Síða 3 af 3

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 16. Feb 2023 09:48
af MuffinMan
jonsig skrifaði:
pattzi skrifaði:Er ekki búið að rífa egr úr bílnum???
ef ekki þá mæli ég með því

Ég á hyundai santa fe 2013 (Ekinn btw 515.000) original mótor og tímakeðja líka :O

En egr var rifið úr og bíllinn mappaður af einmitt bílaforritun í 450.000 og þetta er allt annar bíll hvað varðar kraftinn.... eina sem er að einstaka sinnum kemur hann með vélarljós annaðhvort stöðug eða blikkandi og þá kemur villa út á egr en svo hverfur þetta ljós í margar vikur.


Það er spurning hvort bíllinn hefði náð svona miklum akstri ef þetta hefði verið gert þegar hann var nýr ? Það eru skiptar skoðanir hvort þetta sé sniðugt að taka EGR úr bílnum, bruninn verður örugglega mikið heitari við að hafa engan EGR ventil spurning hvernig það færi með stimplana á 450þkm á hyundai sem smíða ekki alveg bestu vélarnar.

Sjálfur hugsa ég þetta þannig að EGR og DPF eru ekki til vandræða yfirleitt nema fyrir þá sem nenna ekki að sjá um bílana sína. Þessir algengu hlutir sem eru að bila sem láta sótsíuna bila er hvort sem er eitthvað sem maður þarf að laga eins og spíssar sem leka, vesen á soggreininni eða túrbínu. osvfr. Ég fer með bílinn minn á vottað þjónustuverkstæði sem skoða EGR og almenn ástandið á bílnum einu sinni á ári, kostar 20þ m.vsk
Og núna í bensínverkfallinu .. þá er bíllinn að fara rúlla vel á annan mánuð á fullum tank meðan bensín druslan hjá konunin verður tóm eftir 2-3vikur.

Eruð þið ekkert að lenda í veseni með að fá skoðun með EGR og DPF tekið úr bílnum ?



Fer eftir hvar þú ferð í skoðun með bílinn en það eru margir bílar að fara í gegn með egr óvirkt

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 16. Feb 2023 12:23
af thor12
Nú verður gaman að sjá þegar skoðunarstöðvar fara að lesa af bílum á næsta ári, og fá endurskoðun því búið er að eiga við mengunarbúnað.
https://www.samgongustofa.is/umferd/oku ... narhandbok

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 16. Feb 2023 13:27
af Henjo
thor12 skrifaði:Nú verður gaman að sjá þegar skoðunarstöðvar fara að lesa af bílum á næsta ári, og fá endurskoðun því búið er að eiga við mengunarbúnað.
https://www.samgongustofa.is/umferd/oku ... narhandbok


Þetta er flott, það er sorglegt þegar menn finnst í lagi að eiga við eða fjarlægja mengunarbúnað í bílum. Ekki trúi ekki öðru en að það sé góð ástæða fyrir að honum.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 16. Feb 2023 14:18
af Sinnumtveir
thor12 skrifaði:Nú verður gaman að sjá þegar skoðunarstöðvar fara að lesa af bílum á næsta ári, og fá endurskoðun því búið er að eiga við mengunarbúnað.
https://www.samgongustofa.is/umferd/oku ... narhandbok


Sjúdderarírei! Menn eiga eftir næstu áramót að fá blóðugt trýni fyrir allan fjandann ef bíllinn er nýskráður frá og með ~ 2014. Sumt þarna er ansi langt gengið verð ég að segja.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 16. Feb 2023 15:17
af jonsig
Segir skoðunin ekkert við þessu ?

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 24. Feb 2023 23:57
af pattzi
jonsig skrifaði:Segir skoðunin ekkert við þessu ?



Nei afhverju ættu þeir að gera það?

En eftir 1 mars breytist allt varðandi skoðanir bæði til betra og verra....sérstaklega fyrir gamla bíla enda sótti ég flotann úr skemmum og skúrum til að fá 2 ára skoðun a´fornbila fyrir 1 mars....sem líklega falla á nýju reglunum fokk en jæja sjóða og skrúfa meira hehe

Breytist allt og hann var einmitt í skoðuninni að tala um það við mig að hefði fallið á nýju reglunum haha á tveim bílum sem ég fór með þarna sama dag...

