Síða 2 af 2

Re: Tjörublettir

Sent: Mán 11. Júl 2022 20:27
af Hlynzi
jericho skrifaði:Afsakið, pínu off-topic en samt tengt blettum á lakki.

Hvernig hafið þið verið að díla við að ná dauðum flugum af bílunum ykkar eftir langferðir? Hef prófað vatn, vatn+sápu (bílasápa úr Costco), WD40, Sonax hard wax. Það virðist ekkert virka almennilega nema með brjáluðu nuddi á hverri flugu (nenni því ekki fyrir nokkuð hundruð flugur).

Fyrirfram þakkir!


Flugnahreinsir (t.d. þessi græni frá Mjöll Frigg), hafðu bara í huga að þeir geta verið mjög slæmir á plast (þá sérstaklega plast framljós, sem eru á flestum bílum í dag), oft er þægilegt svo að nota háþrýstidælu til að skola flugurnar af (ef þú átt ekki slíka geturu alltaf skotist í löður og reddað þér þar)

Re: Tjörublettir

Sent: Fim 08. Sep 2022 16:00
af bjarkid
jericho skrifaði:Afsakið, pínu off-topic en samt tengt blettum á lakki.

Hvernig hafið þið verið að díla við að ná dauðum flugum af bílunum ykkar eftir langferðir? Hef prófað vatn, vatn+sápu (bílasápa úr Costco), WD40, Sonax hard wax. Það virðist ekkert virka almennilega nema með brjáluðu nuddi á hverri flugu (nenni því ekki fyrir nokkuð hundruð flugur).

Fyrirfram þakkir!

Blessaður.
Ég er búinn að vera að detaila bíla í um 15 ár og tek við öllum pælingum frá hverjum sem er sem varða þrif á bílum. Endilega sendu mér pm ef þú ert með eitthvað fl sem þú ert að spá í.

Anyways, þessar flugur eru harðskelja og innihalda efni með svipað sýrustig og fuglaskítur sem binda sig við lakk, því lengur sem fólk bíður með að þrífa þær framan af bílnum sínum því erfiðara verður það. Þetta sekkur semsagt inn í lakkið sem er yfir málningunni á bílnum. (á ekki við um gler eða plast)

Það sem ég mæli mest með heitir Delta Force Nano, sem er sápa sem fæst hjá málningarvörum niðrí Lágmúla.
Notaðu núðluhanska með heitu/volgu vatni og leyfðu þessu að sitja í smástund. Notaðu svo háþrýstidælu til að skola af. Kannski ein eða tvær umferðir af þessu og svo geturu notað núðluhanskann til að strjúka restina af. Það á btw alls ekki að þurfa nota brjálað nudd á neinn bíl, nema kannski Dacia bílaleigubílana.

Bug remover frá g technic og eigilega allt annað sem kallast flugnahreinsir sem fæst á Íslandi er sorp miðað við hversu vel Delta force er að virka fyrir mig. Og já ég prófa allar vörur í það sem þær eru ætlaðar strax og þær koma á markað á Íslandi.

https://www.malningarvorur.is/product/concept-delta-force-nano-sapa/
https://www.malningarvorur.is/product/thvottahanski-nudlu/

Re: Tjörublettir

Sent: Fös 09. Sep 2022 13:52
af Minuz1
bjarkid skrifaði:
jericho skrifaði:Afsakið, pínu off-topic en samt tengt blettum á lakki.

Hvernig hafið þið verið að díla við að ná dauðum flugum af bílunum ykkar eftir langferðir? Hef prófað vatn, vatn+sápu (bílasápa úr Costco), WD40, Sonax hard wax. Það virðist ekkert virka almennilega nema með brjáluðu nuddi á hverri flugu (nenni því ekki fyrir nokkuð hundruð flugur).

Fyrirfram þakkir!

Blessaður.
Ég er búinn að vera að detaila bíla í um 15 ár og tek við öllum pælingum frá hverjum sem er sem varða þrif á bílum. Endilega sendu mér pm ef þú ert með eitthvað fl sem þú ert að spá í.

Anyways, þessar flugur eru harðskelja og innihalda efni með svipað sýrustig og fuglaskítur sem binda sig við lakk, því lengur sem fólk bíður með að þrífa þær framan af bílnum sínum því erfiðara verður það. Þetta sekkur semsagt inn í lakkið sem er yfir málningunni á bílnum. (á ekki við um gler eða plast)

Það sem ég mæli mest með heitir Delta Force Nano, sem er sápa sem fæst hjá málningarvörum niðrí Lágmúla.
Notaðu núðluhanska með heitu/volgu vatni og leyfðu þessu að sitja í smástund. Notaðu svo háþrýstidælu til að skola af. Kannski ein eða tvær umferðir af þessu og svo geturu notað núðluhanskann til að strjúka restina af. Það á btw alls ekki að þurfa nota brjálað nudd á neinn bíl, nema kannski Dacia bílaleigubílana.

Bug remover frá g technic og eigilega allt annað sem kallast flugnahreinsir sem fæst á Íslandi er sorp miðað við hversu vel Delta force er að virka fyrir mig. Og já ég prófa allar vörur í það sem þær eru ætlaðar strax og þær koma á markað á Íslandi.

https://www.malningarvorur.is/product/concept-delta-force-nano-sapa/
https://www.malningarvorur.is/product/thvottahanski-nudlu/


Er ekki gamla góða skítamixið að hella Club soda yfir skít ekki ennþá málið til að hlutleysa sýruna?