Tollur & Tollmeðferð

Allt utan efnis

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf machinefart » Þri 23. Des 2014 13:18

Já þetta eru skrítin vinnubrögð sem eru að einhverju leiti þeim í hag, og auðvelt að halda fram að álagið sé mikið í kringum jólin. Ég nefnilega þekki til fólks sem var að lenda í nákvæmlega því sama og reddaði gjöfunum í gær (og greiddu að sjálfsögðu aukalega fyrir flýtimeðferð fyrir mistök póstsins).



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Viktor » Þri 23. Des 2014 15:11

KermitTheFrog skrifaði:Nú verð ég að segja að ég sé nokkuð hissa á vinnubrögðum þarna.

Ég pantaði jólagjöf handa litla frænda mínum af eBay seint í nóvember. ETA á pakkanum var á milli 10. des og 5. jan. Mér datt nú í hug að þetta yrði frekar í fyrra lagi, þar sem það er mín reynsla af því að versla þarna. Þeir virðast oftast gefa sér rúman sendingartíma.

Nema hvað. Nú er Þorláksmessa og ég fattaði að ef ég fengi þetta ekki í dag þá þyrfti ég að finna eitthvað annað til að gefa krílinu þar sem ég er að vinna í kvöld og á morgun. Ég hringdi í þjónustuborð póstsins og vildi athuga hvort það sæist eitthvað um þetta í kerfinu hjá þeim og viti menn, pakkinn er búinn að liggja uppi á Stórhöfða síðan 5. des að bíða eftir afriti af reikningi. Stúlkan í þjónustuverinu segir mér að það sé búið að prenta út tilkynningu og ítrekun. Hvorugt hefur skilað sér til mín.

Ég þurfti því að gera mér ferð upp á Stórhöfða og borga 500 kr. aukalega fyrir þetta flýtigjald þar sem það var "hæpið" að þetta myndi nást fyrir jól ef þetta færi venjulegu leiðina. Frekar fúlt þar sem annað hvort hefur Tollmiðlun póstsins klikkað á að senda þessa pappíra til mín, eða Pósturinn ekki skilað þessu inn um lúguna.


Stundum rata þessi bréf ekki rétta leið, til dæmis ef lögheimili er annað en heimili sendanda, ef viðtakandi á bögglinum er ekki sá sami og nafn sem er skráð á heimilisfangið(á bjöllu eða þjóðskrá), ef nafnið eða heimilisfang er vitlaust skrifað á pakkann osfrv. Ekki það að það hafi endilega gerst í þessu tilviki, en auðvitað getur þeim orðið á mistök eins og öðru fólki. Maður getur varla ýmindað sér álagið hjá póstþjónustum í desember.

En maður spyr sig, hvort þú hefðir ekki getað heyrt í þeim fyrr? :catgotmyballs Það er nú einusinni desember! :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2704
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf SolidFeather » Þri 23. Des 2014 15:58

KermitTheFrog skrifaði:Nú verð ég að segja að ég sé nokkuð hissa á vinnubrögðum þarna.

Ég pantaði jólagjöf handa litla frænda mínum af eBay seint í nóvember. ETA á pakkanum var á milli 10. des og 5. jan. Mér datt nú í hug að þetta yrði frekar í fyrra lagi, þar sem það er mín reynsla af því að versla þarna. Þeir virðast oftast gefa sér rúman sendingartíma.

Nema hvað. Nú er Þorláksmessa og ég fattaði að ef ég fengi þetta ekki í dag þá þyrfti ég að finna eitthvað annað til að gefa krílinu þar sem ég er að vinna í kvöld og á morgun. Ég hringdi í þjónustuborð póstsins og vildi athuga hvort það sæist eitthvað um þetta í kerfinu hjá þeim og viti menn, pakkinn er búinn að liggja uppi á Stórhöfða síðan 5. des að bíða eftir afriti af reikningi. Stúlkan í þjónustuverinu segir mér að það sé búið að prenta út tilkynningu og ítrekun. Hvorugt hefur skilað sér til mín.

