Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1007
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 78
Staða: Ótengdur

Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf netkaffi » Þri 14. Jún 2022 00:24

Eða er Subaru á Íslandi löngu dautt dæmi? Mér finnst ég ekkert sjá eða heyra mikið um þá lengur. Að sinna viðhaldi getur þýtt sjálfur eða fara með á verkstæði. Hvað eru bestu kaupin á notuðum bíl sem þarf bara að komast á milli staða og þarf að vera hagstætt (sambærilega) að viðhalda?
Síðast breytt af netkaffi á Þri 14. Jún 2022 00:25, breytt samtals 1 sinni.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2371
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 147
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf littli-Jake » Þri 14. Jún 2022 01:08

Svona spurningum er í 90% tilfella svarað með tilfinningum ekki tölulegum staðreyndum.

2017+ Ford Ka væri ágætis kostur í bíl sem þarf bara að komast á milli. Ágætlega búinn og hefur ekki verið til vandræða í Brimborg


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2235
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 370
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Moldvarpan » Þri 14. Jún 2022 07:29

Veðurfar á íslandi kálar öllum bílum fyrr eða síðar.

Reyndu að finna þér nýlegan smábíl á góðu verði. Það er eina leiðin til þess að þurfa ekki að standa í stöðugu viðhaldi.

Sjálfur valdi ég mér 2018árg Hyundai i10 sjálfskiptan. Mjög ánægður með hann.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf dadik » Þri 14. Jún 2022 11:00

Ég er með Subaru Legacy 2006 sem er ennþá í notkun eftir 16 ár. Fyrstu 10 árin var ekkert viðhald - núll. Eftir það fór þetta að tínast til - tímareim, kúpling (sem var alltaf eitthvað leiðinleg) og svo var skipt um bremsurör núna í vor. Ég skipti um dempara á einhverjum tímapunkti líka. Smá ryð neðst í hurðunum en annars bara góður.

Ef þú spyrð á reddit færðu alltaf sömu nöfnin - Toyota, Honda, etc. Ekki taka gamlan lúxusbíl þótt það geti verið spennandi. Yfirleitt fullt af einhverju aukadóti í þessu sem er dýrt að gera við.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2806
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 195
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf CendenZ » Þri 14. Jún 2022 11:09

Gamla toyotu sem hefur verið farið í allt þetta saman :happy



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf urban » Þri 14. Jún 2022 15:17

Það er mest af gömlum toyotum til, líklegast að varahlutir í þær séu fáanlegir og ódýrastir.

Síðan bara spurning um að skoða verð á helstu slithlutum á milli bíla.
Sá sem að er með lægstu verðin er líkelgastur til að vera hagstæðastur.
Síðast breytt af urban á Þri 14. Jún 2022 15:18, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf appel » Þri 14. Jún 2022 18:33

Ég er með '99 toyotu, það er nokkuð ódýrt að láta gera við. Flestallir verkstæðismenn kunna á svona bíla, og varahlutir ódýrir og virðist vera til nóg af, hef allavega aldrei lent í því að ekki sé hægt að fá varahlut.
Ætli ég eyði ekki svona 50-80 þús á ári í viðgerðir. Inni í því eru rafgeymaskipti eða bremsuviðhald, eða púst og svona.
Finnst það ekki neitt miðað við verð á einhverjum nýjum rafskrjóð.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf urban » Þri 14. Jún 2022 19:17

appel skrifaði:Ég er með '99 toyotu, það er nokkuð ódýrt að láta gera við. Flestallir verkstæðismenn kunna á svona bíla, og varahlutir ódýrir og virðist vera til nóg af, hef allavega aldrei lent í því að ekki sé hægt að fá varahlut.
Ætli ég eyði ekki svona 50-80 þús á ári í viðgerðir. Inni í því eru rafgeymaskipti eða bremsuviðhald, eða púst og svona.
Finnst það ekki neitt miðað við verð á einhverjum nýjum rafskrjóð.


gallinn við þessa gömlu bíla er bara öryggið.
"rafskjóðurinn" er mikið öruggari bíll fyrir þig og þína en rúmlega 20 ára gömul toyota.

