zaiLex skrifaði:Að því sögðu sé ég voða lítið slæmt við Trump sem frambjóðanda, ég er frjálshyggjumaður og hann myndi vera líklegri til að lækka skatta og auka auðlegð frekar en Hillary. Það er líka einn stærsti misskilningur vinstri manna að ójöfnuður sé hægri stefnum að kenna, það að ríkari séu að vera ríkari er einmitt pólitík eins og Hillary myndi reka að kenna, þar sem stórfyrirtæki sem styrkja flokkana til fá vinagreiða. Einu vinir litla mannsins eru hægri menn því þeir vilja lækka skatta og minnka inngrip ríkisins í markaðinn, sem gerir það að verkum að það er meiri samkeppni sem þýðir lægra verð. Eina sem hjálpar litla manninum eru lægri skattar og lægri verð. Velferðakerfið festir fólk í fátæktargildru þar sem það er enginn hvati til þess að hjálpa sér sjálfur. Vissulega eru sumir veikir og fatlaðir en til þess er private charity, sem virkaði fullkomnlega vel áður en velferðarkerfið var sett á fyrir um 100 árum í bandaríkjunum. Fyrir velferðarkerfið var fátækt hægt og bítandi að hverfa, eftir velferðarkerfið hefur fátækt staðið í stað. Það er lítil hjálp að gefa einhverjum fisk þegar þú getur kennt honum að veiða.
Þetta er fáránlega mikil einföldun á flóknu málefni. Síðan iðnbyltingin hófst hafa líklega verið tvö tímabil þar sem hag almennings fleygði hvað mest fram (að minnsta kosti í Bandaríkjunum og Íslandi, þar sem ég ætla að einbeita mér); frá rétt fyrir aldamótin 1900 fram að markaðshruninu 1929 og frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar fram á miðjan 8. áratuginn.
Stærsta hlutfallslega aukningin á hag og stærð miðstéttarinnar í Bandaríkjunum og Íslandi var á eftirstríðsárunum og fram á miðjan 8. áratuginn. Í bandaríkjunum vegna hluta eins og GI bill löggjafarinnar sem gaf hermönnum úr seinni heimstyrjöldinni og afkomendum þeirra aðgang að ríkisstyrktri menntun og húsnæði á skala sem hafði ekki sést áður. Á Íslandi var þessi hagsældaraukning að mjög miklu leyti vegna Marshall aðstoðarinnar, sem er erfitt að kalla eitthvað annað en ölmusu. Hagaukning millistéttarinnar staðnaði síðan um miðjan 8. áratuginn, einmitt á sama tíma og neoliberalismi og trickle down kenningar fóru að verða vinsælar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum er mjög skýrt hvenær breytingin fór að verða á þessu; árið 1968 var jafnasta ár síðustu aldar. Eftir það hefur hagaukning nánast einungis farið til eftstu prósentana. Hef ekki séð jafn nákvæmar útlistanir á þessum stóru stefnum í hag stétta á íslandi, en tekjubilið milli stétta fór að versna hratt í kringum seinni part 10. áratugarins, nokkrum árum eftir að neoliberalismi Davíðs Oddsonar og co. fór á flug.
Fyrri hagsældaraukningin, frá rétt fyrir aldamótunum og fram að kreppunni miklu, er líklega að mestu leyti vegna þess að þá fóru stéttarfélög að hafa meiri ítök og náðu fram ýmsum stórum umbótum eins og 40 klukkustunda vinnuvikunni, veikindadaga og fleira.
Auðvitað er það sem ég er að segja líka mikil einföldun og litast að miklu leyti af því að ég er talsvert vinstrisinnaður, en að halda því fram að einu vinir litla mannsins sé hægri menn er fáránlegt.