Síða 2 af 2

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 22:05
af Moldvarpan
Fara hrað hleðslur á þessum hleðslustöðvum verr með batterín en að hlaða heima?

Hvað ber að varast við að kaupa notaðan rafbíl?

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Mán 11. Sep 2023 07:42
af orn
Já, það fer eitthvað verr með batterí að hraða í hraðhleðslu. Ætli ég myndi ekki forðast bíla sem eru eingöngu hlaðnir í hraðhleðslu, en það væri líklega ekki tekið fram í söluyfirliti. Myndi ekki stressa mig neitt agalega mikið á því samt.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Mán 11. Sep 2023 12:49
af jericho
Ég fór í Kia eNiro með 64 kWh rafhlöðu, aðallega vegna 7 ára ábyrgðar hjá Öskju. Þetta er æðislegur bíll!

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Mán 11. Sep 2023 17:25
af jonsig
Moldvarpan skrifaði:Þetta er heilbrigðasta innlegg sem ég hef séð koma frá þér í umræðu. Og aaaldrei þessu vant er ég hjartanlega sammála þér.

Ég ætla að bíða með að kaupa mér rafbíl, ég vill sjá þróunina vera lengra komna og reynsla á viðhaldið, áður en ég stekk á lestina.
Er líka smeikur um að mörg verkstæði eiga ekki eftir að vilja koma nálægt viðgerðum á tjónuðum rafbílum.
Endursalan og batteríin, eftir 5-7ára notkun, það er líklegt að þónokkuð af þessum bílum verða verðlausir.


Ég held að þú sért allur að koma til, seinna sérðu að ég hef mun oftar rétt fyrir mér en flestum grunar.


orn skrifaði:Ég held þið séuð með óþarfa áhyggjur. Kíkið á ábyrgðarskilmála rafhlaða og mótora í rafbílum. 8 ára ábyrgð, og undir því er að rýmdin eftir þann tíma eða akstur frá 160-240 þúsund km eftir framleiðendum/týpu sé ekki dottin undir 70% af upphaflegri rýmd.'


Þetta er einmitt málið. Þetta er eins og að dæma gæði heilbrigðiskerfisins eftir stærð spítalans ..
Ýmislegt spilar inní þegar á að spá um framtíðar endingu hvaða raflöðu sem er.. hvort hún sé ný eða gömul.. efnafræðin sé li-ion -/po ni-mh, ni-cd ..

En það hefur enginn áhuga á að hlusta á menn sem hafa raunverulegt vit á þessum málaflokki, fáfróðir sölumenn mynda orðræðuna um eðli þessa flóknu tæknifyrirbæra (bettería)