Ef þetta væri framkvæmanlegt þá myndu kínverjar eflaust fagna þessu.
Við hinsvegar...ekki séns!
http://www.dv.is/frettir/2008/11/2/micr ... da-vefinn/
Ég held að þeir séu samt líka að blása þetta aðeins of mikið upp í upprunalegu fréttinni, en ég held að tilgangurinn með þessu sé aðallega að vernda börn gegn blóti og þess háttar á netinu. Þetta væri þá svona svipað og Net Nanny nema í stað þess að reyna að halda óæskilegum vefsíðum frá börnum að þá eru þær bara ritskoðaðar fyrir þau. Mér finnst það alveg ágætis hugmynd því netið er endalaust að stækka og öðru hverju koma nýjar síður eins og Youtube sem koma með nýjar leiðir fyrir fólk til þess að tjá sig í stað þess að skrifa bara og ef þeir sleppa að spá meira í þessu þá endar kannski með því að börn geti ekki prófað netið fyrr en eftir 18 ára aldur vegna þess hve ótraust það er (þá er ég að tala um þegar netið verður orðið að einum risa margmiðlunarheimi þar sem skrifað mál er í minnihluta, meira um myndefni og jafnvel sýndarveruleika).