Síða 1 af 1

EVGA Supernova P2 Repair fail. *edit* Fékk "up yours" frá EVGA"

Sent: Lau 18. Jún 2022 11:54
af jonsig
Fékk þennan á ebay auglýstan ónýtan á 80$usd + skattur.
SMPS PSU viðgerð, er venjulega straight forward þar sem maður byrjar á stað A og endar á Ö
Þarna er ég búinn að plokka haug af ónýtum íhlutum, og var að vona að viðgerðin væri búin. En við að raðtengja spennufæðinguna til öryggis inná aflgjafan eftir viðgerð með 50W glóperu til að takmarka innrásstrauminn við hugsanlegt skammhlaup þá lýsir peran skært, venjulega lýsir hún bara augnablik þegar þéttarnir eru að hlaðast í aflgjafanum. Sem leiddi að sum of all fears í aflgjafaviðgerðum... aðal spennirinn ónýtur. Sem er ekki hægt að mæla venjulega í þessari tegund spennugjafa(SMPS). En eftir meira niðurrif sé ég að spennirinn er brunninn neðarlega og þetta er custom job spennir :(

Ég veit ekki hvað ég á að gera,ég á 850W G2 evga og 1000W prime Seasonic. En myndi örugglega leggja í að vinda spennirinn upp á nýtt til að spara mér uþb 40-50þ fyrir nýjan svona en þá fer kannski önnur eins vinna í að yfirfæra allar tjúningar á spennugjafanum svo 12VDC útaf honum fari ekki kannski í 14V eða kannski 9V . En það væri auðvitað lang best að geta lagað svona kvikindi fyrir 2þ kr í varahluti og kannski borga 15þ fyrir skranið með innflutning og tolli. Eins og ég gerði síðast með seasonic prime 1000w.
Kannski ætti maður að kaupa tvo ónýta aflgjafa til öryggis þegar maður leggur í þetta næst til að vera viss. Bilaður spennir er kannski 5-10% líkur og stundum er PWM controllerinn bilaður sem kostar yfirleitt kringum 500kr á aliexpress.

Það er alveg vert að nefna að þessar viðgerðir eru stórhættulegar því hlaðinn þéttir á lágspennuhliðinni ( high side voltage ) afhleður uþb 320VDC í mann við eitthvað kæruleysi. Því er best að reyna allar mælingar á þessu með hann slökktan og vera búinn að kynna sér hvernig á að afhlaða þéttana í þessu dóti.
Peru aðferðin kemur í veg fyrir eitthvað frekara katastróf ef þú hefur komið einhverjum hluta aflgjafans í gang aftur, en síðan er önnur bilun sem fær þá fullt afl inná sig og stútar aflgjafanum kannski endanlega.
Síðan kynna sér jarðbindingar, og skilja pælinguna bakvið þær svo maður verði einu fíflinu færra.

Mynd
Mynd
Mynd

Um ljósaperu aðferðina
https://electronics.stackexchange.com/q ... n-parallel
Jarðbindingar, hvernig þær koma í veg fyrir að maður verði Darwin award
https://dengarden.com/home-improvement/ ... d-Wire-For

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail.

Sent: Lau 18. Jún 2022 23:24
af oliuntitled
Ég er að fíla þennann póst frá þér, ég myndi aldrei leggja í svona viðgerð sjálfur þar sem ég hef ekki skillana í að gera við PSU's en þykir hrikalega gaman að lesa svona lýsingar!

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail.

Sent: Sun 19. Jún 2022 00:31
af TheAdder
Sammála seinasta ræðumanni, ég hef mjög gaman af að lesa þessa þræði.

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail.