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 17. Mar 2023 17:26
af jonsig
GuðjónR skrifaði:
MatroX skrifaði:taka og hreinsa úr dpf kútnum og EGR delete og halda mappinu, myndi svo skipta um glóðarkerti þar sem það er löngu kominn tími á það hjá þér

Gæti verið að þetta hafi verið DPF kútur sem þeir hreinsuðu út í ágúst, þ.e. þessi 70 gr. af sóti? Varla margir kútar sem hægt er að moka sóti út úr. Þeir fengu víst gert eftir einhverja villumeldingu þegar þeir tölvulásu hann í kjölfar lagfæringar á Díselspíssum (það lak þettigúmmí á þeim).
Myndirðu halda tjún-mappinu þó það þýddi 1-2L í aukinn eldsneytiskostnað? Veit að það er óvenjuleg kuldatíð og eyðslumæling ekki alveg sanngjörn en mín tilfinning er að hann séð a eyða slatta meira núna en fyrir möppun.

Ég sé að þeir eru komnir með einhverja hreinsivél:



Er bíllinn hjá þér orðin ónýtur ? Hvað kom útúr þessu ?

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 17. Mar 2023 18:52
af rapport
Úff, þarna verður tékkað á framleiðslunúmerum bíla svo þeir fái skoðun.

Heyrði um bónstöð í Garðabæ sem átti að hafa verið dugleg í að stela þessu úr bílum sem þangað fóru.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 17. Mar 2023 19:09
af jonsig
rapport skrifaði:Úff, þarna verður tékkað á framleiðslunúmerum bíla svo þeir fái skoðun.

Heyrði um bónstöð í Garðabæ sem átti að hafa verið dugleg í að stela þessu úr bílum sem þangað fóru.


hverju þá ? sótsíunni :sleezyjoe

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 17. Mar 2023 19:42
af rapport
jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:Úff, þarna verður tékkað á framleiðslunúmerum bíla svo þeir fái skoðun.

Heyrði um bónstöð í Garðabæ sem átti að hafa verið dugleg í að stela þessu úr bílum sem þangað fóru.


hverju þá ? sótsíunni :sleezyjoe


Neið þessum serial badges sem eru á vélinni og hvalbaknum.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fim 06. Apr 2023 18:30
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Hvað er að frétta af bílunum hjá þér guðjón?
Skodinn og hyundai komnir í lag?

Það er ýmislegt búið að gerast, hyundai átti að fara á verkstæði en 2 vikum eftir að ljósin komu þá hurfðu þau. Hugsanlega verður þá bara athugað með þetta í næstu þjónustuskoðun.

Skódinn hefur verið til meiri vandræða, ég fór með hann aftur í janúar í bílaforritun sem blinduðu EGR ventilinn með plötu og forrituðu upp á nýtt í samræmi við það. Þá kikkaði snerpan inn en mér fannst torkið versna ef eitthvað var, eyðslan jókst líka í 8+ á hundraðið. Ég ætlaði svo að bíða eftir frosti í tveggja stafa tölu til að sjá hvort þetta hefði áhrif á kaldstartið en það frost kom aldrei.

Svo fyrir c.a. 2 vikum var staddur á skoðunarstöð Í Hafnarfirði og er að keyra bílinn út þegar vökvastýrið hætti að virka og ég þurft að beita afli til að beygja. Stuttu seinna dó bíllinn á plani fyrir aftan Orkuna og neitaði að fara í gang. Ég hafði samband við verkstæði sutt frá, gaurar sem höfðu lagað spíssana í haust og skipt um tímareim og þeir komu á staðinn með tölvu og fundu út að öryggi nr6 (m.a. vökvastýrið) væri sprungið.

En á þessum tímapunki byrjuðu allskonar aðvörunar ljós að blikka eins og jólasería í mælaborðinu, vélarljósið, ESC og líknarbelgs ljósin loguðu stöðugt meðan forhitara ljósið blikkaði. Ég sagði honum frá möpuninni og þá sagðist hann vera búinn að fá tugi bíla þessarar tegundar sem hefðu "krassað" út af svona möppun. Sagði mér að fara undir eins með hann og láta re-stora original svo hægt væri að fá vitræna lesningu af villukóðunum, það væri ekkert að marka þá þegar svona möppun væri virk.

Ég fór með bílinn og þeir restoruðu í original en gleymdu að lesa villukóðana, bara líknarbelgsljósið hvarf við restorið. Mér finnst bíllinn mun skemmtilegri á original en því mappi sem var en eftir standa villurnar. Ég hitti vin okkar littla-jake í hádeginu í dag og hann las af bílnum fyrir mig. Hér eru myndir af villukóðunum. Ég spurði ChatGTP út í þetta og fékk allskonar svör. Ein eitthvað þarf ég að gera í framhaldinu. Ætla að skipta um glóðakerti við fyrsta tækifæri en hugsa að það sé ekki nóg. Bíllinn heldur afli þrátt fyrir að forhitaraljósið blikki stanslaust.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 12:22
af jonsig
Ég hugsa að þú lendir í tómu tjóni með sótsíuna næst ef þú lést ekki fjarlægja hana. Bíllinn er örugglega að sóta allt í drasl.

