Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Farcry » Mán 15. Okt 2012 21:42

Er eitthvað sem mælir gegn því að nota Led Perur í stigagang (http://www.ikea.is/products/17003) er með ljós sem taka 2x60w E27, Led perur eiga að enndast lengur ég veit ekki með þegar verið er að kveikja og slökkva á þeim (tímarofi í stigagangnum) buin að prófa sparperur leiðinleg birta af þeim, hef verið að prófa halogen perur (http://www.ikea.is/products/9861) finnst þær enndast full stutt.



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf mundivalur » Mán 15. Okt 2012 22:03

Held að LED ætti að koma vel út ! en hef samt ekki reynslu af LED í peruformi :D



Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Farcry » Mán 15. Okt 2012 22:09

Þetta eru bara svo mikið dýrari perur , maður byrjar kannski bara à því að kaupa í eitt ljós og sjà svo til




addifreysi
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 07:54
Reputation: 0
Staðsetning: You be trippin
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf addifreysi » Mán 15. Okt 2012 22:25

skoðaðu Led.is


AMD Phenom II X6 1090T - Corsair H50 - Gigabyte 890FXA-UD5- Nvidia Geforce GTX260 - 2x2 GB Mushkin 1600MHz DDR3 - 750W SilverStone PSU - 2x 500GB Western Digital + 320 GB Western Digital + 1,5 Tb Western Digital Green - BenQ 24" LED 1920x1080 - Acer V223W 22" 1680x1050


N0N4M3
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mið 10. Nóv 2010 10:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf N0N4M3 » Mán 15. Okt 2012 22:26

Mun lengri líftími, minni orkunotkun en aftur á móti er minni birta en af glóperum/halógen/flúor. Sjálfsögðu hægt að fá góðar led sem lýsa vel en þær kosta frekar mikið.
Ljós & rafhlöður frá ikea er kínverskt drasl.



Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Farcry » Mán 15. Okt 2012 22:42

N0N4M3 skrifaði:Mun lengri líftími, minni orkunotkun en aftur á móti er minni birta en af glóperum/halógen/flúor. Sjálfsögðu hægt að fá góðar led sem lýsa vel en þær kosta frekar mikið.
Ljós & rafhlöður frá ikea er kínverskt drasl.

Er ekki allt orðið framleitt í kína nú til dags :)



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf upg8 » Mán 15. Okt 2012 22:49

LED perur eru málið enda ætla IKEA að skipta öllum perum út fyrir LED.
N0N4M3 skrifaði:Mun lengri líftími, minni orkunotkun en aftur á móti er minni birta en af glóperum/halógen/flúor. Sjálfsögðu hægt að fá góðar led sem lýsa vel en þær kosta frekar mikið.
Ljós & rafhlöður frá ikea er kínverskt drasl.

Apple, Asus, Microsoft og fleiri framleiða allt sitt dót í Kína og það er miklu flóknari rafeindabúnaður heldur en einfaldar LED perur. Reyndar eru Lenovo (Kínverskt fyrirtæki) að setja upp verksmiðju í Bandaríkjunum, -geta bráðum sagt MADE IN USA á vissar Lenovo tölvur


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Tbot » Þri 16. Okt 2012 09:35

Led perur eru ekki góðar í stigaganga, fæstar ef nokkrar þeirra ráða við þetta margar kveikingar. Halogen perurnar eru einna bestar fyrir stigahús, þó ber að varast að það eru þó nokkrar gerðir af þeim, sem eru mismunandi góðar.

Því miður er ansi mikið af perunum sem IKEA selur, einfaldlega drasl.
Hætti að kaupa perur þar fyrir ansi mörgum árum.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf upg8 » Þri 16. Okt 2012 09:43

Af þeim perum sem eru til, þá þola LED perur með þeim slitþolnustu og þola það almennt vel að það sé kveikt og slökkt á þeim oft. Ertu viss um að þú sért ekki að hugsa um hefðbundnar sparperur?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Tbot » Þri 16. Okt 2012 10:05

Uppgefinn tími á flúrsparperum er 6000 til 15000 tímar. Algengt á LED er 25000 tímar.
Báðar gerðir eru með x margar kveikingar og fjöldinn er ekki mjög hár miðað við ætlaðann líftíma. Vísu eru flúr perurnar viðkvæmari heldur en led.

Það sem verður að reikna með er að það geta verið margar kveikingar í stigahúsi í blokk. Frá 10 og kannski upp í hundrað á dag og þá er talan fljót að koma.


Eins og einn góður maður sagði:
Það getur verið sniðugra að setja tímaliða sem sér til þess að ljósin lýsa frá t.d. 7 til 9 fyrri partinn og frá 4 eða 5 til 8 eða 9 seinni partinn. Annars er stigabiðrofinn nýttur. Þetta fækkar kveikingum all mikið, aðal álagstími er á þessu róli.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf dori » Þri 16. Okt 2012 10:17

Svo er spurning hversu mikið þú sparar almennt á því að slökkva á LED perunum yfir daginn. Er það ekki eitthvað algjört klink? Hver er s.s. munurinn á því í krónum á mánuði að hafa þetta kveikt frá 7-22 eða 7-9 og 16-21?



Skjámynd

Höfundur
Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Farcry » Þri 16. Okt 2012 10:36

Takk fyrir svörin, hugsa að ég prófi að setja Led perur í eitt ljós til að sjà endinguna.



