórskrítið að batterín séu ekki vatnsheld. Ekki alveg viss að þessi teslu eigandi hafi verið að vaða yfir á, bara venjulegir íslenskir pollar í svona hleypingum.

Svo þetta með 20 cm, hvernig geta þeir firrað sig strax af ábyrgð? Fóru þeir og mældu pollinn? Mér finnst þetta skrítin firring af ábyrgð. Vatn gæti líka hafa skvesst inn í þetta ef pollurinn var 10 cm. Er tölvan í teslunni að geyma upplýsingar um polla-dýpt? Efast um það.

En þetta er víst hannað í kaliforníu, þurrt og hlýtt veður. Svo hefur mér fundist þessar teslur verða ansi lágir miðað við aðra bíla.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf GuðjónR » Fim 03. Mar 2022 21:42

Ef þessir bílar þola ekki polla þá hafa þeir ekkert tíl Íslands að gera.
Ef tryggingarnar ætla að punga út 3-4 millum í hvert skipti sem þessir bílar fara í vatnspoll þá verður þá fljótt að hækka iðgjöldin hjá öllum hinum.
Rosalega umhverfisvænir bílar, eða þannig.




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 21:53

Spurning með aðra rafmagnsbíla ?
Maður þarf að skoða greinilega smáletrið með þetta og annað með aðra rafmagnsbíla.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf urban » Fim 03. Mar 2022 21:57

'ut í hött að þetta sé ekki vatnshelt.
Líka út í hött að tala um "smá poll" þegar að þú þarft að vera í stígvélum til að komast þurrum fótum yfir það.
20 cm dýpt er engin smá pollur að mínu mati.

Það samt sem áður breytir því ekki að bíllinn á að komast yfir það án vandamáls.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 22:10

Á rafhlaðan ekki að vera vatnshelt ég bara spyr ?
Þú getur verið að keyra á mjög blautum vegi og úðin fer um allann bílinn og rafhlöðu og allt í góðu og hún þolir það en
kannski veikleikar hjá Teslu með þetta að þola ekki að fara í polla með þessa dýpt ?




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 22:12





kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf kjartanbj » Fim 03. Mar 2022 22:39

Þessir bílar þola alveg polla . það er bara spurning hvernig þeim eins og öðrum bílum er ekið í þessum "pollum" ég er búin að keyra í fullt af pollum á mínum misdjúpum og aldrei neitt vandamál. það veit engin nema eigandin hvernig honum var ekið í þennan poll eða hversu djúpur hann var í raun , það eru endalaust af myndböndum af Teslum keyrandi í djúpum flóðum allt upp að framrúðu án vandamála, einn sem keyrði Model S Plaid alveg á bólakaf í gegnum vatn nýlega til að búa til youtube myndband.. Þetta er stormur í vatnsglasi bara , ef þú keyrir á 40-60km hraða í 20+ cm djúpt vatn þá getur vatn auðveldlega þrýst einhverstaðar þar sem það á ekki að geta farið ekkert öðruvísi en með bensínbíla sem fá vatn inná mótor og eyðileggja vél, og engin framleiðandi ábyrgist svoleiðis tjón




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf kjartanbj » Fim 03. Mar 2022 22:41

urban skrifaði:'ut í hött að þetta sé ekki vatnshelt.
Líka út í hött að tala um "smá poll" þegar að þú þarft að vera í stígvélum til að komast þurrum fótum yfir það.
20 cm dýpt er engin smá pollur að mínu mati.

Það samt sem áður breytir því ekki að bíllinn á að komast yfir það án vandamáls.



Hann á að gera það, en svo getur verið einhver galli eða eitthvað hafi gerst sem fylgir ekki sögunni, hver veit , veit allavega að ég ætla ekki að missa svefn yfir þessu og held áfram að keyra minn án þess að hafa áhyggjur af vatni



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf urban » Fim 03. Mar 2022 22:45

kjartanbj skrifaði:
urban skrifaði:'ut í hött að þetta sé ekki vatnshelt.
Líka út í hött að tala um "smá poll" þegar að þú þarft að vera í stígvélum til að komast þurrum fótum yfir það.
20 cm dýpt er engin smá pollur að mínu mati.