Samt er EGR ventillinn ekki að fokka mikið í þér þegar þú ert á hraðbrautinni. Með að taka hann úr umferð þá er örugglega mun meiri hiti á stimplunum hjá þér.

Ég ákvað að hafa bílinn minn bara í topp standi, þá þarf ég ekkert að pæla í sótsíubúnaðinum eða stressa mig á að hjálpa einhverjum að drepast fyrr útaf NOx.
Og ef ég þarf meira PowAH þá kaupi ég mér bara betri bíl. Þó helst ekki rafmagnsbíl nema fyrir konuna.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 12:29
af GuðjónR
jonsig skrifaði:Ég hugsa að þú lendir í tómu tjóni með sótsíuna næst ef þú lést ekki fjarlægja hana. Bíllinn er örugglega að sóta allt í drasl.

Samt er EGR ventillinn ekki að fokka mikið í þér þegar þú ert á hraðbrautinni. Með að taka hann úr umferð þá er örugglega mun meiri hiti á stimplunum hjá þér.

Ég ákvað að hafa bílinn minn bara í topp standi, þá þarf ég ekkert að pæla í sótsíubúnaðinum eða stressa mig á að hjálpa einhverjum að drepast fyrr útaf NOx.
Og ef ég þarf meira PowAH þá kaupi ég mér bara betri bíl. Þó helst ekki rafmagnsbíl nema fyrir konuna.

Nei lét ekki fjarlægja neitt, EGR var blindaður með plötu en hún var tekin úr þegar bíllinn var restoraður á original. Eftir standa þessar villur.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 12:49
af jonsig
Skil ekki af hverju þú ert að standa í þessu rugli. Væri löngu búinn að setja inn endurkröfu á kortið eins og með þvottavélaníðingana þarna um daginn.
Láta umboðið re-flasha tölvuna og senda þeim reikninginn ef þeir geta það ekki.

Svona áður en þú stíflar 300þ DPF filterinn. Kannski að lenda í DPF regen á 100km fresti núna ? :lol:

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 12:57
af GuðjónR
Ég veit ekki hvort það sé svo einfalt að re-flasha ef það eru virkar villumeldingar. Þá væntanlega poppa þær upp aftur.
Bíllin var re-storaður á original.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 13:00
af jonsig
GuðjónR skrifaði:Ég veit ekki hvort það sé svo einfalt að re-flasha ef það eru virkar villumeldingar. Þá væntanlega poppa þær upp aftur.
Bíllin var re-storaður á original.


Þetta hljóta nú að vera fagmenn og tryggðir fyrir mistökum ef við erum að tala um að þeir hafi gert tölvuna fubar ? :lol:
Alveg um að gera að bjóða þeim að borga heimsóknina í umboðið að láta laga þetta.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 13:34
af GuðjónR
jonsig skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég veit ekki hvort það sé svo einfalt að re-flasha ef það eru virkar villumeldingar. Þá væntanlega poppa þær upp aftur.
Bíllin var re-storaður á original.


Þetta hljóta nú að vera fagmenn og tryggðir fyrir mistökum ef við erum að tala um að þeir hafi gert tölvuna fubar ? :lol:
Alveg um að gera að bjóða þeim að borga heimsóknina í umboðið að láta laga þetta.

Þetta er ekki alveg svona einfalt, held það sé útilokað að sanna eitt eða neitt enda gæti þetta þess vegna verið random bilun hvort sem forritunin ýtti undir eða ekki, er ekki að leyta að blóraböggli, get sjálfum mér um kennt enda tók ég þessa ákvörðun.
Eina sem mig langar er að finna lausn á þessu.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 15:20
af Danni V8
Þessi villa bendir til þess að það sé short circuit á milli vélartölvu og MAF skynjara.

Það þarf að skoða rafkerfið frá skynjaranum. Ef það er að nuddast utaní eitthvað annað þá gæti það jafnvel útskýrt sprungna öryggið líka.

Það er náttúrulega nýbúið að vera að eiga við allt þarna í kring. Held að það sé kominn tími á að panta greiningu hjá sérhæfðu verkstæði, Heklu eða Bílson t.d.

Re: Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum

Sent: Fös 07. Apr 2023 16:12
af GuðjónR
Danni V8 skrifaði:Þessi villa bendir til þess að það sé short circuit á milli vélartölvu og MAF skynjara.

Það þarf að skoða rafkerfið frá skynjaranum. Ef það er að nuddast utaní eitthvað annað þá gæti það jafnvel útskýrt sprungna öryggið líka.

Það er náttúrulega nýbúið að vera að eiga við allt þarna í kring. Held að það sé kominn tími á að panta greiningu hjá sérhæfðu verkstæði, Heklu eða Bílson t.d.

Já ætli það sé ekki næsta rökrétta skref úr því sem komið er...