Síða 2 af 19

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 01:03
af Danni V8
Var heima vegna veikinda í dag og lá í rúminu þegar þetta allt saman gekk yfir. Missti tölu á því hversu mörgum ég fann fyrir. Er í 110 RVK. Var í vinnu þegar skjálftarnir í október dundu á sama svæði en þá fannn ég ekki neitt. Vinn 1km frá heimilinu mínu.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 01:36
af jonfr1900
Það verður ekki svefnfriður á Reykjanesskaga í nótt og næstu daga. Svona er jarðskjálftamælirinn hjá mér eftir daginn í dag (mynd). Í þessari jarðskjálftahrinu voru og eru tvær miðjur sem eru virkar. Sú fyrsta er í eldstöðinni Reykjanes. Sú seinni er í eldstöðinni Krýsuvík. Báðar eldstöðvar hafa verið að sýna þenslu undanfarna mánuði og Krýsuvík byrjaði hugsanlega fyrst að þenjast aðeins út fyrir nokkrum árum síðan án þess að nokkuð annað gerðist. Allar GPS stöðvar á Reykjanesinu sýna orðið mikla tilfærslu til austurs og suðurs (Krýsuvík). Hægt er skoða GPS færslur hérna. Tilfærslur eru aðeins mismunandi eftir GPS stöðvum og staðsetningum þeirra. Þar sem eldstöðin Reykjanes virðist ekki vera að hreyfast með sama hætti og eldstöðin Krýsuvík.

Það er síðan allt fast í Bláfjöllum og nærliggjandi svæði. Þar mun ekki losna nema með stórum jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw6,0 til Mw6,8. Ég er ekki farin að sjá nein merki þess að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni að neinu ráði eftir stóra jarðskjálftann með stærðina Mw5,7 klukkan 10:05. (Mw er Moment magnitude scale). Richter magnitude scale skalinn er úreltur í dag.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 02:00
af jonfr1900
Svona var forritið hjá mér sem tekur upp jarðskjálftanna hjá mér í gær eftir stóra jarðskjálftann.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 12:54
af appel
Gaman að búa hér

Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Mynd

er reykjanesskaginn að fara sökkva í sjó?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 15:58
af Danni V8
appel skrifaði:Gaman að búa hér

Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Mynd

er reykjanesskaginn að fara sökkva í sjó?


Það vona ég ekki. Hvernig eigum við þá að fara til útlanda!?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 16:21
af jonfr1900
Mig grunar að jarðskjálftavirknin sé farin að aukast aftur (þetta er skrifað klukkan 16:20) en hvort að það kemur af stað stóra jarðskjálftanum í Bláfjöllum veit ég ekki.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 17:25
af Zethic
Danni V8 skrifaði:
appel skrifaði:Gaman að búa hér

Allt Ísland - jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Mynd

er reykjanesskaginn að fara sökkva í sjó?


Það vona ég ekki. Hvernig eigum við þá að fara til útlanda!?


Akureyraflugvöllur verður nýr alþjóðaflugvöllur /s

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 18:13
af jonfr1900
Samkvæmt Rúv í fréttum klukkan 18:00 þá er komin fram gufa við bílastæðið við Keili og mér skilst á þessari frétt að þarna hafi ekki verið jarðhiti áður. Jarðfræðingar fóru þangað til dag til mælinga og gas mælinga. Ég hef ekki fundið neina frétt um þetta ennþá.
Nærri 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga síðan á miðnætti (Rúv)

Það er líklegt að eldgos hefjist með miklum látum þar sem eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík hafa ekki gosið í lengri tíma (um 700 ár). Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta í Bláfjöllum og nágrenni. Hugsanlega fleiri en einum slíkum jarðskjálfta.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 20:05
af zetor
jonfr1900 skrifaði:Samkvæmt Rúv í fréttum klukkan 18:00 þá er komin fram gufa við bílastæðið við Keili og mér skilst á þessari frétt að þarna hafi ekki verið jarðhiti áður. Jarðfræðingar fóru þangað til dag til mælinga og gas mælinga. Ég hef ekki fundið neina frétt um þetta ennþá.
Nærri 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga síðan á miðnætti (Rúv)

Það er líklegt að eldgos hefjist með miklum látum þar sem eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík hafa ekki gosið í lengri tíma (um 700 ár). Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta í Bláfjöllum og nágrenni. Hugsanlega fleiri en einum slíkum jarðskjálfta.


