Fimm flokka stjórn?

Allt utan efnis

Hizzman
Geek
Póstar: 882
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 157
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf Hizzman » Mið 23. Nóv 2016 22:16

Eitt stæsta málið er erfiðleikar ungs fólks við að komast í eigið húsnæði. Lausnin á því vandamáli er nokkuð augljós, en hún er aldrei rædd. Það er bara talað um gervilausnir og plástra. Þetta segir sína sögu um stjórnina á landinu...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3612
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf dori » Mið 23. Nóv 2016 23:33

Hizzman skrifaði:Eitt stæsta málið er erfiðleikar ungs fólks við að komast í eigið húsnæði. Lausnin á því vandamáli er nokkuð augljós, en hún er aldrei rædd. Það er bara talað um gervilausnir og plástra. Þetta segir sína sögu um stjórnina á landinu...

Hver er samt lausnin á því vandamáli?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3297
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 603
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 23. Nóv 2016 23:51

dori skrifaði:
Hizzman skrifaði:Eitt stæsta málið er erfiðleikar ungs fólks við að komast í eigið húsnæði. Lausnin á því vandamáli er nokkuð augljós, en hún er aldrei rædd. Það er bara talað um gervilausnir og plástra. Þetta segir sína sögu um stjórnina á landinu...

Hver er samt lausnin á því vandamáli?


Miðað við máttleysi fyrri ríkisstjórna , þá er það eflaust fleiri tjaldsvæði eða neyða fólk til að haga sér eins og Oliver Twist til að fá bætur til að lifa út mánuðinn.

Afnema Verðtryggingu/Nýr gjaldmiðill/Ganga í ESB eflaust eru hagfræðingar búnir að pæla í þessu hægri vinstri. Það er allavegana frekar skrítið að vera að skoða 150 m2 3-4 herbergja íbúð (í fjölbýli) á rúmlega 50 miljónir í Norðlingaholti eða Álftanesi þegar maður tekur mið af meðallaunum á Íslandi. Maður þarf ekki að vera með háskólagráðu til að fatta að það er eitthvað bogið við þetta reikningsdæmi (þar að auki er leigumarkaðurinn ekki vinalegur sem gerir fólki erfiðara fyrir að leysa úr þessari flækju). Held að eina raunverulega lausnin er að flytja út ef þetta verður ekki lagað fljótlega.


Just do IT
  √


Hizzman
Geek
Póstar: 882
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 157
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf Hizzman » Fim 24. Nóv 2016 00:57

Vandamálið er tvíþætt:

1. Háir vextir.
Hvað er til ráða? Annar gjaldmiðill? Eða niðurgreiddir vextir? Væri mögulegt að veita hverjum einstklingi EITT 10m lán á 1% vöxtum?
Getur húsnæðislánasjóður komið til baka sem félagslegt úrræði (sem hann var, áður en Frammsókn eyðilagði hann)?

2. Hátt verð á húsnæði.
Það eru nokkrir þættir sem vinna samann. Reglugerð sem útilokar útfærslu á ódýrum íbúðum. Sveitafélög vilja ekki fólkið sem sækir í ódýrar íbúðir. Lóðaverð er haft hátt og skipulag býður ekki upp á verkamannabústaði þe háar blokkir - þeir eru hræddir við gettómyndun! Verktakarnir vilja auðvitað ekki heldur koma nálægt slíku. Það er meiri ágóði í vönduðum og rúmgóðum íbúðum.

Hvað er til ráða? Það gerist ekkert í þessu, fyrr en ríkið þvingar sveitafélögin til að skaffa nægar lóðir á kostnaðarverði undir verkamnnabústaði. Breytir reglugerð um húsbyggingar til að þær geti kostað minna. Semur við byggingarfélög um að byggt verði með kostnaðarvitund.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3297
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 603
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 24. Nóv 2016 01:18

Hizzman skrifaði:2. Hátt verð á húsnæði.
Það eru nokkrir þættir sem vinna samann. Reglugerð sem útilokar útfærslu á ódýrum íbúðum. Sveitafélög vilja ekki fólkið sem sækir í ódýrar íbúðir. Lóðaverð er haft hátt og skipulag býður ekki upp á verkamannabústaði þe háar blokkir - þeir eru hræddir við gettómyndun! Verktakarnir vilja auðvitað ekki heldur koma nálægt slíku. Það er meiri ágóði í vönduðum og rúmgóðum íbúðum.


verðtryggð lán eru með lægri greiðslubyrði til að byrja með: Þ.e Lántaki fær stóran hluta lánsins lánaðan inn í framtíðina.
og ef maður ætlar að lækka upphaflegu greiðslubyrðina, þá verður það á kostnað eignamyndunar. Hinn kosturinn er að borga stærri hluta strax, og sá kostur er í boði. Vandamálið er hins vegar að fólk nær ekki að spara á leigumarkaðnum fyrir útborgun í núverandi ástandi (þó svo að fólk séu með fínar tekjur). Persónulega held að það þurfi að ná almennri sátt að geta tekið lán á þokkalegum kjörum án þess að maður þurfi að fara í fórnalambs hlutverkið (Ég efast um að við gerum það með verðtrygginguna að vopni og með sama gjaldmiðli).

Persónulega þá finnst mér ekki spennandi tímar framundan í núverandi lánaumhverfi eða á leigumarkaðnum. Þá eðlilega fer maður að horfa til annara landa ef ekkert breytist (Eflaust gera það margir líka).


Just do IT
  √

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3297
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 603
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 24. Nóv 2016 01:26

Ef ykkur vantar vinnu sem forritarar erlendis , þá er hægt að skoða þessa síðu :lol:
https://www.udacity.com/nanodegree


Just do IT
  √

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3612
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Fimm flokka stjórn?

Pósturaf dori » Fim 24. Nóv 2016 09:16

Annars án þess að vera einhver snillingur þá myndi ég halda að besta lausnin væri að skylda sveitafélög til að byggja X margar íbúðir í eitthvað félagslegt kerfi eins og var til staðar hérna áður en rétturinn til að kaupa var útfærður hérna heima.

Algjörlega félagslegt, ekki hægt að fara að braska með þetta og færa yfir á almennan markað. Það er ekki hægt að vera með eitthvað "gefum öllum eitt 10m króna lán á 1% vöxtum" því að það hækkar bara húsnæðisverð. Ef þú ert með þetta á markaði þá borgar fólk eins lítið og það kemst upp með og alveg upp í eins mikið og það getur til að fá það sem það vill.