Nám á gamalsaldri
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8725
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1402
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám á gamalsaldri
falcon1 skrifaði:Jæja, þetta hafðist og karlinn útskrifaður úr Háskólabrúnni í Keilir með bara fína einkunn í öllum áföngum. Meðaleinkunn yfir 9 fyrir allt námið.![]()
Ef einhver þarna úti er að pæla í að byrja aftur í námi eftir hlé þá mæli ég með því.Mitt námshlé var 30 ár haha... þannig að ef ég get þetta þá geta það allir.
Nú er bara spurninginn hvað gamli eigi að gera með þetta í áframhaldinu, það er dáldill höfuðverkur því það er úr svo mörgu að velja og sumt virðist vera að breytast mikið með gervigreindinni eins og starfsmöguleikar fyrir tölvunarfræðinga, sem ég var að pæla í áður en byrjaði aftur í náminum, virðast hafa færri starfstækifæri en áður og laun frekar að lækka ef eitthvað er að marka spjall á netinu (sem er alls ekki víst).
En hvað sem því líður þá skemmti ég mér vel í náminu og það mun örugglega koma sér vel, en það var samt ekki mikill frítími laus þegar maður tekur þetta svona með fullri vinnu.
Snillingur, vel gert!!
Spennandi tímar framundan hjá þér.
Re: Nám á gamalsaldri
Ég fór í sjúkraliðann 38 ára, ég er núna útskrifaður sjúkraliði og er að hugsa um að fara í hjúkrunarfræði. Þetta er ekki auðvelt en mér fannst mjög gefandi að fara aftur í nám eftir langa fjarveru frá skólakerfinu.
-
Jón Ragnar
- 1+1=10
- Póstar: 1101
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 222
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Nám á gamalsaldri
Ég skráði mig í rafvirkjun núna í haust í kvöldskóla.
Var síðast í námi fyrir 20+ árum. Ágætt challenge að vera í fullri vinnu, með heimili og börn og stunda nám á sama tíma.
Var síðast í námi fyrir 20+ árum. Ágætt challenge að vera í fullri vinnu, með heimili og börn og stunda nám á sama tíma.
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Nám á gamalsaldri
Ég einmitt kláraði Verkfræði og raungreinabraut hjá Keili 2024, 50 ára með meðaleinkun 9. Ekki slæmt sko. Mæli heilshugar með Keili. Ég tók þetta nám með vinnu. Það voru erfiðir tímar, mikið að gera og mikið stress en þetta hafðist.
Mig langar alveg í diplómanám eða tölvunarfræði í HR/HÍ en hef ekki enn séð fram á að fara, erfitt að skella sér með skuldbindingar og svoleiðis og ekki sjá fram á að hækka í launum fyrir vikið. En ég hef ekki útilokað það enn.
Hefur einhver hérna gert þetta sama á þessum aldri?
Mig langar alveg í diplómanám eða tölvunarfræði í HR/HÍ en hef ekki enn séð fram á að fara, erfitt að skella sér með skuldbindingar og svoleiðis og ekki sjá fram á að hækka í launum fyrir vikið. En ég hef ekki útilokað það enn.
Hefur einhver hérna gert þetta sama á þessum aldri?
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8725
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1402
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám á gamalsaldri
Sem millistjórnandi í UT í gegnum tíðina þá hefur maður reynt að leggja áherslu á að fólkið manns fái og nýti tækifæri til menntunar.
Það sem hefir hjálpað fólki sem hefur verið "fiktarar" með mikla reynslu er að fara í https://www.mimir.is/is/radgjof/raunfaernimat
Man eftir einum sem er algjört eðal sem fór í raunfærnimat en fékk ekki allt metið í topp og frumgreinadeild HR var ekki tilbúin að gefa allt eftir og vildi að hann tæki eina eða tvær annir í að klára.
Ég hvatti hann til að sækja um beint í tölvunarfræðina og sjá hvað þeir þar á bæ mundu vilja að hann gerði... en hann flaug inn og held að hann sé búinn með mest af náminu í dag með fullri vinnu.
Sjálfur fór ég í fullt nám með fullri vinnu haustið 2022 og svo vetur og sumar 2023, MIM sem í dag heitir MDMD - https://www.ru.is/deildir/vidskiptadeil ... nagreining
Endaði með 8,8 í meðaleinkun.
