Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Sælir, mig langar til að sjá hvort einhver hérna hefur þekkingu á rakaskemmdum. Þannig er að það er rakaskemmd í málningunni fyrir ofan sturtuna hjá mér, bý á neðri hæð, sem liggur greinilega eins og línuleg sprunga. Byggingarmeistarinn telur að þetta sé vegna ónægrar loftunar en ég er ekki sannfærður þar sem rakabólurnar/skemmdirnar liggja eins og sprunga á veggnum en ekki út um dreifðara svæði. Þegar ég lét tékka þetta síðast þá sagði gaur frá tryggingafélaginu að þetta væri líklega leki frá sturtunni að ofan og það var gert eitthvað við því á sínum tíma og sama lína löguð en þetta er nákvæmlega sama svæði og línulegt.
Eflaust má alltaf bæta loftunina en íbúðin hjá mér er ótrúlega þétt, enda í miðjunni, og stundum dugar bara ekki að opna glugga. Það eru ekki rakaskemmdir neinsstaðar annarsstaðar.
Það er búið að skipta um viftu á baðherberginu.
Spurningin er, eru rakaskemmdir út af lélegri loftun ekki yfirleitt á dreifðara svæði en ekki eins og það sé rakasprunga á afmörkuðu svæði?
Ps. ég læt viftuna oft vera mjög lengi í gangi eftir sturtuferðir, sérstaklega ef ég þarf að loka baðherberginu.
Eflaust má alltaf bæta loftunina en íbúðin hjá mér er ótrúlega þétt, enda í miðjunni, og stundum dugar bara ekki að opna glugga. Það eru ekki rakaskemmdir neinsstaðar annarsstaðar.
Það er búið að skipta um viftu á baðherberginu.
Spurningin er, eru rakaskemmdir út af lélegri loftun ekki yfirleitt á dreifðara svæði en ekki eins og það sé rakasprunga á afmörkuðu svæði?
Ps. ég læt viftuna oft vera mjög lengi í gangi eftir sturtuferðir, sérstaklega ef ég þarf að loka baðherberginu.
Síðast breytt af falcon1 á Fös 04. Apr 2025 11:35, breytt samtals 2 sinnum.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Mynd
- Viðhengi
-
- 20250404_230900.jpg (1.87 MiB) Skoðað 6957 sinnum
-
- 20250404_230914.jpg (1.8 MiB) Skoðað 6957 sinnum
-
Hlynzi
- </Snillingur>
- Póstar: 1005
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 49
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Taktu innfellda ljósið niður og skoðaðu fyrir ofan (snjallsímar passar oft uppí þessi göt með myndavélina)
Maður finnur það alveg ef það er ekki næg loftun, ef það er mjög lengi rakt eftir sturtu, þar sem ég hef séð myglu (er nú enginn sérfræðingur) vegna of hás rakastigs þá safnast rakinn fyrir við kuldabrýr (í því tilfelli horn næst útveggjum).
Ég held að það sé rétt hjá þér að eitthvað er að leka fyrir ofan, rakinn úr sturtunni fer nánast beint upp og endar ólíklega í þessari línu, það svæði væri mun stærra.
Maður finnur það alveg ef það er ekki næg loftun, ef það er mjög lengi rakt eftir sturtu, þar sem ég hef séð myglu (er nú enginn sérfræðingur) vegna of hás rakastigs þá safnast rakinn fyrir við kuldabrýr (í því tilfelli horn næst útveggjum).
Ég held að það sé rétt hjá þér að eitthvað er að leka fyrir ofan, rakinn úr sturtunni fer nánast beint upp og endar ólíklega í þessari línu, það svæði væri mun stærra.