hvernig er með landris og myndir frá gervihnöttum varðandi aflögun? Ertu að segja að eldgos get hafist við næstu skjálftahrinu?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fim 25. Feb 2021 20:38
af jonfr1900
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Samkvæmt Rúv í fréttum klukkan 18:00 þá er komin fram gufa við bílastæðið við Keili og mér skilst á þessari frétt að þarna hafi ekki verið jarðhiti áður. Jarðfræðingar fóru þangað til dag til mælinga og gas mælinga. Ég hef ekki fundið neina frétt um þetta ennþá.
Nærri 2.500 skjálftar á Reykjanesskaga síðan á miðnætti (Rúv)

Það er líklegt að eldgos hefjist með miklum látum þar sem eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík hafa ekki gosið í lengri tíma (um 700 ár). Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta í Bláfjöllum og nágrenni. Hugsanlega fleiri en einum slíkum jarðskjálfta.


hvernig er með landris og myndir frá gervihnöttum varðandi aflögun? Ertu að segja að eldgos get hafist við næstu skjálftahrinu?


Þú getur séð GPS gögn hérna. Það er ekki mikið landris (þensla upp) en það er mikil þensla í aðrar áttir. Skortur á landrisi kemur mér ekki á óvart þar sem kvikan virðist vera að fara lárétt í jarðskorpuna og sést það á þenslunni austur-suður í tilfelli eldstöðvarinnar Krýsuvík. Gervihnattamynd sem kemur á morgun mun sýna breytingar á svæðinu ennþá betur og hugsanlegt ris í jarðskorpu ef eitthvað er. Ég veit ekki alveg hver sér um að birta þá mynd. Það er mjög líklega Veðurstofan en hugsanlega einnig Háskóli Íslands - Jarðvísindastofnun.

Það er möguleiki á því að kvikan finni sér leið upp á yfirborð næst þegar það verða stórir jarðskjálftar en það er háð því að þrýstingur kvikunnar þar sem hún er að safnast saman í jarðskorpunni sé orðin nægur til þess að eldgos verði og það þarf ekki endilega að vera tilfellið þessa stundina. Það gæti breyst mjög hratt ef innflæði kviku af miklu dýpi er mjög mikið. Það þarf ekki að verða stórt eldgos eða vara mjög lengi. Núna er bara að bíða og sjá hvort að eitthvað gerist í þessari jarðskjálftavirkni.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 16:49
af jonfr1900
Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 20:58
af appel
Það er margt að gerast, margir 4.x eitthvað skjálftar í dag. Ekki að lítast á blikinu með þennan fyrirséða 6.x eitthvað skjálfta.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:11
af zetor
jonfr1900 skrifaði:Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.


Þessi skjálftar í dag eru allir að hrúgast undir topp eldjallsins eða dyngjunnar??? Þráinsskjöld
er eitthvað hægt að lesa í það?

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:17
af jonfr1900
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.


Þessi skjálftar í dag eru allir að hrúgast undir topp eldjallsins eða dyngjunnar??? Þráinsskjöld
er eitthvað hægt að lesa í það?


Það er ekki að sjá að kvika sér farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið ennþá. Mig grunar samt sem áhugamanni að þessi jarðskjálftavirkni eigi upptök sín í kvikuinnskot á 10 km dýpi sem sést mjög illa í öllum þessum látum sem eru í kjölfarið. Miðað við þróunina þá er ég farin að reikna með meiriháttar virkni fljótlega.

Ég sendi tölvupóst á Síminn (þar sem ég er þar með farsímann) til að athuga hvort að þeir gætu staðið af sér stórfellda jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Ég er farinn að óttast að þeir og fleiri detti út í kjölfarið á slíkri virkni.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:44
af mikkimás
Er hvorki að reyna að stofna til leiðinda né kæfa frjálsa umræðu með elítutali, en við þurfum öll á þessu sviði að taka aðeins mark á lærðum jarðfræðingum með viðeigandi sérhæfingu, en ekki áhugamönnum út í bæ.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:49
af zetor
mikkimás skrifaði:Er hvorki að reyna að stofna til leiðinda né kæfa frjálsa umræðu með elítutali, en við þurfum öll á þessu sviði að taka aðeins mark á lærðum jarðfræðingum með viðeigandi sérhæfingu, en ekki áhugamönnum út í bæ.



Ég held einmitt að við íslendingar séum að taka mikið mark á lærðum jarðfræðingum, þar eigum við marga sem eru fremstir á sinu sviði í heiminum. Við treystum þeim mest. En við eigum líka flinka áhugamenn og það er áhugavert að velta ýmsum möguleikum fyrir sér og í raun sára saklaust á svona spjallborðum.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:52
af Mossi__
Tjah.

Íslendingar hafa nú sýnt það s.l. rúma árið að við erum ekkert mikið fyrir að hlusta á lærða og fræðinga.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:53
af mjolkurdreytill
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.