Góður vinnustaðaur hjálpar mikið en no. 1, 2, og 3 er að vera í námi sem maður hefur áhuga á og helst eitthvað sem hægt er að tengja við vinnuna, þá er vinnan hluti af skólanum og skólinn hluti af vinnunni.
Það sem hefir hjálpað fólki sem hefur verið "fiktarar" með mikla reynslu er að fara í https://www.mimir.is/is/radgjof/raunfaernimat
Man eftir einum sem er algjört eðal sem fór í raunfærnimat en fékk ekki allt metið í topp og frumgreinadeild HR var ekki tilbúin að gefa allt eftir og vildi að hann tæki eina eða tvær annir í að klára.
Ég hvatti hann til að sækja um beint í tölvunarfræðina og sjá hvað þeir þar á bæ mundu vilja að hann gerði... en hann flaug inn og held að hann sé búinn með mest af náminu í dag með fullri vinnu.
Sjálfur fór ég í fullt nám með fullri vinnu haustið 2022 og svo vetur og sumar 2023, MIM sem í dag heitir MDMD - https://www.ru.is/deildir/vidskiptadeil ... nagreining
Endaði með 8,8 í meðaleinkun.
Góður vinnustaðaur hjálpar mikið en no. 1, 2, og 3 er að vera í námi sem maður hefur áhuga á og helst eitthvað sem hægt er að tengja við vinnuna, þá er vinnan hluti af skólanum og skólinn hluti af vinnunni.
-
B0b4F3tt
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 333
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 73
- Staða: Ótengdur
Re: Nám á gamalsaldri
Jón Ragnar skrifaði:Ég skráði mig í rafvirkjun núna í haust í kvöldskóla.
Var síðast í námi fyrir 20+ árum. Ágætt challenge að vera í fullri vinnu, með heimili og börn og stunda nám á sama tíma.
Ég er einmitt líka á 3ja ári í rafvirkjanum í kvöldskóla FB. Mæli heilshugar með þessu
Re: Nám á gamalsaldri
Skráði mig í tölvunarfræði 33 ára og var þar með 19 ára samnemendum mínum
Kláraði BS gráðuna á þremur árum.
Var með börn á leikskólaaldri á þeim tíma, svo ég tók þetta bara eins og vinnu. Mætti snemma á morgna og fór snemma seinniparts til að sækja börnin. Ég var þarna fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og var þarna til að læra. Maður er bara orðinn þroskaðri og kann að meta námið betur. Mæli svo með.
Var með börn á leikskólaaldri á þeim tíma, svo ég tók þetta bara eins og vinnu. Mætti snemma á morgna og fór snemma seinniparts til að sækja börnin. Ég var þarna fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og var þarna til að læra. Maður er bara orðinn þroskaðri og kann að meta námið betur. Mæli svo með.
Síðast breytt af jericho á Þri 20. Jan 2026 12:36, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 7 7800X3D | DH-15 | Radeon RX 9700 XT | MSI MAG B650 Tomahawk | Samsung Evo 990 2TB | G.Skill Ripjaws S5 2x16GB | Corsair RM850x | Fractal Meshify C | 32" LG UltraGear 4K OLED
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8725
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1402
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nám á gamalsaldri
jericho skrifaði:Skráði mig í tölvunarfræði 33 ára og var þar með 19 ára samnemendum mínumKláraði BS gráðuna á þremur árum.
Var með börn á leikskólaaldri á þeim tíma, svo ég tók þetta bara eins og vinnu. Mætti snemma á morgna og fór snemma seinniparts til að sækja börnin. Ég var þarna fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og var þarna til að læra. Maður er bara orðinn þroskaðri og kann að meta námið betur. Mæli svo með.
Að vera í skóla og vera með ung börn = passar eins og flís við rass...
Að fara í skóla, útskrifast og vera að svo reyna vinna sig upp um leið og maður er að fjölfalda sig = helvítis bras...
Að vinna á meðan börnin eru ung og fara í skóla (jafnvel með vinnu) með stálpaða krakka/unglinga = mjög þægilegt setup.
En þroski er ofmetinn, fátt leiðinlegra...
Ég verð alltaf "Græni banani"