Það samt sem áður breytir því ekki að bíllinn á að komast yfir það án vandamáls.



Hann á að gera það, en svo getur verið einhver galli eða eitthvað hafi gerst sem fylgir ekki sögunni, hver veit , veit allavega að ég ætla ekki að missa svefn yfir þessu og held áfram að keyra minn án þess að hafa áhyggjur af vatni


Ef þetta er galli þá ættu Tesla að borga þetta án vandamáls.

En vandamálið miðað við fréttina er að þetta er bara engin galli og þú mátt ekki keyra ofan í svona djúpan poll, sem að er náttúrulega út í hött.

Semsagt, alls engin galli.
"Endanleg niðurstaða varð sú að til þess að raki næði jafn langt inn og gerðist hefði pollurinn þurft að vera minnsta kosti 20 sentímetra djúpur en í ábyrgðarskilmálum væri kveðið á um að Tesla bæri ekki ábyrgð á tjóni sem yrði eftir akstur í gegnum vatn af þeirri dýpt."
Síðast breytt af urban á Fim 03. Mar 2022 22:47, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 23:04

kjartanbj skrifaði:Þessir bílar þola alveg polla . það er bara spurning hvernig þeim eins og öðrum bílum er ekið í þessum "pollum" ég er búin að keyra í fullt af pollum á mínum misdjúpum og aldrei neitt vandamál. það veit engin nema eigandin hvernig honum var ekið í þennan poll eða hversu djúpur hann var í raun , það eru endalaust af myndböndum af Teslum keyrandi í djúpum flóðum allt upp að framrúðu án vandamála, einn sem keyrði Model S Plaid alveg á bólakaf í gegnum vatn nýlega til að búa til youtube myndband.. Þetta er stormur í vatnsglasi bara , ef þú keyrir á 40-60km hraða í 20+ cm djúpt vatn þá getur vatn auðveldlega þrýst einhverstaðar þar sem það á ekki að geta farið ekkert öðruvísi en með bensínbíla sem fá vatn inná mótor og eyðileggja vél, og engin framleiðandi ábyrgist svoleiðis tjón


Ekkert mótfallin þessum bílum.
En ekki líkja þessu við eldsneytisbíla dísel eða bensín bílum menn geta gert ráðstafanir en þurfa ekki í 20 cm vatni.
Síðast breytt af Tóti á Fös 04. Mar 2022 00:48, breytt samtals 1 sinni.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf kjartanbj » Fim 03. Mar 2022 23:06

urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
urban skrifaði:'ut í hött að þetta sé ekki vatnshelt.
Líka út í hött að tala um "smá poll" þegar að þú þarft að vera í stígvélum til að komast þurrum fótum yfir það.
20 cm dýpt er engin smá pollur að mínu mati.

Það samt sem áður breytir því ekki að bíllinn á að komast yfir það án vandamáls.



Hann á að gera það, en svo getur verið einhver galli eða eitthvað hafi gerst sem fylgir ekki sögunni, hver veit , veit allavega að ég ætla ekki að missa svefn yfir þessu og held áfram að keyra minn án þess að hafa áhyggjur af vatni


Ef þetta er galli þá ættu Tesla að borga þetta án vandamáls.

En vandamálið miðað við fréttina er að þetta er bara engin galli og þú mátt ekki keyra ofan í svona djúpan poll, sem að er náttúrulega út í hött.

Semsagt, alls engin galli.
"Endanleg niðurstaða varð sú að til þess að raki næði jafn langt inn og gerðist hefði pollurinn þurft að vera minnsta kosti 20 sentímetra djúpur en í ábyrgðarskilmálum væri kveðið á um að Tesla bæri ekki ábyrgð á tjóni sem yrði eftir akstur í gegnum vatn af þeirri dýpt."



Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf kjartanbj » Fim 03. Mar 2022 23:08

Tóti skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Þessir bílar þola alveg polla . það er bara spurning hvernig þeim eins og öðrum bílum er ekið í þessum "pollum" ég er búin að keyra í fullt af pollum á mínum misdjúpum og aldrei neitt vandamál. það veit engin nema eigandin hvernig honum var ekið í þennan poll eða hversu djúpur hann var í raun , það eru endalaust af myndböndum af Teslum keyrandi í djúpum flóðum allt upp að framrúðu án vandamála, einn sem keyrði Model S Plaid alveg á bólakaf í gegnum vatn nýlega til að búa til youtube myndband.. Þetta er stormur í vatnsglasi bara , ef þú keyrir á 40-60km hraða í 20+ cm djúpt vatn þá getur vatn auðveldlega þrýst einhverstaðar þar sem það á ekki að geta farið ekkert öðruvísi en með bensínbíla sem fá vatn inná mótor og eyðileggja vél, og engin framleiðandi ábyrgist svoleiðis tjón


Ekkert mótfallin þessum bílum.
En ekki líka þessu við eldsneytisbíla dísel eða bensín bílum menn geta gert ráðstafanir en þurfa ekki í 20 cm vatni.


fullt af fólksbílum með loftinntak mjög neðarlega og geta auðveldlega fengið inná sig vatn og eyðilagt mótor ef þeir keyra í 20cm djúpt vatn á einhverri ferð, það voru bílar á þessum sama degi sem lentu í þessum sömu stöðum þar sem vatn hafði safnast fyrir sem dóu í miðjum pollunum



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Henjo » Fim 03. Mar 2022 23:12

Það eru endalaust af videoum af Teslum keyra í gegnum vatn sem nær uppað rúðum og ekkert gerist. Ef ég ætti að giska, þá er þetta bara afleiðing af lélegu quality controli sem Tesla er þekkt fyrir og rafhlaðan, sem á að vera 100% þétt hefur ekki verið það.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf urban » Fim 03. Mar 2022 23:15

kjartanbj skrifaði:
Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél


Ertu svona rosalega öruggur um þessa staðhæfingu hjá þér að það sé ekkert að fara að gerast ?
ertu öruggur á því að gæjinn hafi verið á 40+ ?

Ert þú til í að leggja þinn bíl undir í þessu ?
Sjáðu til, jú á sinn hátt er ekkert að fara að gerast, það er EF þú myndir keyra þinn bíl í 20cm poll á 5km/h og EF það færi vatn inná geymi þannig þá væri Tesla ekki að fara að borga það tjón frekar en þú myndir keyra í gegnum pollinn á 40km/h

Það er alveg öruggt mál miðað við það sem að kemur fram í fréttinni, þar sem að þeir bera bara enga ábyrgð þá.

Það er helvíti dýrt tjón að treysta á að gerist ekki.

Munurinn á Teslunni hja´þér og flest öllum bensínbílum er síðan hæðin á því sem að gæti skemmst, 20 cm virðast vera nóg á teslunni, loftinntakið á nær öllum bílum er mun mikið ofar og þarft að fara í gegnum töluvert dýpra vatn til að fá vatn inná vél, ekki það að þetta er eitthvað sem að þú veist vel sem jeppakall.

Já og þetta með 5-10 km vs 40+km/h.

Kemuru til með að hægja þá þér niður í 5 km/h við alla polla hér eftir, svona uppá ef að einhver þeirra skyldi nú ná 20 cm ?

Ég væri drullu hræddur við að sitja uppi með svona mikið tjón eftir svona fréttir.
Ekki að ég þurfi að hafa áhyggjur af því, á ekki teslu og kem ekki til með að eignast næstu árin sjálfsagt, en dauðlangar samt í svoleiðis, þetta færi mig til að langa minna í hana.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf jonsig » Fim 03. Mar 2022 23:21

Það er ekkert hægt að alhæfa um þetta hérna. Eftir því sem ég veit þá er enginn á klakanum með djúpa þekkingu á rafeindabúnaði þessara bíla.

