Síða 2 af 3

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:17
af linenoise
Ef hann neitar allri aðstoð og það er búið að reyna allt þá verða þau að henda honum út (og leita sér sjálf hjálpar vegna meðvirkni). Þú þarft kannski að koma þeim í skilning um að það er jafnvel líklegra að hann káli sér ef þau henda honum ekki út. Það þarf að neyða hann til að leita sér hjálpar.

Félagsráðgjafi á geðsviði ætti vonandi að geta aðstoðað ykkur við að finna út hvaða leiðir eru í boði og hvað er gott að gera í framhaldinu.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:30
af Hjaltiatla
Ef vandamálið er áfengi/vímuefni þá er líklegast best að fá SÁÁ ráðgjafa til að leiðbeina ykkur.
https://saa.is/von

Gangi ykkur vel

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:39
af jonsig
Hjaltiatla skrifaði:Ef vandamálið er áfengi/vímuefni þá er líklegast best að fá SÁÁ ráðgjafa til að leiðbeina ykkur.
https://saa.is/von

Gangi ykkur vel


Það er búið að reyna svoleiðis, en hann er orðin harðsvíraður lygari og spjallar sig útúr öllu eins og í karakter í bíómynd. Svo hefur verið reynt að setja hann í umsjá lækna, en hann hættir bara að mæta, kallar læknana fávita og fer í fýlu.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:43
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ef vandamálið er áfengi/vímuefni þá er líklegast best að fá SÁÁ ráðgjafa til að leiðbeina ykkur.
https://saa.is/von

Gangi ykkur vel


Það er búið að reyna svoleiðis, en hann er orðin harðsvíraður lygari og spjallar sig útúr öllu eins og í karakter í bíómynd. Svo hefur verið reynt að setja hann í umsjá lækna, en hann hættir bara að mæta, kallar læknana fávita og fer í fýlu.


Foreldrar þínir geta þá mögulega fengið ráðgjöf um næstu skref ef vandamál er á því stigi. Best væri að vinna málin í sameiningu. En það er ekki alltaf svo einfalt. Reikna með að ráðgjafanir díla við þessi mál á öllum stigum.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 10:56
af zetor
jonsig skrifaði:Ég var búinn að flytja út ca 5árum áður þegar ég var á bróður míns aldri og kominn með skuldlausa 60fm íbúð í rvk 12árum seinna og búinn með 7.5ár af framhaldsnámi. Þekkti ekkert annað en að stunda skóla og vinna til miðnættis virka daga og allar helgar og vinna síðan 12-14tíma á dag á sumrin og alla virka daga eftir skóla (shitty vinnu) sem ég viðurkenni að tók harkalega á líkama og sál en kom vel út og að skrimta með 10þúsund krónur í veskinu og éta núðlusúpur er liðin tíð. Ég ætlaði sko ekki að láta foreldra mína halda mér uppi á neinn hátt, síðan er þessi tarfur gjörsamlega andstæðan og bara óheiðarlegur letihaugur.
Hann var á þessari fínu leið í verkfræði, eini munurinn á honum og mér og pa er að hann útskrifaðist ekki með verðlaun úr framhaldskólanum þó með flottar einkunnir og hann ætlaði að verða eitthvað svipað og ég og pabbi. Við hefðum getað stofnað algeran nördaklúbb :)

Ég veit að ég hef verið leiðinlegur við marga hérna á vaktinni síðan 2008, en það er hellingur af fólki hérna sem ég kann að meta og ber virðingu fyrir! Annars væri ég aldrei að deila þessu á þessum vettvangi. En ég er ráðþrota, og get ekki horft uppá þetta lengur, maður deilir þessu persónulega máli hérna með stutt í tárin.