Þessi skjálftar í dag eru allir að hrúgast undir topp eldjallsins eða dyngjunnar??? Þráinsskjöld
er eitthvað hægt að lesa í það?


Þráinsskjöldur er ekki eiginlegt eldfjall. Dyngjur eru afleiðing af langvinnum sprungugosum þar sem sprungan minnkar með tíma og hrauntjörn/gígur myndast. Þráinsskjöldur virðist heldur ekki vera neitt sérstaklega stór. Varla merktur á korti.

Það er engin þekkt megineldstöð þarna undir.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:55
af mjolkurdreytill
mjolkurdreytill skrifaði:
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.


Þessi skjálftar í dag eru allir að hrúgast undir topp eldjallsins eða dyngjunnar??? Þráinsskjöld
er eitthvað hægt að lesa í það?


Þráinsskjöldur er ekki eiginlegt eldfjall. Dyngjur eru afleiðing af langvinnum sprungugosum þar sem sprungan minnkar með tíma og hrauntjörn/gígur myndast. Þráinsskjöldur virðist heldur ekki vera neitt sérstaklega stór. Varla merktur á korti.

Það er engin þekkt megineldstöð þarna undir.


mikkimás skrifaði:Er hvorki að reyna að stofna til leiðinda né kæfa frjálsa umræðu með elítutali, en við þurfum öll á þessu sviði að taka aðeins mark á lærðum jarðfræðingum með viðeigandi sérhæfingu, en ekki áhugamönnum út í bæ.


Jarðeðlisfræðingar er hugtakið sem þú ætlaðir þér líklegast að nota. Jarðfræðingar eru of uppteknir við að borða sand til að segja nokkuð gáfulegt.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 21:57
af jonfr1900
mjolkurdreytill skrifaði:
zetor skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Það er núna nærri því stöðug jarðskjálftavirkni með jarðskjálftum sem ná stærðinni Mw3,0 og stærri, það er stöðug jarðskjálftavirkni með minni jarðskjálfta. Þetta telst ennþá vera eftirskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 á Reykjanesinu í eða við Bláfjöll.


Þessi skjálftar í dag eru allir að hrúgast undir topp eldjallsins eða dyngjunnar??? Þráinsskjöld
er eitthvað hægt að lesa í það?


Þráinsskjöldur er ekki eiginlegt eldfjall. Dyngjur eru afleiðing af langvinnum sprungugosum þar sem sprungan minnkar með tíma og hrauntjörn/gígur myndast. Þráinsskjöldur virðist heldur ekki vera neitt sérstaklega stór. Varla merktur á korti.

Það er engin þekkt megineldstöð þarna undir.


Hérna er jarðfræðikort sem er með allar megineldstöðvanar merktar inn. Eldstöðvanar sem eru virkar hérna eru eldstöðin Reykjanes og Krýsuvík. Aðrar eldstöðvar á Reykjanesinu eru ennþá rólegar þrátt fyrir lætin í þessum tveim eldstöðvum.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 22:06
af kjartanbj
Finnst merkilegt að ég hafi einungis fundið fyrir fyrsta skjálftanum á miðvikudag sem var um 10 leytið en engum öðrum, ég bý á Selfossi en fólk á Hellu og Hvolsvelli hefur verið að finna þá sem eru 4.x vel. Ég fann þann fyrsta vel samt og heyrði drunurnar frá honum með góðum fyrirvara áður en það skalf hér

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 22:42
af mjolkurdreytill
jonfr1900 skrifaði:Hérna er jarðfræðikort sem er með allar megineldstöðvanar merktar inn. Eldstöðvanar sem eru virkar hérna eru eldstöðin Reykjanes og Krýsuvík. Aðrar eldstöðvar á Reykjanesinu eru ennþá rólegar þrátt fyrir lætin í þessum tveim eldstöðvum.


Eldstöð, megineldstöð og eldstöðvakerfi eru mismunandi fyrirbæri.

Reykjanes og Krýsuvík eru eldstöðvakerfi, ekki megineldstöðvar.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 22:47
af GuðjónR
Fuuu ... þessi var stór ... c.a. 22:40

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 22:51
af mjolkurdreytill
Mig langar að trúa því að hann sé yfir 5 miðað við hvað allt nötraði hérna.

4,7 eru fyrstu tölur samt.

Re: Jarðskjálftar...

Sent: Fös 26. Feb 2021 22:54
af appel
Fyndið, er búinn að vera heima í allt kvöld og ekki fundið fyrir neinum skjálfta.

En þegar ég er í vinnunni þá heyri ég alveg "brrrmmmmmmm" svona 2-3 sek áður en ég finn skjálftann.

Greinilegt að byggingar eru öðruvísi held ég.