Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 78
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Sep 2021 02:29

Núna í iPhone 13 að koma á markað og það er bara Nova sem ratar inná listann á Íslandi sem fjarskiptafyrirtæki sem Apple samþykkir sem 5G samhæft á Íslandi. Vodafone er bara með einn 5G sendi á sínum höfuðstöðvum og Síminn er ekki einu sinni búinn að kveikja opinberlega á sínu 5G kerfi (og er ekki heldur með VoLTE eða VoWiFi* eins og Nova og Vodafone).

Íslenskt fjarskiptafélag í kynningu á iPhone 13

*VoWiFi er framtíðin varðandi símtöl í farsíma innanhús. Þar sem það tryggir öruggt samband og góð hljóðgæði í símatalinu. Frekar en að nota farsímasendi sem er kannski ekki með gott merki innanhúss hjá fólki.
Gemini
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf Gemini » Mið 15. Sep 2021 03:30

Já þetta tekur bara sinn tíma hjá öllum. Díla við framleiðendur, pólitík útaf 5g sendum, Fjarskiptaeftirlitið, leyfi íbúa til að setja upp 5g senda í nágrenninu og fleira og fleira. Svo eru nær allir með góða tengingu heima nú þegar. Asinn er því ekki eins mikill og ef allir væru á rusl neti og þetta væri að breyta öllu og mikil samkeppni um kúnna. Efast um að mjög stór prósenta velji fjarskiptafyrirtæki eingöngu útaf 5g.

Annars vantar líka góð móttökutæki. Ég er t.d. með 5g Huawei tæki hérna í RVK og það nær alveg 400-500mbit 5g sambandi en þetta er stanslaust að slökkva á 5g og velja 60mbit 4g í staðinn og engin leið í tækinu til að læsa á 5g. Dugar ekki einu sinni að restarta, þarf að reseta allar stillingar svo það eyði upplýsingunum og þá tengist hann aftur við 5g með fínu sambandi en dettur svo út eftir svona 1 til 100 klukkutíma, alveg random. Prófað 2 mismunandi Huawei tæki og bæði eins silly.Skjámynd

oliuntitled
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf oliuntitled » Mið 15. Sep 2021 10:28

Það er líka meira en að segja það að setja upp svona kerfi, kostnaðurinn er gríðarlegur og miðað við að 4g uppbygging er pretty much nýbúin(og ennþá ongoing) að þá er ekkert voðalega skrýtið að þeir séu hægir af stað með 5g :)
Höfundur
jonfr1900
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 78
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Sep 2021 11:48

oliuntitled skrifaði:Það er líka meira en að segja það að setja upp svona kerfi, kostnaðurinn er gríðarlegur og miðað við að 4g uppbygging er pretty much nýbúin(og ennþá ongoing) að þá er ekkert voðalega skrýtið að þeir séu hægir af stað með 5g :)


4G kerfið er nú þegar orðið 10 ára og var fyrst tekið í notkun árið 2009. Þó svo að íslensku fjarskiptafyrirtækin hafi ekki tekið 4G í notkun fyrr en eftir 2012 og voru ekki kominn með það í fulla notkun fyrr en eftir árið 2015.
JReykdal
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf JReykdal » Mið 15. Sep 2021 13:36

Þetta er líka spurning um eftirspurn. Það er ekkert brjálæðislega mikið "sell" fyrir 5G eins og er. Aðeins meiri hraði og minna ping (líklega, fer eftir aðstæðum) en 4G dugir vel í það sem fólk notar símana sína í akkúrat núna.

En þegar að base stations fyrir heimili og þannig fara að koma þá verður meiri pressa en þegar að megnið af heimilum í þéttbýli hafa þegar gott netsamband, og 5G uppbyggingin verður aðallega í þéttbýli til að byrja með, þá er það meira að segja takmarkað.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 3939
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 443
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf appel » Mið 15. Sep 2021 13:48

Persónulega sit ég ekkert nagandi neglurnar yfir áhyggjur af því hvort 5G sé nú ekki alveg að fara koma.