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf upg8 » Þri 16. Okt 2012 10:37

Samkvæmt Wikipedia er algeng ending á glóperum um 2000 klukkutímar, halogen um 3500 en Philips L-Prize ná 30.000 stundum og það eru til LED ljós með áætlaðan 50.000 stunda líftíma og jafnvel 100.000. LED ljós þola mjög vel að það sé kveikt og slökkt á þeim oft, ólíkt flúrperum. Það er þá helst AC-DC búnaðurinn í perunum sem klikkar. Þessi tækni er í stöðugri þróunn og það munu bara halda áfram að koma betri og betri perur.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Tbot » Þri 16. Okt 2012 11:20

Ef þú skoðar info frá framleiðendum t.d. Osram og Philips, þá gefa þeir 25000 tíma á margar af bulb gerðunum. Þ.e. svipuð lögun og glóperan.

Ansi oft er gefið 50.000- switching, það gerir 25000 kveikingar. sett í jöfnu með 50 kveikingar á dag 365 daga vikunnar.

50*365 = 18250 => 25.000 er náð á c.a. einu og hálfu ári.

Frá Osram - LED STAR DECO CLASSIC A 1.2 W E27 BL
Lifespan
Nominal lamp life time 25000 h
Rated lamp life time 25000 h
Number of switching cycles 50000

Ansi oft er það nú þannig að bæði sölumenn og rafvirkjar gefa það út að setja sparnaðarperur á alla staði.
en stigahús og baðherbergi eru þeir staðir sem hafa flestar kveikingar og stundum þarf að skoða þetta alla leið.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Garri » Þri 16. Okt 2012 12:08

Eftir að ég setti dimmera á helstu staði, þá skipti ég ekki orðið um perur. Bara á stöðum sem enginn dimmer er, lampar og einstaka veggljós.

Perur eru framleiddar til að endast ákveðna tíma. Fyrir 70 árum gátu menn framleitt svona perur með 5.000 tíma endingu. Það voru opinber samráð ljósaperuframleiðenda að stytta þennan tíma niður fyrir 2.000 tíma. Með því að minnka álagið á peru sem er gefin upp fyrir 220V og einhver x-Wött, þá eykst endingartíminn í veldisfalli.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf tlord » Þri 16. Okt 2012 12:16

Garri skrifaði:Eftir að ég setti dimmera á helstu staði, þá skipti ég ekki orðið um perur. Bara á stöðum sem enginn dimmer er, lampar og einstaka veggljós.

Perur eru framleiddar til að endast ákveðna tíma. Fyrir 70 árum gátu menn framleitt svona perur með 5.000 tíma endingu. Það voru opinber samráð ljósaperuframleiðenda að stytta þennan tíma niður fyrir 2.000 tíma. Með því að minnka álagið á peru sem er gefin upp fyrir 220V og einhver x-Wött, þá eykst endingartíminn í veldisfalli.


Get staðfest þetta. Með því að raðtengja 2 100w perur fæst ending sem telst í árum og birta sem er ca 25w hvor pera.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf tlord » Þri 16. Okt 2012 12:33

N0N4M3 skrifaði:Mun lengri líftími, minni orkunotkun en aftur á móti er minni birta en af glóperum/halógen/flúor. Sjálfsögðu hægt að fá góðar led sem lýsa vel en þær kosta frekar mikið.
Ljós & rafhlöður frá ikea er kínverskt drasl.


rafhlöðurnar í Ikea eru þýskar (Varta?) og eru alveg sæmilega góðar

http://www.candlepowerforums.com/vb/showthread.php?64660-Alkaline-Battery-Shoot-Out




N0N4M3
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mið 10. Nóv 2010 10:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf N0N4M3 » Þri 16. Okt 2012 15:59

Úps, afsakið var ekki nógu skýr þarna. Endurhlaðanlegu rafhlöðurnar sem IKEA eru með eru frá Kína.
En já, með því að dimma glóperur um einungis 5% þá eykst líftíminn til muna. Sá einhverja rannsókn á því en nenni ekki að leita hana uppi.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf JReykdal » Þri 16. Okt 2012 16:14

Var að skoða verð á LED perum í BYKO. 10.000kr fyrir peruna???

Þurfa að endast fjandi lengi til að borga sig :)


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf upg8 » Þri 16. Okt 2012 16:51

Við venjulegar aðstæður þá eiga þær að endast í svona 20 ár, svo það er ekki hátt verð og í flestum löndum er raforkuverð margfallt hærra en hérna.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf pattzi » Þri 16. Okt 2012 17:53

Gamla Glóperan stendur fyrir sínu þó hún sé að hverfa

kaupa bara lagerinn hjá elko t.d


http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4223



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 368
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Tengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Steini B » Þri 16. Okt 2012 23:19

En eina vitið er að kaupa þetta á ebay beint frá kína. Lang ódýrast! Keypti 13 perur á 7þ. hingað komið :happy


LED \:D/

Mynd



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nota LED perur í stigagang í fjölbýli

Pósturaf Pandemic » Mið 17. Okt 2012 02:08

Steini B skrifaði:En eina vitið er að kaupa þetta á ebay beint frá kína. Lang ódýrast! Keypti 13 perur á 7þ. hingað komið :happy


LED \:D/

Mynd


Geturu gefið okkur link á þessar perur sem þú keyptir?