Sent: Sun 19. Jún 2022 09:12
af jonsig
Takk fyrir það. Endilega koma með input ef mér er klárlega að yfirsjást eitthvað eða er óskiljanlegur.. Ég er 100% meðvitaður um að stundum finnst mér að allir eigi að skilja þessa hollensku/kínversku mína og fæ reglulega comment um það frá kúnnum og kollegum. Síðan hef ég í raun ekki hugmynd hvernig á að skrifa svona pósta. Á netinu sjást yfirleitt bara video með einhverjum gjörningum þar sem menn setja PC dót í bakaraofn eða sambærilegt :oops: Svo um að gera að láta mig fá á lúðurinn bara ef það er eitthvað furðulegt í gangi eða illa skilgreint.

En aðeins aftur að hinu.
Ég hafði ekki vit á að taka myndir af brunanum á spenninum. Þessi spennir sem ég tók úr er AFPC spennirinn, hann var fyrir svo hann varð að fara úr til að komast að 2x fubar boost díóðum, sem liggja þarna á borðinu hjá mér í TO-220 húsi,
Vert að minnast á að ég er búinn að takar allar díóður og feta úr og mæla þá með component analyzer, svo ég er búinn að útiloka allt nema spennu leka í þeim á lágspennuhliðinni (high Voltage side)
Ég kalla 230V AC hliðina lágspennuhlið því hún er skilgreind sem slík í ÍST200:2006. Háspenna væri þá >1000V(AC) / >1500V(DC)

Síðan no guts no glory... Sendi á EVGA hvort þeir gætu skaffað mér nýjan switching transformer af þessari típu :lol: það þýddi ekki að vera bæta við 3kg af E-waste útaf einum ómerkilegum spenni. Bíð spenntur eftir svari.. :^o
Ætli þeir sendi mér ekki bara GIF. til baka sem lýsir hversu veruleikafirrtur ég er eða mynd af einhverjum lim :lol:

+edit+
Fékk svo auðvitað eitthvað "up yours" svar frá EVGA, eða er of heimskur til að gera mig skiljanlegan með ensku.
Mynd

planned obsolescence += 1

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail. *edit* Fékk "up yours" frá EVGA"

Sent: Sun 07. Ágú 2022 20:40
af jonsig
Eftir að eyða alltof miklum tíma í þetta þá hef ég staðfest Standby - spennirinn. Með því að rífa í burtu stóran part af öllu sem er á 320VDC hliðinni og setja dummy PWM merki inná switching feta . Kannski ágætt að EVGA fóru ekki að eyða tíma í að senda mér AFPC spennir.

Þegar ég keypti þetta scrap af ebay stendur í description að hann hafi bara ekki kveikt á sér aftur. Ég hef útlistað skemmdirnar fyrir alvöru sérfræðingum í þessari tækni, og þeir halda að þetta sé eftir eldingu sem meikar sense því ég hef aldrei séð svona mikið af biluðu dóti í neinu kaput tæki nokkurntíman.

Í millitíðinni tók ég samt vel heppnað restore project á seasonic platinum 1200W. Veit ekki hvort það sé einhver áhugi á þannig documentary.

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail. *edit* Fékk "up yours" frá EVGA"

Sent: Sun 07. Ágú 2022 21:09
af Minuz1
Frábært customer support...vilja ekkert gera fyrir skjákortið þitt þar sem það er úr ábyrgð.

Re: EVGA Supernova P2 Repair fail. *edit* Fékk "up yours" frá EVGA"

Sent: Sun 07. Ágú 2022 21:21
af jonsig
Minuz1 skrifaði:Frábært customer support...vilja ekkert gera fyrir skjákortið þitt þar sem það er úr ábyrgð.


Heyrði nú í eigendunum á einni stórri tölvuverslun á klakanum. Þeim langaði að verða service -center fyrir tölvubrandið sem þeir selja, þá gætu þeir gert ýmislegt.
Hinsvegar pinku ves... ATB partnerinn setur nokkur skilyrði.. þeir þurfa rafeindavirkjameistara eða sambærilegt, verkstæðis löggildingu, splæsa þjálfun á starfsmanninn og complett BGA rework aðstöðu ( 2millz?).

Fyrir nokkrar hræður á Íslandi ? Færi fólk að versla þar heldur uppá betri ábyrgð og þjónustu ? :-k neeeee.