Ég þurfti því að gera mér ferð upp á Stórhöfða og borga 500 kr. aukalega fyrir þetta flýtigjald þar sem það var "hæpið" að þetta myndi nást fyrir jól ef þetta færi venjulegu leiðina. Frekar fúlt þar sem annað hvort hefur Tollmiðlun póstsins klikkað á að senda þessa pappíra til mín, eða Pósturinn ekki skilað þessu inn um lúguna.



Ég fæ alltaf tölvupóst um að það vanti reikning, ertu ekki með tölvupóstfangið skráð hjá þeim?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 23. Des 2014 23:57

SolidFeather skrifaði:Ég fæ alltaf tölvupóst um að það vanti reikning, ertu ekki með tölvupóstfangið skráð hjá þeim?


Nei ég kannski kíki á það. Getur maður skráð sig á netinu eða þarf maður að hringja í þá?

En ætli það sé tilviljun að tilkynningarnar hafi báðar komið inn um lúguna hjá mér í dag?

Sallarólegur skrifaði:Stundum rata þessi bréf ekki rétta leið, til dæmis ef lögheimili er annað en heimili sendanda, ef viðtakandi á bögglinum er ekki sá sami og nafn sem er skráð á heimilisfangið(á bjöllu eða þjóðskrá), ef nafnið eða heimilisfang er vitlaust skrifað á pakkann osfrv. Ekki það að það hafi endilega gerst í þessu tilviki, en auðvitað getur þeim orðið á mistök eins og öðru fólki. Maður getur varla ýmindað sér álagið hjá póstþjónustum í desember.

En maður spyr sig, hvort þú hefðir ekki getað heyrt í þeim fyrr? :catgotmyballs Það er nú einusinni desember! :)


Það er ekki tilfellið hér. Þessi bréf komu bæði inn um lúguna í dag. Eitt stimplað 5. des og hitt 19. des. Hefur bara fallið einhversstaðar á milli og gleymst get ég ímyndað mér.

En jú, ég hefði alveg getað heyrt í þeim fyrr. Það er að sjálfsögðu minn feill. Beið bara alltaf eftir bréfinu. Mér hefur áður mætt hálfgerður skætingur ef ég hringi og forvitnast um pakka sem eru ekki með tracking númer.

machinefart skrifaði:Já þetta eru skrítin vinnubrögð sem eru að einhverju leiti þeim í hag, og auðvelt að halda fram að álagið sé mikið í kringum jólin. Ég nefnilega þekki til fólks sem var að lenda í nákvæmlega því sama og reddaði gjöfunum í gær (og greiddu að sjálfsögðu aukalega fyrir flýtimeðferð fyrir mistök póstsins).


Já ég var ekki sá eini sem var þarna uppfrá að sækja pakka.
Síðast breytt af KermitTheFrog á Mið 24. Des 2014 00:07, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2704
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf SolidFeather » Mið 24. Des 2014 00:05

KermitTheFrog skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Ég fæ alltaf tölvupóst um að það vanti reikning, ertu ekki með tölvupóstfangið skráð hjá þeim?


Nei ég kannski kíki á það. Getur maður skráð sig á netinu eða þarf maður að hringja í þá?

En ætli það sé tilviljun að tilkynningarnar hafi báðar komið inn um lúguna hjá mér í dag?

Sallarólegur skrifaði:Stundum rata þessi bréf ekki rétta leið, til dæmis ef lögheimili er annað en heimili sendanda, ef viðtakandi á bögglinum er ekki sá sami og nafn sem er skráð á heimilisfangið(á bjöllu eða þjóðskrá), ef nafnið eða heimilisfang er vitlaust skrifað á pakkann osfrv. Ekki það að það hafi endilega gerst í þessu tilviki, en auðvitað getur þeim orðið á mistök eins og öðru fólki. Maður getur varla ýmindað sér álagið hjá póstþjónustum í desember.