Tek það fram að það hvaða orkugjafi er notaður skiptir ekki máli, gamlir bílar eru bara óöruggari en nýjir bílar.
Síðast breytt af urban á Þri 14. Jún 2022 19:17, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf codemasterbleep » Þri 14. Jún 2022 20:29

urban skrifaði:
appel skrifaði:Ég er með '99 toyotu, það er nokkuð ódýrt að láta gera við. Flestallir verkstæðismenn kunna á svona bíla, og varahlutir ódýrir og virðist vera til nóg af, hef allavega aldrei lent í því að ekki sé hægt að fá varahlut.
Ætli ég eyði ekki svona 50-80 þús á ári í viðgerðir. Inni í því eru rafgeymaskipti eða bremsuviðhald, eða púst og svona.
Finnst það ekki neitt miðað við verð á einhverjum nýjum rafskrjóð.


gallinn við þessa gömlu bíla er bara öryggið.
"rafskjóðurinn" er mikið öruggari bíll fyrir þig og þína en rúmlega 20 ára gömul toyota.

Tek það fram að það hvaða orkugjafi er notaður skiptir ekki máli, gamlir bílar eru bara óöruggari en nýjir bílar.


Bílar í dag eru ekki bara öruggari fyrir þá sem í þeim sitja heldur líka þá sem á þeim lenda.

20 ára gamall bíll er bara dauðagildra í samanburði við nýjan bíl.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 677
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 128
Staða: Tengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf kjartanbj » Þri 14. Jún 2022 20:45

Subaru er alls ekki hagstæður í rekstri í dag, eyða alltof miklu , eru alltaf í kringum 10 lítrana plús og þá er auðvelt reiknidæmi hvað 100km kosta



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf audiophile » Þri 14. Jún 2022 20:51

kjartanbj skrifaði:Subaru er alls ekki hagstæður í rekstri í dag, eyða alltof miklu , eru alltaf í kringum 10 lítrana plús og þá er auðvelt reiknidæmi hvað 100km kosta


Meira svona 12-15l eins og gamli Foresterinn minn :megasmile

Annars hef ég haldið mig við Subaru, Honda og Toyota undanfarin 20 ár. Þá aðallega eldri týpur. Einfaldir bílar með ódýra varahluti. Held að allir nýrri bílar séu svipað mikið vesen enda miklu meiri tölvubúnaður í þessu.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf appel » Þri 14. Jún 2022 21:37

urban skrifaði:
appel skrifaði:Ég er með '99 toyotu, það er nokkuð ódýrt að láta gera við. Flestallir verkstæðismenn kunna á svona bíla, og varahlutir ódýrir og virðist vera til nóg af, hef allavega aldrei lent í því að ekki sé hægt að fá varahlut.
Ætli ég eyði ekki svona 50-80 þús á ári í viðgerðir. Inni í því eru rafgeymaskipti eða bremsuviðhald, eða púst og svona.
Finnst það ekki neitt miðað við verð á einhverjum nýjum rafskrjóð.


gallinn við þessa gömlu bíla er bara öryggið.
"rafskjóðurinn" er mikið öruggari bíll fyrir þig og þína en rúmlega 20 ára gömul toyota.

Tek það fram að það hvaða orkugjafi er notaður skiptir ekki máli, gamlir bílar eru bara óöruggari en nýjir bílar.


Já, það er rétt, en það þarf að setja það samt í smá samhengi.

Fullt af fólki þeytist núna um á rafhlaupahjólum, sem eru miklu óöruggari heldur en 23 ára gamli toyota avensisinn minn. Held að fleiri séu að slasast á öðrum fararmátum heldur en gömlum bílum. Svo geta nýjir bílar veitt "falska öryggiskennd", þ.e. að fólk keyri hraðar og óskynsamlegra því það heldur að bíllinn sé svo flottur og öruggur.