Ef mér dettur eitthvað í hug þá hefur hugsanlega þurft að fórna einhverri vatnsheldni fyrir hleðslustýringu bílsins til að hann þoli hraðhleðslu. (Gisk)

Það þarf ekkert að vera að batteríið sé ónýtt. Eða hleðslustýringin. Það er bara engin þekking til að laga þetta hérna, því allur rafeindabúnaður hefur verið álitinn sem einnota í fjölda ára.




Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fim 03. Mar 2022 23:28

kjartanbj skrifaði:
Tóti skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Þessir bílar þola alveg polla . það er bara spurning hvernig þeim eins og öðrum bílum er ekið í þessum "pollum" ég er búin að keyra í fullt af pollum á mínum misdjúpum og aldrei neitt vandamál. það veit engin nema eigandin hvernig honum var ekið í þennan poll eða hversu djúpur hann var í raun , það eru endalaust af myndböndum af Teslum keyrandi í djúpum flóðum allt upp að framrúðu án vandamála, einn sem keyrði Model S Plaid alveg á bólakaf í gegnum vatn nýlega til að búa til youtube myndband.. Þetta er stormur í vatnsglasi bara , ef þú keyrir á 40-60km hraða í 20+ cm djúpt vatn þá getur vatn auðveldlega þrýst einhverstaðar þar sem það á ekki að geta farið ekkert öðruvísi en með bensínbíla sem fá vatn inná mótor og eyðileggja vél, og engin framleiðandi ábyrgist svoleiðis tjón


Ekkert mótfallin þessum bílum.
En ekki líka þessu við eldsneytisbíla dísel eða bensín bílum menn geta gert ráðstafanir en þurfa ekki í 20 cm vatni.


fullt af fólksbílum með loftinntak mjög neðarlega og geta auðveldlega fengið inná sig vatn og eyðilagt mótor ef þeir keyra í 20cm djúpt vatn á einhverri ferð, það voru bílar á þessum sama degi sem lentu í þessum sömu stöðum þar sem vatn hafði safnast fyrir sem dóu í miðjum pollunum


Nei loftinntak er ekki svona neðarlega á eldneytisbílum eitthvað annað að.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf kjartanbj » Fim 03. Mar 2022 23:28

urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél


Ertu svona rosalega öruggur um þessa staðhæfingu hjá þér að það sé ekkert að fara að gerast ?
ertu öruggur á því að gæjinn hafi verið á 40+ ?

Ert þú til í að leggja þinn bíl undir í þessu ?
Sjáðu til, jú á sinn hátt er ekkert að fara að gerast, það er EF þú myndir keyra þinn bíl í 20cm poll á 5km/h og EF það færi vatn inná geymi þannig þá væri Tesla ekki að fara að borga það tjón frekar en þú myndir keyra í gegnum pollinn á 40km/h

Það er alveg öruggt mál miðað við það sem að kemur fram í fréttinni, þar sem að þeir bera bara enga ábyrgð þá.

Það er helvíti dýrt tjón að treysta á að gerist ekki.

Munurinn á Teslunni hja´þér og flest öllum bensínbílum er síðan hæðin á því sem að gæti skemmst, 20 cm virðast vera nóg á teslunni, loftinntakið á nær öllum bílum er mun mikið ofar og þarft að fara í gegnum töluvert dýpra vatn til að fá vatn inná vél, ekki það að þetta er eitthvað sem að þú veist vel sem jeppakall.

Já og þetta með 5-10 km vs 40+km/h.

Kemuru til með að hægja þá þér niður í 5 km/h við alla polla hér eftir, svona uppá ef að einhver þeirra skyldi nú ná 20 cm ?