En maður spyr sig, hvort þú hefðir ekki getað heyrt í þeim fyrr? :catgotmyballs Það er nú einusinni desember! :)


Það er ekki tilfellið hér. Þessi bréf komu bæði inn um lúguna í dag. Eitt stimplað 5. des og hitt 19. des. Hefur bara fallið einhversstaðar á milli og gleymst get ég ímyndað mér.

En jú, ég hefði alveg getað heyrt í þeim fyrr. Það er að sjálfsögðu minn feill. Beið bara alltaf eftir bréfinu.

machinefart skrifaði:Já þetta eru skrítin vinnubrögð sem eru að einhverju leiti þeim í hag, og auðvelt að halda fram að álagið sé mikið í kringum jólin. Ég nefnilega þekki til fólks sem var að lenda í nákvæmlega því sama og reddaði gjöfunum í gær (og greiddu að sjálfsögðu aukalega fyrir flýtimeðferð fyrir mistök póstsins).


Já ég var ekki sá eini sem var þarna uppfrá að sækja pakka.



Minnir að ég hafi bara skráð mig í gegnum netið.




sverrirgu
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf sverrirgu » Mið 24. Des 2014 00:51




Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 24. Des 2014 01:42

sverrirgu skrifaði:http://www.postur.is/pakkar/fra-utlondum/tilkynning-um-tollsendingu/


Snilld, þá lendir maður ekki í þessu aftur.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf roadwarrior » Mið 24. Des 2014 11:49

Svo er líka hægt að skrá sig í kerfið hjá þeim í póstinum að um og leið og sending er skönnuð inní hillu á pósthúsi þá fær maður SMS. Þá þarf maður ekki að biða eftir að það komi tilkynning innum lúguna að það bíði manns sending á pósthúsi :happy



Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 505
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 15
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf astro » Mið 24. Des 2014 12:12

Ég átti von á pakka í gær að dyrum sem búið var að borga kostnaðinn fyrir, hringdi uppeftir og spurði hvort það væri ekki í lagi að sækja hann sjálfur því ég vissi ekki hvort ég myndi vera heima og til að gulltryggja að ég myndi fá pakkann fyrir jól, jújú ekkert mál en það kostar 500kr.
What? Kostar aukalega að sækja pakkan þegar það er búið að borga fyrir heimkeyslu.


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 24. Des 2014 17:11

roadwarrior skrifaði:Svo er líka hægt að skrá sig í kerfið hjá þeim í póstinum að um og leið og sending er skönnuð inní hillu á pósthúsi þá fær maður SMS. Þá þarf maður ekki að biða eftir að það komi tilkynning innum lúguna að það bíði manns sending á pósthúsi :happy


Ég er greinilega bara svona gamaldags. Fylgist reyndar alltaf með þegar það er tracking númer með pakkanum. Þá er ég oftast búinn að sækja pakkann áður en tilkynningin kemur inn um lúguna.

astro skrifaði:Ég átti von á pakka í gær að dyrum sem búið var að borga kostnaðinn fyrir, hringdi uppeftir og spurði hvort það væri ekki í lagi að sækja hann sjálfur því ég vissi ekki hvort ég myndi vera heima og til að gulltryggja að ég myndi fá pakkann fyrir jól, jújú ekkert mál en það kostar 500kr.
What? Kostar aukalega að sækja pakkan þegar það er búið að borga fyrir heimkeyslu.


Þessi fimmhundruðkall er "flýtimeðferðargjald" eða gjald fyrir að taka pakkann "úr ferli."

Basically bara filter. Ef fólk er til í að borga þennan pening þá má það alveg fá pakkann. En ef það væri frítt þá færu allir og amma þeirra þarna uppeftir í staðinn fyrir að bíða og fá þetta á sitt pósthús. Staðurinn myndi sennilega ekki anna því.