Ég keyri aldrei utanbæjar á þessari toyotu, og keyri líklega um 6000 km árlega núna (170þ km ekinn / 23 ár = 7.391 km meðalakstur á ári, keyrði meira þegar hann var nýr, en hefur dregið úr keyrslu með árunum)

Það er ekkert sem réttlætir nýjan bíl í mínum huga. En ef gamla toyotan loksins gefst alveg upp þá þarf ég að íhuga hvað ég geri :)


*-*


codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf codemasterbleep » Þri 14. Jún 2022 22:43

appel skrifaði:
Já, það er rétt, en það þarf að setja það samt í smá samhengi.

Fullt af fólki þeytist núna um á rafhlaupahjólum, sem eru miklu óöruggari heldur en 23 ára gamli toyota avensisinn minn. Held að fleiri séu að slasast á öðrum fararmátum heldur en gömlum bílum. Svo geta nýjir bílar veitt "falska öryggiskennd", þ.e. að fólk keyri hraðar og óskynsamlegra því það heldur að bíllinn sé svo flottur og öruggur.

Ég keyri aldrei utanbæjar á þessari toyotu, og keyri líklega um 6000 km árlega núna (170þ km ekinn / 23 ár = 7.391 km meðalakstur á ári, keyrði meira þegar hann var nýr, en hefur dregið úr keyrslu með árunum)

Það er ekkert sem réttlætir nýjan bíl í mínum huga. En ef gamla toyotan loksins gefst alveg upp þá þarf ég að íhuga hvað ég geri :)


Ég myndi alltaf velja að sitja í 23 ára gömlum Avensis frekar en að standa á hlaupahjóli ef ég ætti að lenda í árekstri á 30 km/klst hraða.

Hefur hinsvegar ekkert með það að gera hversu öruggur sá Avensis er í umferðinni samanborið við aðra bíla í kringum hann.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Viktor » Fim 16. Jún 2022 08:21

Honda + Toyota eru ódýrir í rekstri.

Einhver alvarleg hugsanaskekkja í gangi hérna varðandi rafmagnshlaupahjól.

Höfuðborgarsvæðið væri svona hundrað þúsund sinnum öruggari ef allir væru á 15 kg. hlaupahjólum á 25 km/h heldur en ástandið núna þar sem flestir eru í 1500 kg. stálbúrum á 50-100 km/h.

Þú ert miklu líklegri til að lenda í alvarlegu slysi ef þú ferðast um á bíl heldur en á hjóli.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf chaplin » Fim 16. Jún 2022 11:55

Ég hef verið á Hyundai i30 í 8 ár núna. Ég er enginn bifvélavirki en hef hingað til með aðstoð YT getað lagað mest allt sjálfur sem hefur þurft viðhald. Ef ég og konan myndum nota bílinn meira en 7.-10.000 km á ári þá myndi ég fjárfesta í rafmagnsbíl. Eldsneyti hefur aldrei verið dýrara, það er meira viðhald á hefbundnum bílum (olíuskipti, hærri bifreiðagjöld, meira drasl sem getur bilað og þarf að skipta um, etc...).

Það er samt ekkert sem hefur verið hagstæðara í rekstri en rafmagnshlaupahjól. Á 3 árum hef ég farið rúmlega 5.000 km á rafmagnshlaupahjólum, kostað lítið sem ekkert, en næsta skref hjá mér er að kaupa rafmagnshjól.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Tbot » Fim 16. Jún 2022 12:07

Merkilegt hvað menn eru alltaf að skíta út bensín/diesel bíla á kostnað rafmagnsbíla.