Hlynur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Ég er alls enginn sérfræðingur en þetta lítur út eins og raki sem kemur utanfrá og safnast saman í þessari sprungu. Sérstaklega ef það er búið að gera við þetta áður, þá væntanlega með því að skrapa burt ónýta málningu og mála uppá nýtt. Svo líða nokkrir mánuðir og þá er rakinn búinn að eyðileggja nýju málninguna líka.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Já, mér finnst þetta mjög grunsamlegt og þetta er nákvæmlega sama lína og var síðast. Það var einmitt skrapað burt málninguna, spaslað og svo málað uppá nýtt. Mér var sagt að þeir hefðu gert eitthvað í íbúðinni fyrir ofan líka en ég veit ekki hvað þeir gerðu þar.
Nú sýnist mér að byggingaraðilinn ætli að reyna að kenna mér um þetta, þ.e. að ég hafi ekki loftað nægjanlega út. Sem er skilst mér algengt bragð hjá byggingaraðilum. Eins og ég sagði samt hér að ofan að þá er viftan mjög mikið í notkun og ætti ef allt væri í lagi að sjá um að lofta út almennilega og ég hef hurðina líka eins mikið opna og ég get sem og þá glugga sem eru til staðar í húsinu en baðherbergið er í miðju húsinu og gluggarnir í töluverðri fjarlægð frá því.
Nú sýnist mér að byggingaraðilinn ætli að reyna að kenna mér um þetta, þ.e. að ég hafi ekki loftað nægjanlega út. Sem er skilst mér algengt bragð hjá byggingaraðilum. Eins og ég sagði samt hér að ofan að þá er viftan mjög mikið í notkun og ætti ef allt væri í lagi að sjá um að lofta út almennilega og ég hef hurðina líka eins mikið opna og ég get sem og þá glugga sem eru til staðar í húsinu en baðherbergið er í miðju húsinu og gluggarnir í töluverðri fjarlægð frá því.
-
Skippo
- Fiktari
- Póstar: 70
- Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 21:09
- Reputation: 6
- Staðsetning: Úti á landi!
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
falcon1 skrifaði:Já, mér finnst þetta mjög grunsamlegt og þetta er nákvæmlega sama lína og var síðast. Það var einmitt skrapað burt málninguna, spaslað og svo málað uppá nýtt. Mér var sagt að þeir hefðu gert eitthvað í íbúðinni fyrir ofan líka en ég veit ekki hvað þeir gerðu þar.
Nú sýnist mér að byggingaraðilinn ætli að reyna að kenna mér um þetta, þ.e. að ég hafi ekki loftað nægjanlega út. Sem er skilst mér algengt bragð hjá byggingaraðilum. Eins og ég sagði samt hér að ofan að þá er viftan mjög mikið í notkun og ætti ef allt væri í lagi að sjá um að lofta út almennilega og ég hef hurðina líka eins mikið opna og ég get sem og þá glugga sem eru til staðar í húsinu en baðherbergið er í miðju húsinu og gluggarnir í töluverðri fjarlægð frá því.
Er falskt loft hjá þér, hvernig er innfelda ljósið hefuru tekið það úr og skoðað hvort það sé ryð eða útfellingar á þeim hluta sem þú sérð ekki, alltaf létt súrrealískt að hafa ljós nánast í sturtunni.
Ef loftið er steypt byrjaðu á því að skrapa málninguna af t.d. með skrúfjárni og sjáðu hvernig þetta lítur út og hvort sprungan er greinileg. Ef það hefur lekið fyrir ofan þá er spurning hvort lekinn er enn að en síðan má ekki gleyma því að þetta þarf langan tíma til að þorna. Mánuðir eru mínútur og ef það er málað yfir þetta of snemma þá fer þetta á sama veg aftur, þó lekinn sé hættur. Einfaldur rakamælir gæti sagt þér eitthvað en miðað við myndina þá þarf ekkert að efast um rakann.
Það þarf ekkert að vera mygla í þessu, það eina sem er hvimleitt er ef það fer að falla úr steypunni, þá þarf að rífa það upp og hreinsa áður en fyllt er upp í.
Ég er erfiður í umgengni
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Þetta er undir málningunni, kemur væntanlega úr steypunni að ofan. Ég ætla að giska á að sturtuklefi nágrannans sé beint fyrir ofan og líklega leiðinda vesen að komast undir pönnuna hjá honum til að skoða ástand. Þess vegna mun hann líklega reyna allt áður en það þarf að fara að brjóta einhverjar flísar.
Athugaðu að ég er enginn sérfræðingur. En það er að bólgna undir málningunni án þess að það séu sýnilega göt á henni. Ef þín loftun væri vandamál myndiru sjá utan á en ekki undir, no? Persónulega myndi ég skafa þetta og skoða en líklega er gáfulegt að heyra í tryggingarfélaginu fyrst.
Edit: Eins og bent er á hér að ofan þarf þetta ekki endilega að vera mygla.
Athugaðu að ég er enginn sérfræðingur. En það er að bólgna undir málningunni án þess að það séu sýnilega göt á henni. Ef þín loftun væri vandamál myndiru sjá utan á en ekki undir, no? Persónulega myndi ég skafa þetta og skoða en líklega er gáfulegt að heyra í tryggingarfélaginu fyrst.
Edit: Eins og bent er á hér að ofan þarf þetta ekki endilega að vera mygla.
Síðast breytt af Omerta á Sun 06. Apr 2025 00:07, breytt samtals 1 sinni.
-
rostungurinn77
- Gúrú
- Póstar: 547
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 189
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Ætli þú sért ekki kominn í þá stöðu að þurfa að fara að borga fagmönnum til að taka út rakaskemmdirnar og rífa kjaft fyrir þína hönd.
Þ.e.a.s. ef menn ætla að halda áfram að láta eins og rakastigið sé sökudólgurinn.
Þ.e.a.s. ef menn ætla að halda áfram að láta eins og rakastigið sé sökudólgurinn.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
rostungurinn77 skrifaði:Ætli þú sért ekki kominn í þá stöðu að þurfa að fara að borga fagmönnum til að taka út rakaskemmdirnar og rífa kjaft fyrir þína hönd.
Þ.e.a.s. ef menn ætla að halda áfram að láta eins og rakastigið sé sökudólgurinn.
Við hvern ætti maður að tala? Ég er alveg að gefast upp á þessu, það er oft erfitt að ná á byggingaraðilann til að þusa í honum og á meðan heldur þetta bara áfram að versna.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Omerta skrifaði:Þetta er undir málningunni, kemur væntanlega úr steypunni að ofan. Ég ætla að giska á að sturtuklefi nágrannans sé beint fyrir ofan og líklega leiðinda vesen að komast undir pönnuna hjá honum til að skoða ástand. Þess vegna mun hann líklega reyna allt áður en það þarf að fara að brjóta einhverjar flísar.
Já, það er sturta beint fyrir ofan mína sturtu.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Skippo skrifaði:Er falskt loft hjá þér, hvernig er innfelda ljósið hefuru tekið það úr og skoðað hvort það sé ryð eða útfellingar á þeim hluta sem þú sérð ekki, alltaf létt súrrealískt að hafa ljós nánast í sturtunni.
Er það ekki ólíklegt þar sem málarinn sem lagaði síðast skrapaði málninguna og spaslaði svo uppí? Ef ég man rétt þá var loftið sem var búið að skrapa steinsteypulegt á litinn og áferð.
-
rostungurinn77
- Gúrú
- Póstar: 547
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 189
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
falcon1 skrifaði:Við hvern ætti maður að tala? Ég er alveg að gefast upp á þessu, það er oft erfitt að ná á byggingaraðilann til að þusa í honum og á meðan heldur þetta bara áfram að versna.
Mögulega er nóg fyrir þig að spjalla við menntaðan húsasmið þ.e.a.s. ekki einhvern tengdan byggingaraðilanum. Mögulega þarf það að vera húsasmíðameistari.
Ef þú þekkir engan þá eru fyrirtæki sem ástandsskoða. T.d. https://www.fagmat.is/ en ég er ekkert að mæla með þessum umfram önnur sem kunna að bjóða þessa þjónustu. Mögulega eru þeir ekki í svona málum.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Sun 06. Apr 2025 00:46, breytt samtals 1 sinni.
