Budget Ghetto Cooling 101

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4146
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 554
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Budget Ghetto Cooling 101

Pósturaf jonsig » Lau 07. Maí 2022 12:42

Svona hugmynd fyrir ykkur kallana hvernig hægt er að gera massíva kælingu fyrir lítinn pening, og dótarí sem endist venjulega mörg ár. Þessi loopa ætti að ráða ágætlega við 12900k / 5950X samanborið við Noctua NH-D15 t.d. Og sniðugt að gera sérstaklega ef CPU halda áfram að vera svona orkufrekir.

Í samanburði hefur þetta þrennt yfir AIO
1.
Lítið mál er að fylgjast með ástandinu á loopunni án þess að rífa neitt í sundur. Meðan AIO getur verið byrjuð að tærast og þú veist ekkert af því fyrr en CPU eða GPU fara í shutdown, og allt stíflað.
2.
Ekki svo hár start kostnaður, og viðhaldskostnaður lítill sem enginn og þetta endist í mörg ár.
3.
Hægt að modda þetta eftirá, bæta við vatnskassa, setja hljóðlátari dælu eða setja GPU á vatnsblokk.

Eina sem AIO hefur yfir ,er einfaldleikinn. En fyrir suma okkar er það ekki endilega jákvætt þegar við erum forfallnir tölvunutterar sem vilja breyta og bæta endalaust. Fyrsta loopan sem ég setti í tók örugglega 3klst. En eftir það, þá fór það fljótlega niður í kannski þrjú korter.

Mynd

Ál radiator 360mm 26$ + free shipping
Dæla 21$ + free shipping
Forðabúr 15$ + free shipping
GPU/Cpu blokk 22$ + free shipping

G1/4" 10mm plastNipplar og múffur á einhverja hundrað kalla í Barki ehf.
Kælilögur - 2800kr motulisland.is
píparateip - fann það bara í draslinu hjá mér.
Slanga - 130kr mtr í múrbúðinni (ID 3/8"/OD 1/2")


Komplett kit Komplett kit af banggod með 240mm rad

Siðast en ekki síst, alltaf nota rétta stærð af nipplum við slönguna sem er notuð. Sé það í lagi eru líkurnar á lekavandamáli nánast engar !


Mobo:Strix x570 Cpu:5800x. RTX3080Ti Palit Gaming Pro. PSU:Seasonic Prime 1kW. Display:32" Oddisey 240Hz Qled. Kassi Bequiet! DarkBase 700. EkWb custom loop.