Já það er meiri kostnaður á þá vegna olíuskipta og þess háttar ásamt eldsneyti, en hvað kostar að skipta um rafhlöður í rafmagnsbílunum.
Það eru engir smáaurar og það er engin er engin reynsla komin á rauntíma á rafhlöðurnar.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf urban » Fim 16. Jún 2022 12:37

Tbot skrifaði:Merkilegt hvað menn eru alltaf að skíta út bensín/diesel bíla á kostnað rafmagnsbíla.

Já það er meiri kostnaður á þá vegna olíuskipta og þess háttar ásamt eldsneyti, en hvað kostar að skipta um rafhlöður í rafmagnsbílunum.
Það eru engir smáaurar og það er engin er engin reynsla komin á rauntíma á rafhlöðurnar.


Hver er að skíta út bensín/díselbíla ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Peacock12
Fiktari
Póstar: 70
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Peacock12 » Fim 16. Jún 2022 12:44

Átti Subaru á sínum tíma og þetta eru svakalega góðir ferðabílar og minn var ekki bilanagjarn frekar en aðrir Subaru. Frekar einföld mekkaník þannig að sæmilega laghentur getur sinnt mörgu s.s. leguskiptum, demparaskiptum og slíku. Reyndar er mín reynsla sú að það má alltaf finna einhverja sem geta gert slíkt á góðu verði, og það toppar að liggja undir bíl úti á plani í rigningu með röngu verkfærin að redda hlutum.
Myndi þó ekki hafa Subaru ofarlega ef meginnotkun er innanbæjar. Pínu klunnalegir (þökk sé AWD) og eyða innanbæjar.

Það eru til bílar sem eru nánast „þekktar stærðir“.
Það er svo langt síðan ég gat yfirgefið drusludeildina í bílaeign að ég hef s.s. ekki nýleg dæmi, en ég get ímyndað mér að bifvélavikri viti að Skoda Octavia þarf tímareim á 90k km fresti, hjólalegur á xxxx km fresti, athuga ryð við afturbretti eftir 8 ár, kúplingsdisk á xxxx km fresti og svo framvegis. Viti maður þetta þá er hægt að skoða fyrir kaup hvað er búið að gera og hvað þarf. Jafnframt er auðveldara að stýra tímasetningu og útgjöldum vitir þú t.d. að líklega þarftu að skipta um kúplingsdisk eftir 12k km og að það kosti sennilega 100k. (tek það fram að ég er alveg að skálda dæmin og verð, en þetta á við alla algenga bíla)

Með þetta í huga myndi ég skoða +8 ára bíltýpur sem henta þér, og þá helst algengar. Octavia, Corolla, Avensis, Yaris, Golf… Googlar svo reynslusögur, spyrð vinni og ættingja. Jafnvel borgar bifvélavirkja smá pening fyrir að skoða bílinn sem þú hefur áhuga á.
Þrátt fyrir að vera hrifin af frönskum bílum og vitandi að þeir eru sennilega dirt-cheap myndi ég sleppa þeim, svo og Opel, Audi, BMW og Benz (allt dýrir í viðhaldi nema Opel sem er svakalega sparsamur, enda sjaldnast gangfær…). Halda mig við þekktar gerðir og algengar tegundir innan þeirra.

Hefur alltaf í huga að þetta er afskriftareign – þú ætlar ekkert að selja hann og græða, heldur sennilega keyra í götuna. Þess vegna er í lagi þótt stilling nr. 1 virki ekki á miðstöðinni eða smá dæld á afturbretti. Ert ekkert að eyða í svöleiðis pjatt en EKKI HIKA við að eyða í allt sem varðar aksturseiginleika og öryggi.

Mundu líka að árleg skoðun er vinur þinn. Það er falssparnaður og falsöryggi að keyra um með ónýta hjólalegu. Farðu í skoðun á réttum tíma og eina sem ÞÚ gerir fyrir skoðun er það sem þú ræður við sjálfur og veist að er að. Láttu síðan skoðunarmennina benda þér á það sem þú ferð síðan með á verkstæði.

Varðandi öryggi… Held að það hafi ekki orðið nein róttæk breyting í öryggi síðustu 10 ár sem gerir 2012 árgerð af almennum bíl sem er enn á götunni mikið óöruggari en sambærilegur í dag. Held að ef helstu öryggisþættir (bremsur, fjöðrun, grind, belti, púðar…) stenst skoðun þá ertu nokkuð seif. Veit það amk sjálfur að ég er sennilega öruggari á 10 ára Passat en eins árs Aygo.

Svona að lokum: Ég er á nýlegum jeppa (2019) og er enn að eyða meira í þjónustuskoðanir til að viðhalda ábyrgð en gamli Nissan Terrano jeppinn kostaði mig í viðhald á ári. Reyndar gat ég gert við flest sjálfur á þeim haugi. Hann entist 15 ár og endaði í Hringrás þegar ég mat að ryðið var farið að skaða öryggið.




raggos
Nörd
Póstar: 142
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf raggos » Fim 16. Jún 2022 12:47

Það er ástæða fyrir að Dacia Duster er vinsæll hjá bílaleigunum. Þeir bila tiltölulega lítið og varahlutir eru mjög ódýrir.
Toyota er svo klárlega almennt með minna viðhald en margir og varahlutir endingargóðir og ekki of dýrir.



Skjámynd

Henjo
Gúrú
Póstar: 508
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 165
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Henjo » Fim 16. Jún 2022 23:17

Litlum smábíll, I10, Picanto, Citigo, Up, Aygo, C1...

Einfaldir, auðvelt að gera við. Eyða litlu. Þægilegir í akstri. Einfaldir og eru ekki með bullshit drasli sem bilar eins og túrbínum og 4WD.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða bíl er ódýrast að sinna viðhaldi á, á Íslandi sirka? Subaru?

Pósturaf Hlynzi » Fös 17. Jún 2022 10:34

Það hefur svosem alltaf verið nánast öruggt að veðja á Toyota (þó svo mér finnist þeir lítið spennandi bílar) og Honda.

Ég hef núna átt 4 stk. Honda CR-V (2005, 2005, 2007 og núna 2010) árgerðir og þeir hafa verið nokkuð skotheldir, fyrri 3 eru allir komnir í 200.000 km og þurft sáralítið viðhald til þess, hef skipt um bremsuklossa, rafgeyma..dekk, balance-stangar enda - slithlutir allt. Það sem hefur bilað umfram það eru afturgormar í 2 bílum, bensínmælir í einum og bremsudælur að aftan festast. Þeir eru pínulítið frekir á bensín (10L /100 km innanbæjar og kringum 12L á veturna), en þetta eru samt mjög stórir og rúmgóðir bílar, eru um 1500 kg + og eru með fjórhjóladrifi.

Ég hef einnig átt 23 ára gamlann Benz, ekinn 311.000 km (E220 1994 árg.) sem var ansi góður fyrir utan ryð í bodý. Ég átti þann bíl í 5 ár og yfir þann tíma eyddi ég slatta í uppsafnað viðhald, þrátt fyrir það kostaði hann minna/mjög svipað og Hondurnar í rekstri þegar viðhald+afföll voru tekin inní dæmið.

Það sem er best að gera er að heyra aðeins í þeim sem vinna í kringum þær týpur/tegundir sem þú ert að spá í, athuga líka hvort það séu margir slíkir mikið keyrðir á bílasölur.is - síðan er aðalmálið að finna verkstæði sem veit hvað þeir eru að gera (t.d. BFÓ fyrir Hondur og fl.) og láta þá yfirfara bílinn helst árlega, skipta um hluti sem á að skipta um - það margfaldar líftíma bílsins og kemur í veg fyrir viðbótar viðgerðir sem hugsanlega voru óþarfar.


Hlynur