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Þetta er ennþá vandamál hjá mér þrátt fyrir að það hafi verið húsfundir og utanaðkomandi aðili til þess að þrýsta á viðgerðir (það eru fleiri gallar á fjölbýlishúsinu) fyrir hönd húsfélagsins. Það bara gerist ekki neitt! Hvernig get ég þrýst á eigandann fyrir ofan að bara drífa í því að gera við þetta? Ég er búinn að ræða við eigandann og senda honum skilaboð en ekkert gerist. Ég er bara fastur finnst mér og á meðan er loftið á baðinu bara að skemmast meira - allavega er þessi "sprunga" orðin lengri. Það þýðir ekkert fyrir mig að gera við hjá mér á meðan hinn gerir ekki neitt?
Síðast breytt af falcon1 á Fös 23. Jan 2026 13:34, breytt samtals 2 sinnum.
-
rapport
- Kóngur
- Póstar: 8725
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1402
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
falcon1 skrifaði:Skippo skrifaði:Er falskt loft hjá þér, hvernig er innfelda ljósið hefuru tekið það úr og skoðað hvort það sé ryð eða útfellingar á þeim hluta sem þú sérð ekki, alltaf létt súrrealískt að hafa ljós nánast í sturtunni.
Er það ekki ólíklegt þar sem málarinn sem lagaði síðast skrapaði málninguna og spaslaði svo uppí? Ef ég man rétt þá var loftið sem var búið að skrapa steinsteypulegt á litinn og áferð.
Ef þú bankar í loftið, ertu að banka í harða steypu eða kemur eitthvað tómahljóð?
-
russi
- Geek
- Póstar: 836
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 208
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Nú hafa þrír talað um að þeir séu ekki sérfræðingar. Finnst það geggjað. Kannski verður þetta sá þráður sem verður mest laus við sérfræðinga ever á vaktinni.
En til OP, er þetta nýlegt hús? Er að spá í því þú tala um byggingaraðila og þá væntanlega vegna þess að það er nýlegt og mögulega ábyrgð sem enn hvílir á honum.
Lykil atriði er alltaf að lofta á baðherbergjum, er ekki að segja það sé málið yfir þessu máli að ekki sé næg loftun. Þetta er bara almenn og mjög góð regla.
En til OP, er þetta nýlegt hús? Er að spá í því þú tala um byggingaraðila og þá væntanlega vegna þess að það er nýlegt og mögulega ábyrgð sem enn hvílir á honum.
Lykil atriði er alltaf að lofta á baðherbergjum, er ekki að segja það sé málið yfir þessu máli að ekki sé næg loftun. Þetta er bara almenn og mjög góð regla.
-
FreyrGauti
- Tölvutryllir
- Póstar: 673
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Ef húsfélagið er að kaupa húseigendatryggingu geturu hringt beint í það tryggingafélag, þarft ekki að tala við húsfélagið.
Ef þetta er raki frá íbúðinni fyrir ofan fellur það undir þá tryggingu.
Ef það er ekki húseigendatrygging ættiru að fara ráðfæra þig við lögfræðing því það er eina leiðin sem þú munt hafa til að snúa upp á höndina á húsfélaginu og eigandanum fyrir ofan.
Ef þetta er raki frá íbúðinni fyrir ofan fellur það undir þá tryggingu.
Ef það er ekki húseigendatrygging ættiru að fara ráðfæra þig við lögfræðing því það er eina leiðin sem þú munt hafa til að snúa upp á höndina á húsfélaginu og eigandanum fyrir ofan.
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 214
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Maður sér ekki hvernig vökvi ætti að safnast þarna undir málningu nema að koma að ofan frá. (en engin sérfræður eins og hinir 
Varðandi hvert skal leita er einmitt fyrsta stig að tala við tryggingarfélag ef þú ert með húseigendatryggingu/fasteignatryggingu (sjálfur, nágranninn fyrir ofan eða í gegnum húsfélag).
