Ég var að koma úr löngu helgarfríi frá útlöndum og ég skrúfaði fyrir vatnið á þvottavélina við vatnsinntakið fyrir hana. Það var ekkert mál að skrúfa fyrir áður en ég fór en núna er allt pikkfast.
Hvernig er best að losa um þetta án þess að skemma ventilinn og allt fari að flæða hjá manni?
"Frosinn" vatnsinntaks ventill
-
- Vaktari
- Póstar: 2016
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 291
- Staða: Ótengdur
Re: "Frosinn" vatnsinntaks ventill
Mynd? Gæti gefið þér ráð ef ég sæi mynd. Hvernig ventill er þetta, kúluloki eða renniloki? ekki margir aðrir lokar sem koma til greina(geri ráð fyrir að þetta sé kalt vatn sem þú ert að eiga við)? Ef þetta er renniloki ætti þér að vera óhætt að fara með nógu stóra vatnspíputöng eða rörtöng utan um hringlótta skaftið á lokanum og snúa laust.
Ætti að virka. Rennilokarnir eru frekar sterkir, en farðu samt varlega og ef þú heyrir mikið brak stoppaðu þá nema þú vitir hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.(sem er oftast pínulítill leki) . En ef þetta er kúluloki, þá skrúfa skaftið af og nota skiptilykil til að opna.
Ætti að virka. Rennilokarnir eru frekar sterkir, en farðu samt varlega og ef þú heyrir mikið brak stoppaðu þá nema þú vitir hvað á að gera ef eitthvað fer úrskeiðis.(sem er oftast pínulítill leki) . En ef þetta er kúluloki, þá skrúfa skaftið af og nota skiptilykil til að opna.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 457
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 43
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: "Frosinn" vatnsinntaks ventill
Náði loksins að opna fyrir vatnið.
Þarf samt líklega að láta skipta um þar sem þetta er allt mjög stíft að loka og opna fyrir vatnið.

Þarf samt líklega að láta skipta um þar sem þetta er allt mjög stíft að loka og opna fyrir vatnið.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1138
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 55
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: "Frosinn" vatnsinntaks ventill
falcon1 skrifaði:Náði loksins að opna fyrir vatnið.![]()
Þarf samt líklega að láta skipta um þar sem þetta er allt mjög stíft að loka og opna fyrir vatnið.
https://eirberg.is/eve-aqua-vatnsst%C3% ... -10eai8101