Síða 1 af 1

hraði á ljósleiðara

Sent: Mið 05. Nóv 2025 19:45
af emil40
Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Mið 05. Nóv 2025 21:51
af danniornsmarason
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Er með 2.5gbps tengingu hjá Hringdu, þetta er hraðinn hjá mér.(myndin fyrir neðan)

2.5 gbps = 0.3125 gb/s
Svo hámarkshraðinn væri þá 312.5Mb/s

Ég er alls ekki klár á þessu öllu en var svolítið að grúska í kringum þetta og fann þetta út.
Fannst hraðinn ekki vera nógu mikill en svo kom þetta í ljós og þá stemmdi þetta allt.

Mynd

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Mið 05. Nóv 2025 21:54
af russi
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Erfit að svara þessu þar sem þú notar óþekkta mæli einingu \:D/
Ef þú átt við 2.5Gbit, þá áttu alveg að ná því og jafnvel örlítið meira sértu með router sem styður meira en 2.5Gbit.

Gefum okkur að routerinn hjá þér sé 2.5Gbit, þá er gott að reikna með einhverju overheadi, +/- 5%

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fim 06. Nóv 2025 00:21
af Gemini
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Stutta svarið er að það á að ná 2,5 Gb (Gígabits) eða 2500 Megabits hraða og gerir það hjá mér hjá hringdu. (tengi tölvuna beint í æð framhjá router)

En mundu að oft tala forrit um Megabyte en ekki bits. Það eru 8 bitar í einu bytei svo hraðinn ætti þá að ná eitthvað rétt fyrir 300MB/sec downloadi. Stórt B stendur fyrir byte meðan lítið b stendur fyrir bit og stórt M stendur fyrir Mega. MB - Megabyte eða Mb - Megabit (oft skrifað með litlu m líka þar en tæknilega á að hafa stórt M líka en lítið b)

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fim 06. Nóv 2025 00:46
af kornelius
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Það sem ég næ, NB tengist 10GbE við ljósleiðarabox sem er síðan kappað niður í u.þ.b. 2.5G

K.

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fim 06. Nóv 2025 16:56
af EinnNetturGaur
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Fer eftir hvort þú sért með ljósleiðara frá ljósleiðaranum eða hjá mílu.

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fim 06. Nóv 2025 17:41
af emil40
frá mílu. Ég er búinn að skipta um snúru og setti cat6 eins og þeir ráðlögðu mér. Það er búið að setja nýtt box hérna og ég er með nýjustu tegund af router frá þeim hjá vodafone ( sýn ), er eitthvað annað sem gæti verið að ? ég er ennþá bara eins og 1 gb ljósleiðara í stað 2.5 gb

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fim 06. Nóv 2025 17:46
af emil40
Gemini skrifaði:
emil40 skrifaði:Hvað ætti 2,5 gb ljósleiðari að ná í hámarkshraða ?


Stutta svarið er að það á að ná 2,5 Gb (Gígabits) eða 2500 Megabits hraða og gerir það hjá mér hjá hringdu. (tengi tölvuna beint í æð framhjá router)

En mundu að oft tala forrit um Megabyte en ekki bits. Það eru 8 bitar í einu bytei svo hraðinn ætti þá að ná eitthvað rétt fyrir 300MB/sec downloadi. Stórt B stendur fyrir byte meðan lítið b stendur fyrir bit og stórt M stendur fyrir Mega. MB - Megabyte eða Mb - Megabit (oft skrifað með litlu m líka þar en tæknilega á að hafa stórt M líka en lítið b)


TAKK FYRIR ÞETTA ÉG PRÓFAÐI AÐ TENGJA BEINT Í ÆÐ LÍKA !!!!!!

ljósleiðari.jpg
ljósleiðari.jpg (57.81 KiB) Skoðað 1379 sinnum

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fös 07. Nóv 2025 09:53
af Narinn
Ein spurning - hvaða tegund af router ertu með frá Sýn ? ég held að það sé bara eitt port á routernum frá þeim sem er 2.5gb hin eru 1gb það gæti verið ástæðan að þú varst bara að fá 1gb tengingu í gegnum routerinn

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Fös 07. Nóv 2025 15:14
af Vaktari
Wifi 7 routerinn frá sýn er ekki 2,5 gpbs á ethernet.
Hann nær bara 2,5 gbps inn a sig gætir fengið gegnum þraðlaust en færð aldrei 2,5 úr ethernet þau eru bara 1 gíg

Re: hraði á ljósleiðara

Sent: Þri 11. Nóv 2025 23:52
af emil40
en wifi 7 routerinn frá hringiðjunni ?