Ef það er ekki í boði þá næst reyna að ræða við húsfélagið eða eiganda fyrir ofan um lausnir. (fara fram á skoðun fagmanns)
Ef það skilar engu þá fá einhvern fagmann til að koma og meta þetta hjá þér og helst nágranna fyrir ofan og gera skýrslu um það.
Ef það skilar engu þarftu að annað hvort að leita til kærunefndar húsamála sjálfur (tekur líklega 9 mánuði en er frítt) eða finna þér lögmann sem þá getur ýtt á húsfélagið að fara að skoða málið af alvöru.
Ef engin hlustar á kærunefnd né lögmann þá hérðasdómur... (en væntanlega virkar nú eitthvað af þessu fyrir ofan fyrst að koma málinu í farveg)
Varðandi hvert skal leita er einmitt fyrsta stig að tala við tryggingarfélag ef þú ert með húseigendatryggingu/fasteignatryggingu (sjálfur, nágranninn fyrir ofan eða í gegnum húsfélag).
Ef það er ekki í boði þá næst reyna að ræða við húsfélagið eða eiganda fyrir ofan um lausnir. (fara fram á skoðun fagmanns)
Ef það skilar engu þá fá einhvern fagmann til að koma og meta þetta hjá þér og helst nágranna fyrir ofan og gera skýrslu um það.
Ef það skilar engu þarftu að annað hvort að leita til kærunefndar húsamála sjálfur (tekur líklega 9 mánuði en er frítt) eða finna þér lögmann sem þá getur ýtt á húsfélagið að fara að skoða málið af alvöru.
Ef engin hlustar á kærunefnd né lögmann þá hérðasdómur... (en væntanlega virkar nú eitthvað af þessu fyrir ofan fyrst að koma málinu í farveg)
-
falcon1
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1007
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 135
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Þetta er fjölbýlishús frá 2019
Það sem ég er búinn að gera:
* Láta byggingaraðilann vita og suðaði í honum þar til hann hætti að svara mér í síma.
* Láta eiganda íbúðarinnar uppi vita og hef verið í samskiptum við hann til að reyna að fá hann til að gera eitthvað en hann bendir áfram á byggingaraðilann
* Láta tryggingarfélag húsfélagsins senda mann til að rannsaka málið. Hann sagði að lekinn væri bókað frá íbúðinni uppi en þar sem það væri ekki vegna lagna að þá væri það ekki tryggt.
* Fá húsfélagsfundi þar sem málið var rætt.
* Óháður aðili er fenginn til þess að vinna í málinu fyrir húsfélagið. Ekkert gerist í núna 3 mánuði þrátt fyrir að tengiliður húsfélagsins hafi verið að reka á eftir þessu reglulega. Og ég í góðu og reglulegu sambandi við þennan tengilið (íbúðareigandi í húsinu).
Það sem ég er búinn að gera:
* Láta byggingaraðilann vita og suðaði í honum þar til hann hætti að svara mér í síma.
* Láta eiganda íbúðarinnar uppi vita og hef verið í samskiptum við hann til að reyna að fá hann til að gera eitthvað en hann bendir áfram á byggingaraðilann
* Láta tryggingarfélag húsfélagsins senda mann til að rannsaka málið. Hann sagði að lekinn væri bókað frá íbúðinni uppi en þar sem það væri ekki vegna lagna að þá væri það ekki tryggt.
* Fá húsfélagsfundi þar sem málið var rætt.
* Óháður aðili er fenginn til þess að vinna í málinu fyrir húsfélagið. Ekkert gerist í núna 3 mánuði þrátt fyrir að tengiliður húsfélagsins hafi verið að reka á eftir þessu reglulega. Og ég í góðu og reglulegu sambandi við þennan tengilið (íbúðareigandi í húsinu).
Síðast breytt af falcon1 á Fös 23. Jan 2026 23:01, breytt samtals 1 sinni.
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 214
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Já, svona getur tekið tíma ef fólk gengur ekki allt í takt því miður. Hljómar eins og þetta sé þó í farveg sem er réttur en auðvitað ætti að ganga hraðar fyrir sig.