Ég væri drullu hræddur við að sitja uppi með svona mikið tjón eftir svona fréttir.
Ekki að ég þurfi að hafa áhyggjur af því, á ekki teslu og kem ekki til með að eignast næstu árin sjálfsagt, en dauðlangar samt í svoleiðis, þetta færi mig til að langa minna í hana.


20cm er bara tala sem þeir styðjast við, það er hærra upp í það sem gæti mögulega skemmt rafhlöðuna, hef séð svona rafhlöðu tekna í sundur, þær eru mjög vel þéttar , tengingarnar inná hana er ofaná henni fyrir neðan aftursætið, og það er þétting þar, hinsvegar er mögulegt að vatn hafi komist að öndun sem er með einstefnuloka en með því að keyra á fullum hraða í svona djúpt vatn sem er ALLS ekkert daglegt brauð þá gæti hafa þrýst vatn þar inn ef hlífðar plast undir bílnum hefur losnað, en þetta er eitthvað sem við fáum líklega aldrei að vita, ég ætla alla vega ekki að hræðast einhverja venjulega polla á veginum, þetta var bara ekkert venjulegir pollar heldur djúpt vatn á veginum vegna gríðarmikilla leysinga.

loftinntak á fólksbílum er síðan mjög mismunandi, oft er það við innrabretti og lítið annað en plastið á innrabrettinu sem þarf að skemmast smá til þess að vatn komist í loftintakið , eða þá fyrir neðan framljós og þarf ekki mikla gusu til að fá vatn inná sig þar, einn á Model Y sem keyrði yfir svona poll á 5-10km/h án vandræða framhjá Yaris sem var dauður þar með vatn rétt svo uppfyrir felgubrún , allt getur gerst




Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Frussi » Fim 03. Mar 2022 23:49

urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél


....

Munurinn á Teslunni hja´þér og flest öllum bensínbílum er síðan hæðin á því sem að gæti skemmst, 20 cm virðast vera nóg á teslunni, loftinntakið á nær öllum bílum er mun mikið ofar og þarft að fara í gegnum töluvert dýpra vatn til að fá vatn inná vél, ekki það að þetta er eitthvað sem að þú veist vel sem jeppakall.

Já og þetta með 5-10 km vs 40+km/h.

Kemuru til með að hægja þá þér niður í 5 km/h við alla polla hér eftir, svona uppá ef að einhver þeirra skyldi nú ná 20 cm ?

.....


Margir fólksbílar eru með inntakið neðarlega, ég er á S40 og inntakið er í ca sömu hæð og felgumjðjurnar. Ef pollar eru stórir þá já, ég rétt skríð í gegnum þá því það er bara mjög auðvelt að fá vatn inn á vélina á fólksbílum því þeir eru jú ekki hannaðir til annars en að vera á vegum sem eru helst þurrir. Sem betur fer hef ég ekki lent í svona djúpum pollum nema þar sem er 30km hámarkshraði. Myndi líklega velja mér lengri leið ef ég sæi fram á eitthvað svona þar sem er hærri hámarkshraði


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


gunni91
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 192
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf gunni91 » Fös 04. Mar 2022 00:12

Mjög athyglisverð umræða. Á mínum 6 árum í ábyrgðarmálum hjá umboði hef ég ekki fengið eitt svona mál á borð hjá mér sem gefur vonandi til kynna að þetta sé ekki daglegt brauð.

VÍS bætir t.d. svona tjón. Ef þessi bifreið væri tryggð hjá VÍS myndi trygginarfélagið greiða bílinn út (eða láta laga hann, hvort sem er ódýrara).
Ef um mögulegan framleiðslugalla er að ræða eru til mál þar sem tryggingarfélög sanna galla og sækja á umboð/framleiðanda.

sönnunarbyrði á galla liggur hjá eiganda en tryggingarfélög eru með miklu stærra bakland til að láta rannsaka málin ef talið er um mögulegan galla.
Nú hef ég ekkert á móti Tesla en ég hef fulla trú á því að þeir hafi reynt sitt allra besta í þessu máli.

