Ábyrgð a tölvu
-
Tonikallinn
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 660
- Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
- Reputation: 29
- Staða: Ótengdur
Ábyrgð a tölvu
Ég keypti tölvu í fyrirtæki sem fór á hausinn, og ég væri enn í ábyrgð. Hvaða réttindi hef ég?
Re: Ábyrgð a tölvu
Tonikallinn skrifaði:Ég keypti tölvu í fyrirtæki sem fór á hausinn, og ég væri enn í ábyrgð. Hvaða réttindi hef ég?
Fer mjög mikið eftir því hvaða fyrirtæki það var. Ef það var Buy.is þá bara gangi þér vel, Ef það var tölvuvirkni þá er kannski möguleiki að sjá hvort Tölvutek / Ódýrið gæti boðið þér eithvern díl eða verið the good guy.
En í raun skilst mér þegar fyrirtæki fer á þrot þá missir þú allan rétt.
Re: Ábyrgð a tölvu
Dúlli skrifaði:Fer mjög mikið eftir því hvaða fyrirtæki það var. Ef það var Buy.is þá bara gangi þér vel, Ef það var tölvuvirkni þá er kannski möguleiki að sjá hvort Tölvutek / Ódýrið gæti boðið þér eithvern díl eða verið the good guy.
En í raun skilst mér þegar fyrirtæki fer á þrot þá missir þú allan rétt.
Rétt, þú ert alveg upp á velyrði fyrirtækisins sem tók við rekstrinum kominn, ef eitthvað svoleiðis er til staðar.
Hins vegar ef eitthvað bilar, og þú getur fundið út hvað það er, þá eru ágætis líkur á að þú getir sótt ábyrgð til framleiðanda. Hins vegar fylgir því yfirleitt einhver sendingarkostnaður og tilstand
Starfsmaður Tölvutækni.is
-
Tonikallinn
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 660
- Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
- Reputation: 29
- Staða: Ótengdur
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8551
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1373
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ábyrgð a tölvu
Finnur kennitöluna á nótunni, flettir henni upp á rsk.is ef hún er enn virk, þá finnur þú hver er ábyrgur fyrir henni og þá ábyrgðarmálunum, eða finnur lögræðinginn sem að skipta búinu og lýsir kröfu í búið, held að svona hljóti að fá forgang umfram t.d. skuld fyrirtækis við leigusala o.s.frv.