Múrinn á milli íbúðina er sameign. Það er í raun húsfélagið sem á að taka þetta á sig nema þeir geti sannað að þetta sé frá séreignarhlutanum fyrir ofan. Þá ætti húsfélagið samt að ganga frá þessu öllu og svo rukka þann aðila ef hann er með leiðindi enda er þetta að koma inn í þína íbúð frá sameignarhluta hússins.
5. liður 26. gr laga um fjöleignarhús er nokkuð skýr að flest svona lekamál eru ekki bara á ábyrgð húsfélags heldur setja hreinlega kröfu um að þetta sé unnið hratt. Nú hefur verið sagt að þetta sé þó ekki lagnir hússins en þó er þetta að koma frá öðrum eignarhluta. Húsfélaginu ber þá að fara fram á aðgang að íbúðinni og finna út úr þessu fyrir þína hönd. Lekinn er að koma frá sameignarhluta hússins inn í þína íbúð.
5. liður 26. gr.
"Bili lagnir, sem liggja um eða í séreignarhluta, er eigandi hennar skyldur til að veita aðgang að séreign sinni og leyfa nauðsynlegar viðgerðir. Gildir það bæði um sameiginlegar lagnir og sérlagnir annarra. Skal eiganda tilkynnt um viðgerðir með hæfilegum fyrirvara og skulu þær framkvæmdar með hæfilegum hraða og lokið svo fljótt sem auðið er. Skal allri séreigninni komið í samt horf og áður og eiganda að kostnaðarlausu. Leiði viðgerð til verulegra óþæginda eða afnotamissis á eigandi rétt á hæfilegum bótum."
Múrinn á milli íbúðina er sameign. Það er í raun húsfélagið sem á að taka þetta á sig nema þeir geti sannað að þetta sé frá séreignarhlutanum fyrir ofan. Þá ætti húsfélagið samt að ganga frá þessu öllu og svo rukka þann aðila ef hann er með leiðindi enda er þetta að koma inn í þína íbúð frá sameignarhluta hússins.
5. liður 26. gr laga um fjöleignarhús er nokkuð skýr að flest svona lekamál eru ekki bara á ábyrgð húsfélags heldur setja hreinlega kröfu um að þetta sé unnið hratt. Nú hefur verið sagt að þetta sé þó ekki lagnir hússins en þó er þetta að koma frá öðrum eignarhluta. Húsfélaginu ber þá að fara fram á aðgang að íbúðinni og finna út úr þessu fyrir þína hönd. Lekinn er að koma frá sameignarhluta hússins inn í þína íbúð.
5. liður 26. gr.
"Bili lagnir, sem liggja um eða í séreignarhluta, er eigandi hennar skyldur til að veita aðgang að séreign sinni og leyfa nauðsynlegar viðgerðir. Gildir það bæði um sameiginlegar lagnir og sérlagnir annarra. Skal eiganda tilkynnt um viðgerðir með hæfilegum fyrirvara og skulu þær framkvæmdar með hæfilegum hraða og lokið svo fljótt sem auðið er. Skal allri séreigninni komið í samt horf og áður og eiganda að kostnaðarlausu. Leiði viðgerð til verulegra óþæginda eða afnotamissis á eigandi rétt á hæfilegum bótum."
-
Gemini
- Ofur-Nörd
- Póstar: 214
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
- Reputation: 44
- Staðsetning: 105
- Staða: Tengdur
Re: Rakakemmd á málningu á baðherbergislofti
Annars mæli ég bara með að lesa alla 26. greinina. Hún á mikið við um þitt mál hvernig sem það er túlkað.
26. gr.
Eigandi hefur einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögum þessum eða öðrum lögum sem leiðir af óskráðum grenndarreglum eða eðli máls eða byggjast á löglegum ákvörðunum og samþykktum húsfélagsins.
Eiganda er skylt á sinn kostnað að halda allri séreign sinni vel við og að haga afnotum og hagnýtingu hennar með þeim hætti að aðrir eigendur eða afnotahafar í húsinu verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði, þ.e. meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt er og eðlilegt þykir í sambærilegum húsum.
Skal húsfélagið eða menn á þess vegum ef nauðsyn krefur hafa rétt til aðgangs að séreign til eftirlits með ástandi hennar og meðferð með hæfilegum fyrirvara og að teknu fullu tilliti til viðkomandi.
Sinni eigandi ekki eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi og umhirðu séreignar sinnar, þannig að sameign hússins eða einstakir séreignarhlutar líði fyrir vanræksluna og liggi undir skemmdum, eða viðhaldsleysið veldur verulegum ama eða veldur rýrnun á verðmæti annarra eigna, geta aðrir eigendur (húsfélagið) eftir a.m.k. eina skriflega áskorun og aðvörun látið framkvæma viðhald og viðgerðir og aðrar ráðstafanir á kostnað hans. Er eiganda skylt að veita óhindraðan aðgang að séreign sinni í því skyni. Þurfi húsfélag að leggja út fyrir kostnaði vegna þessa fylgir endurkröfunni lögveð í eignarhlutanum, sbr. 48. gr.
Bili lagnir, sem liggja um eða í séreignarhluta, er eigandi hennar skyldur til að veita aðgang að séreign sinni og leyfa nauðsynlegar viðgerðir. Gildir það bæði um sameiginlegar lagnir og sérlagnir annarra. Skal eiganda tilkynnt um viðgerðir með hæfilegum fyrirvara og skulu þær framkvæmdar með hæfilegum hraða og lokið svo fljótt sem auðið er. Skal allri séreigninni komið í samt horf og áður og eiganda að kostnaðarlausu. Leiði viðgerð til verulegra óþæginda eða afnotamissis á eigandi rétt á hæfilegum bótum.
Breytingar á hagnýtingu séreignar.
26. gr.
Eigandi hefur einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni með þeim takmörkunum einum sem greinir í lögum þessum eða öðrum lögum sem leiðir af óskráðum grenndarreglum eða eðli máls eða byggjast á löglegum ákvörðunum og samþykktum húsfélagsins.
Eiganda er skylt á sinn kostnað að halda allri séreign sinni vel við og að haga afnotum og hagnýtingu hennar með þeim hætti að aðrir eigendur eða afnotahafar í húsinu verði ekki fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði, þ.e. meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt er og eðlilegt þykir í sambærilegum húsum.
Skal húsfélagið eða menn á þess vegum ef nauðsyn krefur hafa rétt til aðgangs að séreign til eftirlits með ástandi hennar og meðferð með hæfilegum fyrirvara og að teknu fullu tilliti til viðkomandi.
Sinni eigandi ekki eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi og umhirðu séreignar sinnar, þannig að sameign hússins eða einstakir séreignarhlutar líði fyrir vanræksluna og liggi undir skemmdum, eða viðhaldsleysið veldur verulegum ama eða veldur rýrnun á verðmæti annarra eigna, geta aðrir eigendur (húsfélagið) eftir a.m.k. eina skriflega áskorun og aðvörun látið framkvæma viðhald og viðgerðir og aðrar ráðstafanir á kostnað hans. Er eiganda skylt að veita óhindraðan aðgang að séreign sinni í því skyni. Þurfi húsfélag að leggja út fyrir kostnaði vegna þessa fylgir endurkröfunni lögveð í eignarhlutanum, sbr. 48. gr.
Bili lagnir, sem liggja um eða í séreignarhluta, er eigandi hennar skyldur til að veita aðgang að séreign sinni og leyfa nauðsynlegar viðgerðir. Gildir það bæði um sameiginlegar lagnir og sérlagnir annarra. Skal eiganda tilkynnt um viðgerðir með hæfilegum fyrirvara og skulu þær framkvæmdar með hæfilegum hraða og lokið svo fljótt sem auðið er. Skal allri séreigninni komið í samt horf og áður og eiganda að kostnaðarlausu. Leiði viðgerð til verulegra óþæginda eða afnotamissis á eigandi rétt á hæfilegum bótum.
Breytingar á hagnýtingu séreignar.