Leiðindarmál með þessa Teslu og tel ég það amk frábæra þróun að amk VÍS séu að covera svona mál.
Viðhengi
Capture.JPG
Capture.JPG (73.36 KiB) Skoðað 5376 sinnum



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf urban » Fös 04. Mar 2022 00:15

Frussi skrifaði:
urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél


....

Munurinn á Teslunni hja´þér og flest öllum bensínbílum er síðan hæðin á því sem að gæti skemmst, 20 cm virðast vera nóg á teslunni, loftinntakið á nær öllum bílum er mun mikið ofar og þarft að fara í gegnum töluvert dýpra vatn til að fá vatn inná vél, ekki það að þetta er eitthvað sem að þú veist vel sem jeppakall.

Já og þetta með 5-10 km vs 40+km/h.

Kemuru til með að hægja þá þér niður í 5 km/h við alla polla hér eftir, svona uppá ef að einhver þeirra skyldi nú ná 20 cm ?

.....


Margir fólksbílar eru með inntakið neðarlega, ég er á S40 og inntakið er í ca sömu hæð og felgumjðjurnar. Ef pollar eru stórir þá já, ég rétt skríð í gegnum þá því það er bara mjög auðvelt að fá vatn inn á vélina á fólksbílum því þeir eru jú ekki hannaðir til annars en að vera á vegum sem eru helst þurrir. Sem betur fer hef ég ekki lent í svona djúpum pollum nema þar sem er 30km hámarkshraði. Myndi líklega velja mér lengri leið ef ég sæi fram á eitthvað svona þar sem er hærri hámarkshraði


auðvitað er inntakið misofarlega í bílum, en það loftinntakið sé neðarlega þýðir einmitt ekki að vatn komist inná vél í þeirri hæð. (geri fastlega ráð fyrir því að hedd sé töluvert mikið ofar en felgumiðja á bílnum)
En í tilviki teslunnar er það bara einfaldlega hæðin þar sem að bíllinn dettur alfarið úr ábyrgð frá Tesla.

Það að þú keyrir í gegnum 20 cm djúpan poll þýðir að vatn er að nálgast loftinntakið hjá þér, ekki að vatn sé að fara inní vél hjá þér endilega.
Það að Kjartan geri það þýðir að hann missir ábyrgð á rafhlöðu frá Tesla. (burt séð frá hraða virðist vera)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf rapport » Fös 04. Mar 2022 00:18

Mín 10 cent.

Þetta er Model Y, sem er Tesla jepplingur, ekki smábíllinn þeirra.

Á loftinntaki annarra bíka er filter sem þyrfti að drekkja í vatni til að það kæmist í gegn + ef filterinn blotnar þá kafnar vélin, áður en eitthvað skemmist.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf littli-Jake » Fös 04. Mar 2022 00:25

Mér finst alltaf jafn gaman þegar þessar lægðir eftir jól koma og setja umferðina á annan endan að alltaf eru nokkrir bílar sem eyðileggjast. Og alltaf kemur hópur af fólki sem að því er virðist veit ekkert um bíla annað en það sem það heyrir á kaffistofunni og segir að bílinn eigi sko að þola hitt og þetta. Minnir mig á þegar pabbi var hund fúll yfir því að það var ekki driflæsing í '06 hiluxnum hans. Það var sko svoleiðis í gamla '91 modelinu sko.
Bílar eiga ekki að keyra í vatni. Fólks bílar eiga alls ekki að keyra í vatni. Alveg eins og þú átt ekki að nota hníf til að opna glerflösku eða tusku til að taka eldfasta mótið úr ofninum.
Við höfum öll gert þetta. Oftast nær komist upp með það. En ef það er ekki farið varlega gerist stundum eitthvað slæmt. Og jafnvel þegar er farið varlega líka. Shit hapens.
Ég sé ekkert í þessu sem ætti að fæla mikið frá því að kaupa Teslu. Eins og er búið að benda á eru haugar af myndböndum af þeim að keyra í vatni.