Sammála með eftirspurnina.

Það er smá kúnst að byggja ekki upp dreifikerfi fyrr en eftirspurn er eftir því.
Það er dýrt að vera fyrstur, tæknin er nýrri og dýrari, og minni eftirspurn, minni notkun og færri viðskiptavinir.
Ef þú kemur á "réttum tíma" þá ertu að byggja upp dreifikerfið ódýrara, því tæknin er ekki lengur ný og dýr, og það er komin eftirspurn.

Man þegar ég las um þessa svakalegu 5G útbreiðslu í Kína, þá virðist sem það er bara eitthvað bókfærslufiff. Þá er það þannig að fólk er enn á 4G, en er búið að skrá sig í 5G áskrift hjá símafyrirtækinu sínu og fær þá aðgang að 5G neti þegar það fær sér 5G síma, og munurinn á verði á að uppfæra sig úr 4G áskriftarpakka í 5G er enginn, og jafnvel meiri hvati að vera í 5G pakka þó það sé ekki að nota það.
Þannig að ég held að Ísland sé enginn eftirbátur hvað þetta varðar.


*-*


dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf dadik » Mið 15. Sep 2021 14:17

JReykdal skrifaði:Þetta er líka spurning um eftirspurn. Það er ekkert brjálæðislega mikið "sell" fyrir 5G eins og er. Aðeins meiri hraði og minna ping (líklega, fer eftir aðstæðum) en 4G dugir vel í það sem fólk notar símana sína í akkúrat núna.


Sammála þessu. Sé ekki alveg eftirspurnina eftir 5G eins og staðan er núna. Það use-case sem ég var búinn að sjá var t.d. íþróttaleikvangar þar sem þúsundir manna eru staðsett á tiltölulega litlu svæði. Þetta er líka best-case-scenario fyrir 5G þar sem bandvíddin sem þú færð út úr millimeter-wave hlutanum nýtist að mestu.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 78
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Sep 2021 14:57

JReykdal skrifaði:Þetta er líka spurning um eftirspurn. Það er ekkert brjálæðislega mikið "sell" fyrir 5G eins og er. Aðeins meiri hraði og minna ping (líklega, fer eftir aðstæðum) en 4G dugir vel í það sem fólk notar símana sína í akkúrat núna.

En þegar að base stations fyrir heimili og þannig fara að koma þá verður meiri pressa en þegar að megnið af heimilum í þéttbýli hafa þegar gott netsamband, og 5G uppbyggingin verður aðallega í þéttbýli til að byrja með, þá er það meira að segja takmarkað.


Base station fyrir heimilu er dautt dæmi og það dó fyrir nokkru síðan. Í dag nota fjarskiptafyrirtæki VoWiFi fyrir símtöl innan heimils. Það krefst lágmars fjárfestingar og allir farsímar (frá 2018) styðja þann staðal. Síðan er VoLTE notað fyrir símtöl þegar fólk er ekki heima hjá sér. Nema á Íslandi. Þar á að halda áfram að nota lausnir sem allir eru hættir að nota erlendis.

Mesti hraði (á 3,5Ghz og 100Mhz bandvídd) sem ég hef náð á 5G var 1Gbps niður. Hraðinn upp var ekki nema um 60Mbps en það getur haft ýmsar ástæður.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3473
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 352
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræðalega hægfara íslensk fjarskiptafyrirtæki með 5G

Pósturaf urban » Mið 15. Sep 2021 15:20

Mesti hraði á 5G er bara eitthvað sem að skiptir 95%+ af endanotendum akkúrat engu máli.

Hvað er fólk að gera í símanum hjá sér sem að 4G dugar ekki í ?
Ég bý einmitt sálfur á stað sem að er víst orðinn 5G væddur.

Datt ekki til hugar að skipta um símafyrirtæki og fá mér nýjan síma til að fara að nota það. ég sé bara ekki hvað ég ætti að nota þennan hraða í aukalega.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !