Síða 41 af 97

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:38
af Moldvarpan
Æjj þetta er svo mikil dramatík.

https://www.ruv.is/audskilid/2023-01-23-50-ar-sidan-eldgos-byrjadi-i-heimaey

Ef þeim tókst að rýma vestmannaeyjar án nokkurra dauðsfalla 1973...

En búið að vera afskaplega óþæginlegir þessir stanslausu skjálftar sem voru í dag. Aldrei upplifað svona miklar jarðhræringar.

Næstu dagar verða interesting...

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:42
af Danni V8
Rosalegt!

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:49
af agnarkb
Sjitt, langt síðan maður hefur upplifað svona dæmi hér á landi, man ekki eftir neinu síðan "Guð blessi Ísland" hans Haarde.
Vona svo að það verði ekki einhverjir frekju kallar með vesen varðandi rýmingu og allir komist í burt án þess auka eitthvað stressið hjá fólkinu.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:50
af appel
Engin dramatík.

Grindavík er þarna er í ákveðinni hættu. Ég vil ekki bera saman eldgosin í Heimaey 1973 og það sem er væntanlegt upp úr þarna, en sagt vera mikið. Ég hef gengið um hraunið í Heimaey og það var svolítið smotterí í samanburði við hraunin á reykjanesinu sem ég hef gengið um einnig.

En við erum að tala um heimkynni nærri 4 þús í Grindavík. Þetta verður þjóðarátak að bæta skaðann ef þetta fer á versta veg.

Og áhrif á Ísland sem heild eru enn óþekkt. "Mun meiri kvika en áður hefur sést" skv. mbl.is, "Mjög mikil kvika" skv. visir.is.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:54
af jonfr1900
Jarðskjálftar í Grindavík síðustu 47 klukkutímana. Það eru ennþá að koma inn mjög stórir jarðskjálftar hjá mér.

Jarðskjálftar-10.11.2023-Grindavík.png
Jarðskjálftar-10.11.2023-Grindavík.png (520.77 KiB) Skoðað 1357 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:55
af falcon1
Ef gosið kemur upp á vondum stað þá verða 30 þúsund manns án hitaveitu, kalts vatns og rafmagns í einhvern tíma. Rafmagnið virðist vera "auðveldast" að koma í einhverja virkni en hitt er vesen, sérstaklega heita vatnið.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Fös 10. Nóv 2023 23:58
af agnarkb
Sé heldur enga dramatík. Fullkomlega eðlilegt að koma fólki í burtu við minnsta grun um að mögulega gæti gosið inn í bænum.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 00:08
af GullMoli
Þetta er svakalegt

IMG_3463.jpeg
IMG_3463.jpeg (778.9 KiB) Skoðað 1318 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 00:12
af appel
GullMoli skrifaði:Þetta er svakalegt

IMG_3463.jpeg


Dísus.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 00:13
af jonfr1900
Ég er farinn að sjá kork-skrúfu jarðskjálfta. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt að gas er farið að losna úr henni og því er eldgos yfirvofandi.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 00:18
af Manager1
falcon1 skrifaði:Ef gosið kemur upp á vondum stað þá verða 30 þúsund manns án hitaveitu, kalts vatns og rafmagns í einhvern tíma. Rafmagnið virðist vera "auðveldast" að koma í einhverja virkni en hitt er vesen, sérstaklega heita vatnið.

HS Veitur eru með plan fyrir heita vatnið, það kom fram á íbúafundi í Grindavík um daginn að ef Svartsengi hættir að geta hitað vatnið þá verður komið upp kyndistöð í Reykjanesbæ, en það tekur auðvitað tíma, sennilega marga daga eða jafvel vikur og á meðan hefur hvert hús á hitaveitusvæðinu um 2.5kw til að hita húsin sín, meira ræður rafkerfið ekki við.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 00:56
af jonfr1900
Gróft áætlað, þá hafa orðið 393 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 síðustu 48 klukkutímana. Þetta er svona nærri því lagi. Heildarfjöldi jarðskjálfta á vefsíðu Veðurstofunnar er núna 2401 jarðskjálftar en það er vantalið mjög mikið. Líklega hafa orðið frá 10.000 jarðskjálftar til 30.000 jarðskjálftar í gær (10. Nóvember 2023).

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 01:06
af Henjo
Moldvarpan skrifaði:Æjj þetta er svo mikil dramatík.

https://www.ruv.is/audskilid/2023-01-23-50-ar-sidan-eldgos-byrjadi-i-heimaey

Ef þeim tókst að rýma vestmannaeyjar án nokkurra dauðsfalla 1973...

En búið að vera afskaplega óþæginlegir þessir stanslausu skjálftar sem voru í dag. Aldrei upplifað svona miklar jarðhræringar.

