Síða 1 af 1

Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Sun 30. Júl 2023 22:50
af Black
Keypti mér nýjan bíl í fyrra sem ég hef bara verið óheppinn með, hann er líklega svo flottur að fólk verður öfundsjúkt og þarf að skemma hann..
S.s er búinn að lenda í að það var mokað möl og grjóti yfir hann
og við það rispaðist hann
það var skrifað í lakkið á honum með stein.
Hurðað hann svo harkalega að það er djúp rispa og dæld.
Svo það nýjasta að bíllinn var lyklaður í gær :crying

Fjögur máll, öll skiptin einhvað sem enginn sá til og ég sit uppi með tjónið.
Ætli tryggingarnar geti tekið þetta sem eitt tjón eða þarf maður að borga 4x sjálfsábyrgð eða hvernig virkar þetta :(

Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég kaupi mér dýrari bíl en milljón, hef alltaf verið á bíldruslum

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Mán 31. Júl 2023 00:26
af littli-Jake
Ég efast um að þú getir sannfært tryggingarfélag til að taka þetta sem eitt tjón. En ef þú ferð með hann á sprautu verkstæði út af einu gætirðu reynt að semja við verkstæðið um góðan díl í heildarpakkann. Þ.e. taka 1 af þessu gegnum tryggingar.

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Mán 31. Júl 2023 01:23
af appel
Átti einu sinni nýjan flottan bíl og maður tók strax eftir öllu svona. Þetta virðist bara gerast, eitthvað lögmál, fólk virðist hlaupa frá ábyrgð sem veldur þessu. Þarf eiginlega að vera með myndavélar allan hringinn kringum bílinn og reyna elta uppi þetta fólk.

Einn af kostunum við að eiga gamla druslu sem manni er skítsama um, er alveg sama um rispur og þvíumlíkt, algjört áhyggjuleysi. :)

Hvernig er þetta í frakklandi annars? Er tilgangur stuðara þar ekki til þess að ýta bílum til? Allir bílar dældaðir þar:

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Mán 31. Júl 2023 02:23
af agust1337
Algjörlega, ég fékk mér nýjan bíl í fyrra í skemmtilegum lit, fyrir stuttu var hann svo hurðaður..

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Mán 31. Júl 2023 18:39
af worghal
Fólk er fífl og það mun aldrei breytast, en það virðist frekar einhver vera að eltast við að skemma bílinn fyrst það var lyklað hann zérstaklega og skrifað með stein og hvernig í ósköpunun var mokað yfir hann möl?

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Mán 31. Júl 2023 22:39
af Klemmi
Henda þessum þræði og segja tryggingunum að þetta hafi allt gerst í gær?

Re: Fjögur tjón á einum bíl

Sent: Þri 01. Ágú 2023 08:12
af Maggibmovie
Hef heyrt svona heppnast sem eitt tjón ef það er tilkynnt sem eity tjón