Veit einhver til þess að taxar keyri varlega?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf appel » Fös 04. Mar 2022 00:30

Hehe, ég er á '99 toyotu og hef oft farið yfir svona djúpa polla einsog hann að lýsa, þetta eru hálfgerð lón. Bíllinn hefur svona nokkrum sinnum "hóstað" en einhvernveginn náð að ræskja sig og ekkert að svo.

Ef tesla þolir ekki einn vetur á Íslandi (nota bene í reykjavík, ekki upp á hálendi), en toyotan mín þolir 23 vetra og "still going strong" þá er eitthvað mikið að hönnun teslu fyrir íslenskar vetraraðstæður.


*-*


Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 339
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Tesla þolir ekki smá poll :)

Pósturaf Tóti » Fös 04. Mar 2022 00:47

Tóti skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Þessir bílar þola alveg polla . það er bara spurning hvernig þeim eins og öðrum bílum er ekið í þessum "pollum" ég er búin að keyra í fullt af pollum á mínum misdjúpum og aldrei neitt vandamál. það veit engin nema eigandin hvernig honum var ekið í þennan poll eða hversu djúpur hann var í raun , það eru endalaust af myndböndum af Teslum keyrandi í djúpum flóðum allt upp að framrúðu án vandamála, einn sem keyrði Model S Plaid alveg á bólakaf í gegnum vatn nýlega til að búa til youtube myndband.. Þetta er stormur í vatnsglasi bara , ef þú keyrir á 40-60km hraða í 20+ cm djúpt vatn þá getur vatn auðveldlega þrýst einhverstaðar þar sem það á ekki að geta farið ekkert öðruvísi en með bensínbíla sem fá vatn inná mótor og eyðileggja vél, og engin framleiðandi ábyrgist svoleiðis tjón


Ekkert mótfallin þessum bílum.
En ekki líkja þessu við eldsneytisbíla dísel eða bensín bílum menn geta gert ráðstafanir en þurfa ekki í 20 cm vatni.
kjartanbj skrifaði:
urban skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
urban skrifaði:'ut í hött að þetta sé ekki vatnshelt.
Líka út í hött að tala um "smá poll" þegar að þú þarft að vera í stígvélum til að komast þurrum fótum yfir það.
20 cm dýpt er engin smá pollur að mínu mati.

Það samt sem áður breytir því ekki að bíllinn á að komast yfir það án vandamáls.



Hann á að gera það, en svo getur verið einhver galli eða eitthvað hafi gerst sem fylgir ekki sögunni, hver veit , veit allavega að ég ætla ekki að missa svefn yfir þessu og held áfram að keyra minn án þess að hafa áhyggjur af vatni


Ef þetta er galli þá ættu Tesla að borga þetta án vandamáls.

En vandamálið miðað við fréttina er að þetta er bara engin galli og þú mátt ekki keyra ofan í svona djúpan poll, sem að er náttúrulega út í hött.

Semsagt, alls engin galli.
"Endanleg niðurstaða varð sú að til þess að raki næði jafn langt inn og gerðist hefði pollurinn þurft að vera minnsta kosti 20 sentímetra djúpur en í ábyrgðarskilmálum væri kveðið á um að Tesla bæri ekki ábyrgð á tjóni sem yrði eftir akstur í gegnum vatn af þeirri dýpt."



Það er ekkert að fara gerast ef þú keyrir í gegnum svona poll á 5-10km/h , hinsvegar ef þú keyrir á 40+ km/h þá eru allt önnur öfl að verki og líkurnar á tjóni eru töluvert meiri , það eru óendanlega mörg myndbönd af Teslum keyrandi í miklu dýpri vatni en 20cm án vandamála, auðvitað getur framleiðandi ekki ábyrgst driver error vandamál , ekkert frekar en framleiðandi af bensín bíl myndi ábyrgjast svona tjón þar sem vatn færi inná vél