afsakið mörg edit, þetta er eitthvað emotional og mikið af stafsetningarvillum


Ég tók eftir því að þú kemur hérna inn á vaktina í upphafi, greinilega mjög reiður og ráðþrota. Þú sparar ekki stóru orðin. Þú ert að pústa út hérna á vaktinni sem er gott, það er gott að geta pústað út og komið því í orð. Þetta eru erfiðar aðstæður sem þú lýsir og kannski ertu að leita hérna eftir baklandi að fá aðra til að staðfesta og vera þér sammála í því hvað þetta sé allt í "rassgati" og kannski hefur eitthvað núna nýlega gerst sem hefur algerlega gengið fram af þér. Kannski líður þér eitthvað betur ef við erum sammála þér í hversu mikill " rasshaus, aumingi og letihaugur hann bróðir þinn er"

Það er sorglegt að horfa upp á svona gerast, ég skil þig vel að því leyti, þetta getur verið mjög erfitt. Þú berð auðvita ekki ábyrgð á bróður þínum og það getur reynst erfitt að vera ekki meðvirkur í þessum aðstæðum. Erfiðast í þessu getur verið að horfast í augu við sjálfan sig, þegar maður stendur frammi fyrir erfiðleikum annara. Ég verð að mæla með því að þú leitir líka til sálfræðings, það hjálpaði mér mjög mikið þegar ég var í sömu sporum og þú. Ég var að tapa minni eigin heilsu vegna heilsuleysis annarar manneskju, og ég sá það ekki sjálfur, sá ekki sjálfur hversu mikinn toll þetta tók frá mínu eigin lífi. Að ég þyrfti að breyta minni eigin hegðan og aðferðum og kannski styðja þann einstakling á annan máta.

Þú tekur það fram að þú hafir ungur stundað vinnu og skóla af miklum krafti, að þú sért dugmikill og klár og útsjónasamur einstaklingur. Þetta er mikli kostir finnst mér, þér finnst erfitt að sjá andstæðu þína í manneskju sem er þér nátengd. Og þessi stóru sterku og ljótu orð, viltu helst forðast sem heitann eldinn.

Ég segi þér að passa upp á sjálfan þig og þú beri ekki ábyrgð á bróður þínum, en jafnframt að ekki að gefast upp lengi, heldur nýta þér kosti þina til að vera sá síðasti til að geafst upp á bróður þínum, nýttu þér þann styrkleika sem þú hafiðr í að safna þér fyrir íbúð, stöðuleikann sem þú notaðir til að klára námið þitt, því þú átt eftir að horfa á það seinna sem þitt mesta afrek, að þú yfirgafst ekki bróður þinn og hjálpaðir honum á rétta braut.

Það eitt yfirgnæfir, allt nám, allar íbúðir sem maður sankaði að sér. Því að að vera til staðar og standa af sér mjög mikla fjölskylduerfiðleika er eitt það erfiðasta sem til er.

gangi þér vel rasshaus!

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 14:16
af falcon1
Hljómar eins og bróðirinn sé að nýta sér hvað aðrir fjölskyldumeðlimir eru svakalega meðvirkir. Þetta er orðið heyrist mér stærra vandamál en "einungis" persónulegt vandamál bróðurins sem á í hlut.
Ef um líkamlegt (og andlegt) ofbeldi er að ræða þá verður að tala við lögregluna sem ætti þá að geta leiðbeint ykkur eitthvað um framhaldið.
Ef þetta er "eingöngu" andlegt ofbeldi og blóðsuga á foreldrum/ættingjum að þá myndi líklegast hjálpa þeim að tala við sálfræðing til að fá tól til þess að tækla vandamálið og hætta allri meðvirkni.
Bróðirinn er heyrist mér það langt leiddur að hann þarf líklegast geðlæknir og jafnvel tímabundna sviptingu sjálfræðis svo hann geti fengið þá aðstoð á viðeigandi heilbrigðisstofnun sem hann virðist þurfa miðað við lýsingar.

Muna líka að það er engin skömm að því að þurfa að leita sér aðstoðar á geðsviðinu, ekkert frekar en að leita til læknis vegna beinbrots! Bæði líkami og sál þurfa að vera í lagi til að vera heilbrigður einstaklingur.