Næstu dagar verða interesting...


Það reyndar dó einn maður 1973, og allir tala um að það se ótruleg heppni að allt hafi gengið eins vel og gekk. Aðstæður sem þessar skal taka mjög alvarlega.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 01:13
af appel
Held að áhyggjurnar snúist um Grindavík, heil bæjarféölg.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 03:31
af jonfr1900
Jarðfræðingar hafa verið að tala um að það næsta sem kemst þessu er kvikugangurinn og eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 til 2015. Það var stærsta eldgos á Íslandi síðan árið 1783 og ef slíkt eldgos verður á Reykjanesskaga og við Grindavík þá mun það hraun fara yfir allt á stóru svæðinu þarna í kring, þar sem eldgosið mun koma upp. Það gæti jafnvel náð til norðurs ef eldgosið varir nógu lengi.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 04:10
af jonfr1900
Hérna er mynd frá Veðurstofunni. Hérna er Facebook pósturinn sem myndin var tengd við.

400731930_776899597799370_3004915360801562079_n.jpg
400731930_776899597799370_3004915360801562079_n.jpg (85.84 KiB) Skoðað 1133 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 04:45
af jonfr1900
INSAR mynd sem kom á vef Veðurstofunnar í nótt. Þetta er meira en rosalegt.

F-oDMVTXUAAO31S.jpg
F-oDMVTXUAAO31S.jpg (401.57 KiB) Skoðað 1117 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 04:55
af jonfr1900
Hérna er önnur mynd sem sýnir atburðinn í annari mælingu.

F-oDMrAXQAAvrMQ.jpg
F-oDMrAXQAAvrMQ.jpg (271.7 KiB) Skoðað 1112 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 12:54
af rapport
Þessi tilfærsla upp á 1,2m milli tveggja mælistöðva finnst mér scary.

https://twitter.com/danielfj91/status/1 ... 1718731831

https://www.volcanodiscovery.com/reykja ... -town.html

Við erum að skoða hvernig við getum græjað aukaherbergi hér heima uppá að bjóða gistingu í X tíma ef þörf verður á.

Mér finnst jafnvel smá skammarlegt hversu treg við fjölskyldan virðumst vera til að bjóða hjálparhönd.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 14:16
af jonfr1900
Færslan er ennþá að aukast. GPS gögnin eru komin alveg í klessu vegna þess að það var komin talsverð færsla útaf þenslu í Svartsengi og þessi færsla hreinlega ýtti því öllu til baka.

fefc-seng_east-11.11.2023-at1415utc.png
fefc-seng_east-11.11.2023-at1415utc.png (112.58 KiB) Skoðað 834 sinnum

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 14:36
af Danni V8
Hvað þýðir þessi færsla?

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 14:40
af zetor
rapport skrifaði:Þessi tilfærsla upp á 1,2m milli tveggja mælistöðva finnst mér scary.

https://twitter.com/danielfj91/status/1 ... 1718731831

https://www.volcanodiscovery.com/reykja ... -town.html

Við erum að skoða hvernig við getum græjað aukaherbergi hér heima uppá að bjóða gistingu í X tíma ef þörf verður á.

Mér finnst jafnvel smá skammarlegt hversu treg við fjölskyldan virðumst vera til að bjóða hjálparhönd.


nei alls ekki skammarlegt, það er hægt að veita hjálpar hönd á marga aðra vegu heldur en að bjóða herbergi.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 14:57
af rapport
Mynd

Frá golfvellinum skv. frétt RÚV

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 15:52
af Semboy
zetor skrifaði:
rapport skrifaði:Þessi tilfærsla upp á 1,2m milli tveggja mælistöðva finnst mér scary.

https://twitter.com/danielfj91/status/1 ... 1718731831

https://www.volcanodiscovery.com/reykja ... -town.html

Við erum að skoða hvernig við getum græjað aukaherbergi hér heima uppá að bjóða gistingu í X tíma ef þörf verður á.

Mér finnst jafnvel smá skammarlegt hversu treg við fjölskyldan virðumst vera til að bjóða hjálparhönd.


nei alls ekki skammarlegt, það er hægt að veita hjálpar hönd á marga aðra vegu heldur en að bjóða herbergi.


Mér finnst það vera besta leiðin ef það eru herbergi sem fólk gætu nýtt sér.
Ég sjálfur er með 2 tóm herbergi, en er tilbúinn að bjóða 1 herbergi frítt í mánuð.
Ætla að hafa samband við hjálparstofnun á mánudaginn.

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Sent: Lau 11. Nóv 2023 17:31
af appel
Einhverjar vefmyndavélar sem sýna Grindavík?