Gangi þér og þínum sem allra best að vinna úr þessum málum.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 14:22
af GuðjónR
jonsig skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Er mamma þín orðin þreytt á því að hafa þig í kjallaranum?


Alltaf ertu fyndinn við röng tækifæri.
Lesa..ég er á fertugsaldri btw


Ahh okay ... þú ert að spyrja fyrir „vin“ :guy

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 15:17
af DabbiGj
Allar uppástungur um að henda honum út með ofbeldi, skipta um skrár o.s.f. eru mjög heimskulegar að mínu mati.

Þarna er einstaklingur sem er greinilega með mikið af vandamálum sem að ég ætla ekki að fara að greina hér.

Persónulega myndi ég mæla með að tala við félagsráðgjafa og reyna að koma honum í félagslegt húsnæði eða viðeigandi meðferðarúrræði og á bætur, það skapar líka fjarlægð frá því hver gerir það og fagaðili sem er þriðji aðili er mikið betur settur til að sinna þessu.

Foreldrar þínir þurfa svo að læra að setja honum mörk og takast á við sprenginguna sem verður og að lifa í sátt við hann.

Vonandi gengur þetta vel og allir fá lausn í meinum sínum í þessu máli.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 20:05
af jonsig
Eru þessir kannabis fíklar ekki orðnir lúmskir að fela lyktina af þessum vibba sem þeir reykja?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 20:17
af Mossi__
jonsig skrifaði:Eru þessir kannabis fíklar ekki orðnir lúmskir að fela lyktina af þessum vibba sem þeir reykja?


Tjah. Þeir halda það.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 20:42
af Brimklo
jonsig skrifaði:Eru þessir kannabis fíklar ekki orðnir lúmskir að fela lyktina af þessum vibba sem þeir reykja?


Það er einn svona sem býr við hliðin á tengdaforeldrunum, heldur að hann sé lúmskur að labba aðeins upp fyrir götuna en norðanáttin svíkur hann vanalega. Held að þeim sé frekar sama þegar að það eru engar afleiðingar af þessu því það er flestum sama.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 21:26
af mjolkurdreytill
jonsig skrifaði:Eru þessir kannabis fíklar ekki orðnir lúmskir að fela lyktina af þessum vibba sem þeir reykja?


Ef hann er í kannabisneyslu og tekst að gera það lyktarlaust þá eruð þið komin með gullgæs. Hann gæti haldið námskeið og stórgrætt á því að kenna stónerum að gera þetta lyktarlaust.

Að öllu gamni slepptu þá er það sterk lykt af kannabis að reglulegir neytendur eru ekki að fara að fela það. Sérstaklega ekki ef þeir búa inni á foreldrum sínum.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:05
af jonsig
Það eru reyndar allir í vinnu nema hann svo hann vakir aðallega á nóttunni. Spurning, kannski þegar menn eru orðnir svona háðir þessum saur þá þurfa þeir væntanlega að fá sér í haus reglulega ekki satt?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:11
af mjolkurdreytill
jonsig skrifaði:Það eru reyndar allir í vinnu nema hann svo hann vakir aðallega á nóttunni. Spurning, kannski þegar menn eru orðnir svona háðir þessum saur þá þurfa þeir væntanlega að fá sér í haus reglulega ekki satt?


Lyktin varir lengi af fötum og er mjög "auðfundin". Sérstaklega ef grasmylsnan er í vösum.

Ef þú ert með eðlilegt lyktarskyn fer þetta ekkert framhjá þér eða öðrum.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:25
af jonsig
mjolkurdreytill skrifaði:
jonsig skrifaði:Það eru reyndar allir í vinnu nema hann svo hann vakir aðallega á nóttunni. Spurning, kannski þegar menn eru orðnir svona háðir þessum saur þá þurfa þeir væntanlega að fá sér í haus reglulega ekki satt?


Lyktin varir lengi af fötum og er mjög "auðfundin". Sérstaklega ef grasmylsnan er í vösum.

Ef þú ert með eðlilegt lyktarskyn fer þetta ekkert framhjá þér eða öðrum.


Verst að aldraðir foreldrar þurfa að sjá um þefið, þar sem ég hef hann ekki inná mér. Svosem getur hann verið háður einhverju öðru.. þetta eru skrilljón dóp þarna úti.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:38
af oliuntitled
jonsig skrifaði:Það eru reyndar allir í vinnu nema hann svo hann vakir aðallega á nóttunni. Spurning, kannski þegar menn eru orðnir svona háðir þessum saur þá þurfa þeir væntanlega að fá sér í haus reglulega ekki satt?


Ég held að þú sért með smá ranghugmyndir um cannabis.
Það er enginn líkamlega háður cannabis, fíkn í cannabis er oftar en ekki af huglægum ástæðum.
Þetta einsog svo mörg önnur efni lætur þér líða betur og það er örugglega ástæðan fyrir því að hann sækist í þetta, maðurinn hlýtur að vera í einhverskonar röskun eða orðið fyrir einhverju áfalli sem hefur lagst svona rosalega á hann.

Þetta er klárlega vandamál sem þarf að leysa með aðkomu fagfólks af því að cannabis ásamt öðrum efnum eru yfirleitt ekki orsökin á þessu heldur afleiðing.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:46
af jonsig
En í öllum tilfellum til þess fallin að gera stöðuna flóknari og mun erfiðari.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:49
af Mossi__
Gallinn er bara sá að fólk sem á við svona vandamál að stríða þurfa fyrst að viðurkenna að það eigi við vandamál að stríða, til þess að verða meðtækilegt einhverri aðstoð og hjálp.

Það þýðir ekkert að senda fólk til sálfræðings eða senda fólk í meðferð, því sé það ekki búið að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér, þá setur það bara upp veggi af mótþróa múraða af afneitun. Lærir ekki neit og bætir sig ekki neitt.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 00:35
af Gunnarulfars
GuðjónR skrifaði:
jonsig skrifaði:Hvernig er auðnuleysingja hent út af heimili sínu ? Þá einstaklingur sem býr hjá mömmu sinni og pabba, en er orðinn rasshaus, skóla dropout og letingi sem afþakkar alla utanaðkomandi hjálp og kominn á þrítugsaldur ?

Er mamma þín orðin þreytt á því að hafa þig í kjallaranum?


Djöfull ertu búinn að vera leiðinlegur á spjallinu upp á síðkastið.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 00:48
af rapport
oliuntitled skrifaði:
jonsig skrifaði:Það eru reyndar allir í vinnu nema hann svo hann vakir aðallega á nóttunni. Spurning, kannski þegar menn eru orðnir svona háðir þessum saur þá þurfa þeir væntanlega að fá sér í haus reglulega ekki satt?


Ég held að þú sért með smá ranghugmyndir um cannabis.
Það er enginn líkamlega háður cannabis, fíkn í cannabis er oftar en ekki af huglægum ástæðum.
Þetta einsog svo mörg önnur efni lætur þér líða betur og það er örugglega ástæðan fyrir því að hann sækist í þetta, maðurinn hlýtur að vera í einhverskonar röskun eða orðið fyrir einhverju áfalli sem hefur lagst svona rosalega á hann.

Þetta er klárlega vandamál sem þarf að leysa með aðkomu fagfólks af því að cannabis ásamt öðrum efnum eru yfirleitt ekki orsökin á þessu heldur afleiðing.


Cannabis hjálpar ekki, heilasoðið fólk er ólíklegra til afreka og breytinga. Það er ástæðan fyrir því að fólk í neyslu fær varla inn á geðdeild, það þarf fyrst að hætta neyslunni því hún viðheldur geðveikinni.

Slíka hjálp er líklegast að fá hja félagsþjónustunni, sá sem vísaði á félagsráðgjafa hitti held ég naglann á höfuðið.

Hugsanlega er sjálfstæð búseta bara málið, að losna frá endalausri gagnrýni fjölskyldunnar gæti verið nóg.

En líklega þarf meiri hjálp og félagsráðgjafinn þekkir hvað er í boði.

P.s. zetor var með góðan vinkil, þú þarft líka að hugsa um þig, þetta hvílir þungt á þér, þú þarft lika hjálp.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 04:06
af grimurkolbeins
jonsig skrifaði:Eru þessir kannabis fíklar ekki orðnir lúmskir að fela lyktina af þessum vibba sem þeir reykja?


Það er stór munur á því að fá sér eina Jónu og að vera skakkur allan daginn, tala af reynslu.
Ef hann er búin að reykja lengi er rosalega erfitt að hætta sérstaklega ef hann er heilaþvegin á því að cannabis sé svo rosalega skaðlaust.
Þetta er skaðlaust ef þú kannt að nota efnið, en ef þú ert að nota þetta eins og krakkhaus og bíður eftir næsta hit allan daginn þá er hann náttúrulega alkóhólisti og þarf að fara í meðferð, en miðað við þínar útskýringar á hversu slæmur hann er orðinn kæmi mér ekki á óvart að hann sjé einmitt að reykja krakk.
Allir vinir mínir sem hafa farið í krakk/sprautu neyslu breytast rosalega , allt siðferði fer og þeim er skítsama um allt og alla í kringum sig þeir eru bara að spá í næsta mola til þess að reykja.
Hef litla trú að hann sé bara að reykja gras.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 10:51
af mjolkurdreytill
Má ég spyrja að einu @jonsig

Er þetta ástand búið að vara lengi eða byrjaði þetta síðasta vor með Covid ?

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 17:48
af jonsig
mjolkurdreytill skrifaði:Má ég spyrja að einu @jonsig

Er þetta ástand búið að vara lengi eða byrjaði þetta síðasta vor með Covid ?


Þetta er búið að vera lengi í uppsiglingu, seinasta árið í menntó og hann "tafðist" um hálft ár útaf áfangastjórinn var að leggja hann í "einelti" og svo kláraði hann þetta og slugsaði svo heima bara í hálft ár þar til hann fór í háskólann og gekk alveg ágætlega en byrjaður að loka sig af og vera einangraður, og síðan bara chill eftir að hann varð dropout úr skólanum síðan í haust minnir mig.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 18:38
af mjolkurdreytill
jonsig skrifaði:
mjolkurdreytill skrifaði:Má ég spyrja að einu @jonsig

Er þetta ástand búið að vara lengi eða byrjaði þetta síðasta vor með Covid ?


Þetta er búið að vera lengi í uppsiglingu, seinasta árið í menntó og hann "tafðist" um hálft ár útaf áfangastjórinn var að leggja hann í "einelti" og svo kláraði hann þetta og slugsaði svo heima bara í hálft ár þar til hann fór í háskólann og gekk alveg ágætlega en byrjaður að loka sig af og vera einangraður, og síðan bara chill eftir að hann varð dropout úr skólanum síðan í haust minnir mig.


Það er svo sem búið að benda á það áður í þessum þræði en þetta svar gerir það alveg klárt að aðilinn sem þið þurfið að tala við er sálfræðingur eða geðlæknir en ekki sýslumaður.

Re: Spyr fyrir vin. Hvernig skal fullorðnum manni hent út ?

Sent: Fim 28. Jan 2021 21:18
af netkaffi
Það er enginn að leika sér að því að vera letingi heima eða nota of mikið af vímuefnum eða kaffi eða hverju sem sem það er (tölvuleikjum eða vélbúnaðardrottnun). Þetta eru bara ákveðnar breytur sem viðkomandi er að eiga við og þýðir ekkert að fordæma fyrir það. Fordæmingar auka á samfélagsvandann, og leysa hann ekki.